Heiðarleiki Ólafíu kostaði hana víti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2017 08:16 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var hæstánægð með árangur sinn á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu en hún hafnaði í 30.-39. sæti á mótinu eftir að hafa spilað á tveimur yfir pari vallarins í nótt. Hún lék hringina fjóra samtals á pari. „Ég er mjög ánægð, sérstaklega eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn sem var afar tæpt,“ sagði hún í samtali við Vísi í morgun en síðustu tvo keppnisdagana gerði mikill vindur keppendum erfitt fyrir. „Hann var nokkuð sterkur, vindurinn, og óstöðugur. Hann breyttist oft fyrirvaralaust og þá er afar erfitt að reikna út höggin. Mér gekk mjög vel að slá af teig en þegar kom að því að slá inn á flatirnar var það stundum erfitt að reikna út höggin. Maður átti stundum mjög langt pútt eftir,“ sagði Ólafía. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Eftir að hafa parað fyrstu þrjár holurnar kom ekki annað par fyrr en á tólftu holu. Þess á milli fékk hún þrjá fugla, þrjá skolla og einn skramba. Skrambinn kom á sjöundu holu sem er par þrjú. Hún lenti í sandgryfju og þar fékk hún dæmt á sig víti. „Bönkerinn var illa rakaður sem er afar óvenjulegt. Það var smá ójafna sem ég tók ekki eftir og og snerti ég sandinn í aftursveiflunni. Það má ekki,“ útskýrði hún. Sjá einnig: Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut „En það sá þetta enginn nema ég. Ég gekk því upp að dómaranum og sagði frá þessu. Ég spilaði holuna á pari en heiðarleikinn kostaði mig tvö högg. En það var miklu betra að gera þetta svona enda er ég ekki þannig manneskja sem getur bara haldið áfram. Það hefði allt farið í rugl hjá mér.“ „Ég náði að koma sterk til baka og fékk fugla á næstu tveimur holum á eftir. Ég náði því að bæta fyrir þetta.“ Næstu tvö mót á LPGA-mótaröðinni fara fram í Asíu en Ólafía Þórunn fær ekki keppnisrétt á þeim. Næsta mót hennar verður í Phoenix í Bandaríkjunum um miðjan næsta mánuð. Golf Tengdar fréttir Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband Gleðin var svo sannarlega við völd hjá okkar konu, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa-mótinu á LPGA-mótaröðinni í morgun. 17. febrúar 2017 09:00 Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05 Sjáið höggið magnaða sem tryggði Ólafíu Þórunni áfram í nótt | Myndband Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst áfram með ævintýralegum hætti í gegnum niðurskurðinn á á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt. 17. febrúar 2017 10:45 Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Er komin með 1,3 milljón króna eftir fyrstu tvö mótin sín á LPGA-mótaröðinni. 19. febrúar 2017 07:41 Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var hæstánægð með árangur sinn á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu en hún hafnaði í 30.-39. sæti á mótinu eftir að hafa spilað á tveimur yfir pari vallarins í nótt. Hún lék hringina fjóra samtals á pari. „Ég er mjög ánægð, sérstaklega eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn sem var afar tæpt,“ sagði hún í samtali við Vísi í morgun en síðustu tvo keppnisdagana gerði mikill vindur keppendum erfitt fyrir. „Hann var nokkuð sterkur, vindurinn, og óstöðugur. Hann breyttist oft fyrirvaralaust og þá er afar erfitt að reikna út höggin. Mér gekk mjög vel að slá af teig en þegar kom að því að slá inn á flatirnar var það stundum erfitt að reikna út höggin. Maður átti stundum mjög langt pútt eftir,“ sagði Ólafía. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Eftir að hafa parað fyrstu þrjár holurnar kom ekki annað par fyrr en á tólftu holu. Þess á milli fékk hún þrjá fugla, þrjá skolla og einn skramba. Skrambinn kom á sjöundu holu sem er par þrjú. Hún lenti í sandgryfju og þar fékk hún dæmt á sig víti. „Bönkerinn var illa rakaður sem er afar óvenjulegt. Það var smá ójafna sem ég tók ekki eftir og og snerti ég sandinn í aftursveiflunni. Það má ekki,“ útskýrði hún. Sjá einnig: Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut „En það sá þetta enginn nema ég. Ég gekk því upp að dómaranum og sagði frá þessu. Ég spilaði holuna á pari en heiðarleikinn kostaði mig tvö högg. En það var miklu betra að gera þetta svona enda er ég ekki þannig manneskja sem getur bara haldið áfram. Það hefði allt farið í rugl hjá mér.“ „Ég náði að koma sterk til baka og fékk fugla á næstu tveimur holum á eftir. Ég náði því að bæta fyrir þetta.“ Næstu tvö mót á LPGA-mótaröðinni fara fram í Asíu en Ólafía Þórunn fær ekki keppnisrétt á þeim. Næsta mót hennar verður í Phoenix í Bandaríkjunum um miðjan næsta mánuð.
Golf Tengdar fréttir Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband Gleðin var svo sannarlega við völd hjá okkar konu, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa-mótinu á LPGA-mótaröðinni í morgun. 17. febrúar 2017 09:00 Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05 Sjáið höggið magnaða sem tryggði Ólafíu Þórunni áfram í nótt | Myndband Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst áfram með ævintýralegum hætti í gegnum niðurskurðinn á á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt. 17. febrúar 2017 10:45 Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Er komin með 1,3 milljón króna eftir fyrstu tvö mótin sín á LPGA-mótaröðinni. 19. febrúar 2017 07:41 Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband Gleðin var svo sannarlega við völd hjá okkar konu, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa-mótinu á LPGA-mótaröðinni í morgun. 17. febrúar 2017 09:00
Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05
Sjáið höggið magnaða sem tryggði Ólafíu Þórunni áfram í nótt | Myndband Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst áfram með ævintýralegum hætti í gegnum niðurskurðinn á á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt. 17. febrúar 2017 10:45
Ólafía fékk tæpa milljón í sinn hlut Er komin með 1,3 milljón króna eftir fyrstu tvö mótin sín á LPGA-mótaröðinni. 19. febrúar 2017 07:41
Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Lék á tveimur höggum yfir pari á lokahringnum og endaði á pari. 19. febrúar 2017 07:08
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn