„Þetta er búið að taka á“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 11:56 Frá undirrituninni. vísir/ásgeir Sjómenn fá endurgjaldslaust fæði, samkvæmt samkomulagi sem samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að í nótt. Nýr samningur, sem gilda á til ársloka 2019, verður kynntur sjómönnum í dag og munu þeir í kjölfarið greiða atkvæði um hann, en gert er ráð fyrir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu muni liggja fyrir á sunnudagskvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mikinn létti að samningar hafi tekist. „Þetta er búið að taka á, það verður að viðurkennast,“ segir hann í samtali við Vísi. Valmundur segist telja að lagasetning hafi verið handan við hornið. „Það var alveg ljóst af hálfu ríkisvaldsins að við þetta væri ekki unað lengur.“ Aðspurður segist hann binda miklar vonir við að nýgerður samningur verði samþykktur, en sjómenn hafa fellt síðustu tvo kjarasamninga. „Ég vona að hann verði samþykktur. Ég held hann sé góður við okkur,“ segir Valmundur, en sjómannasambönd munu halda kynningarfundi fyrir félagsmenn sína í dag. Sjómenn munu hefja störf strax annað kvöld, verði samningarnir samþykktir. Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í tíu vikur en samninganefndir þeirra og Samtaka fyrirtækja sjávarútvegi náðu loks samkomulagi eftir fund sem stóð fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara. Búist var við útspili stjórnvalda vegna kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga og ekki var talið að samkomulag næðist án aðkomu yfirvalda. Það tókst þó um síðir. Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segist létt. „Þetta er búin að vera mikil spenna undanfarna sólarhringa og erfiður tími síðastliðnar vikur tíu vikur. Ég get ekki sagt annað en að síðustu klukkustundir og síðustu dagar að þetta er oft búið að vera tæpt, hef oft haldið að menn séu að fara að ganga út, en ég get ekki sagt annað en að við erum gríðarlega ánægð beggja megin við borðið. Þetta er mjög góður samningur fyrir sjómenn,“ sagði Jens þegar fréttastofa náði af honum rétt eftir undirritunina í nótt. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Sjómenn fá endurgjaldslaust fæði, samkvæmt samkomulagi sem samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að í nótt. Nýr samningur, sem gilda á til ársloka 2019, verður kynntur sjómönnum í dag og munu þeir í kjölfarið greiða atkvæði um hann, en gert er ráð fyrir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu muni liggja fyrir á sunnudagskvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mikinn létti að samningar hafi tekist. „Þetta er búið að taka á, það verður að viðurkennast,“ segir hann í samtali við Vísi. Valmundur segist telja að lagasetning hafi verið handan við hornið. „Það var alveg ljóst af hálfu ríkisvaldsins að við þetta væri ekki unað lengur.“ Aðspurður segist hann binda miklar vonir við að nýgerður samningur verði samþykktur, en sjómenn hafa fellt síðustu tvo kjarasamninga. „Ég vona að hann verði samþykktur. Ég held hann sé góður við okkur,“ segir Valmundur, en sjómannasambönd munu halda kynningarfundi fyrir félagsmenn sína í dag. Sjómenn munu hefja störf strax annað kvöld, verði samningarnir samþykktir. Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í tíu vikur en samninganefndir þeirra og Samtaka fyrirtækja sjávarútvegi náðu loks samkomulagi eftir fund sem stóð fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara. Búist var við útspili stjórnvalda vegna kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga og ekki var talið að samkomulag næðist án aðkomu yfirvalda. Það tókst þó um síðir. Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segist létt. „Þetta er búin að vera mikil spenna undanfarna sólarhringa og erfiður tími síðastliðnar vikur tíu vikur. Ég get ekki sagt annað en að síðustu klukkustundir og síðustu dagar að þetta er oft búið að vera tæpt, hef oft haldið að menn séu að fara að ganga út, en ég get ekki sagt annað en að við erum gríðarlega ánægð beggja megin við borðið. Þetta er mjög góður samningur fyrir sjómenn,“ sagði Jens þegar fréttastofa náði af honum rétt eftir undirritunina í nótt.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09
Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37