Könguló og ískaldur klefi stoppaði ekki Valsmenn í Svartfjallalandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2017 06:30 Valsmenn fagna í Svartfjallalandi. mynd/valur Valur komst í gær í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu í handbolta þegar liðið gerði jafntefli, 24-24, við svartfellska liðið RK Partizan ytra. Fyrri leikurinn fór fram á sama stað á laugardaginn og þá varð jafnt, 21-21. Valur fór því áfram, samanlagt 45-45, á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Við sýndum alveg fáránlega góðan karkater að klára þetta undir lokin,“ segir Anton Rúnarsson, leikstjórnandi Vals, en Fréttablaðið náði í hann skömmu eftir leik. Valsmenn voru 23-21 undir þegar fimm mínútur voru eftir en sneru dæminu við. Anton skoraði 24. markið sem kom Hlíðarendaliðinu áfram. „Það var svakaleg harka í þessum leikjum. Dómararnir leyfðu mikið og því lítið skorað enda héldu þeir hraðanum niðri. Þeir börðu mann alveg hægri vinstri en sjaldnast var eitthvað dæmt. Þeir komu okkur á óvart með góðum varnarleik. Þetta er hörku gott lið en bara frábært hjá okkur að komast áfram,“ segir Anton. Eins og svo oft þegar ferðast þarf austarlega í álfunni til að spila handboltaleiki er eitthvað ákaflega sérstakt sem kemur upp á umgjörðinni. „Þetta var einn mesti brandari sem ég hef lent í. Það var könguló á veggnum inni í búningsklefa og hann var ískaldur. Það var ekkert kveikt á hitanum heldur kom maður með ferðahitara. Við létum þó hvorki þetta né dómarana fara í taugarnar á okkur,“ segir Anton Rúnarsson. Valsliðið heldur nú í langt ferðalag heim til Íslands með rútuferð til Króatíu og viðkomu í London. Valsmenn þurfa að komast fljótt niður á jörðina því þeir eiga leik á móti FH í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á föstudaginn. Íslenski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjá meira
Valur komst í gær í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu í handbolta þegar liðið gerði jafntefli, 24-24, við svartfellska liðið RK Partizan ytra. Fyrri leikurinn fór fram á sama stað á laugardaginn og þá varð jafnt, 21-21. Valur fór því áfram, samanlagt 45-45, á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Við sýndum alveg fáránlega góðan karkater að klára þetta undir lokin,“ segir Anton Rúnarsson, leikstjórnandi Vals, en Fréttablaðið náði í hann skömmu eftir leik. Valsmenn voru 23-21 undir þegar fimm mínútur voru eftir en sneru dæminu við. Anton skoraði 24. markið sem kom Hlíðarendaliðinu áfram. „Það var svakaleg harka í þessum leikjum. Dómararnir leyfðu mikið og því lítið skorað enda héldu þeir hraðanum niðri. Þeir börðu mann alveg hægri vinstri en sjaldnast var eitthvað dæmt. Þeir komu okkur á óvart með góðum varnarleik. Þetta er hörku gott lið en bara frábært hjá okkur að komast áfram,“ segir Anton. Eins og svo oft þegar ferðast þarf austarlega í álfunni til að spila handboltaleiki er eitthvað ákaflega sérstakt sem kemur upp á umgjörðinni. „Þetta var einn mesti brandari sem ég hef lent í. Það var könguló á veggnum inni í búningsklefa og hann var ískaldur. Það var ekkert kveikt á hitanum heldur kom maður með ferðahitara. Við létum þó hvorki þetta né dómarana fara í taugarnar á okkur,“ segir Anton Rúnarsson. Valsliðið heldur nú í langt ferðalag heim til Íslands með rútuferð til Króatíu og viðkomu í London. Valsmenn þurfa að komast fljótt niður á jörðina því þeir eiga leik á móti FH í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á föstudaginn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjá meira