Lars Lagerbäck nýr landsliðsþjálfari Noregs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2017 11:13 Lars Lagerbäck er hér hugsi á blaðamannafundi íslenska liðsins í Frakklandi í sumar. Vísir/Vilhelm Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlalandsliðs Noregs í knattspyrnu. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá norska sambandinu í dag. Lars var þjálfari karlalandsliðs Íslands frá árinu 2011 þangað til síðastliðið sumar en síðasti leikurinn undir hans stjórn var 5-2 tapleikurinn gegn Frökkum sem markaði endinn á ótrúlegu EM-ævintýri strákanna okkar. Undir stjórn Lars og síðar Heimis Hallgrímssonar og þess sænska náði karlalandsliðið sínum langbesta árangri í sögunni. Liðið komst í umspilsleiki um sæti á HM í Brasilíu 2014 og tryggði sér svo sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi árið 2016. Þar fór liðið alla leið í átta liða úrslit þar sem Englendingar voru meðal annars sigraðir í sextán liða úrslitum. Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá KSÍ í maí í fyrra, í aðdraganda EM, að Lars yrði ekki áfram þjálfari Íslands.Her er vår nye landslagssjef! pic.twitter.com/9iquL7376a— NorgesFotballforbund (@NFF_info) February 1, 2017 Getur náð því besta út úr liðum sínum„Við erum afar ánægðir með að geta kynnt Lars Lagerbäck til sögunnar sem næsta landsliðsþjálfara. Hann hefur sýnt bæði í undankeppnum og úrslitakeppnum að hann getur náð því besta út úr liðum sínum. Það er frábært að geta kynnt hann til leiks með sæti í lokakeppni næsta EM sem markmið,“ segir Terja Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins. Norðmenn hafa leitað nýs þjálfara í tvo mánuði eða síðan Per-Mathias Høgmo hætti störfum 16. nóvember 2016 eftir brösugt gengi í undankeppni HM 2017. Síðan hafa margir verið orðaðir við stöðuna, meðal annars Nils Johan Semb, starfsmaður norska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfari Noregs frá 1998-2003.Uppbygging framundanNorska landsliðið í 84. sæti á heimslista FIFA og er næstneðst allra Norðurlandaþjóða. Liðið er tveimur sætum á eftir Færeyingum en en níu sætum á undan Finnlandi. Norðmenn reyndu fyrst að fá Ståle Solbakken, þjálfara FCK í Kaupmannahöfn en hann hafði ekki áhuga. Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Molde, var boðið til viðræða um daginn en hann hafnaði einnig starfinu. Norska liðið er í sögulegri lægð rétt eins og það íslenska var þegar hann tók við því árið 2011. Noregur er með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018, fjórum stigum frá mögulegu umspilssæti. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlalandsliðs Noregs í knattspyrnu. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá norska sambandinu í dag. Lars var þjálfari karlalandsliðs Íslands frá árinu 2011 þangað til síðastliðið sumar en síðasti leikurinn undir hans stjórn var 5-2 tapleikurinn gegn Frökkum sem markaði endinn á ótrúlegu EM-ævintýri strákanna okkar. Undir stjórn Lars og síðar Heimis Hallgrímssonar og þess sænska náði karlalandsliðið sínum langbesta árangri í sögunni. Liðið komst í umspilsleiki um sæti á HM í Brasilíu 2014 og tryggði sér svo sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi árið 2016. Þar fór liðið alla leið í átta liða úrslit þar sem Englendingar voru meðal annars sigraðir í sextán liða úrslitum. Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá KSÍ í maí í fyrra, í aðdraganda EM, að Lars yrði ekki áfram þjálfari Íslands.Her er vår nye landslagssjef! pic.twitter.com/9iquL7376a— NorgesFotballforbund (@NFF_info) February 1, 2017 Getur náð því besta út úr liðum sínum„Við erum afar ánægðir með að geta kynnt Lars Lagerbäck til sögunnar sem næsta landsliðsþjálfara. Hann hefur sýnt bæði í undankeppnum og úrslitakeppnum að hann getur náð því besta út úr liðum sínum. Það er frábært að geta kynnt hann til leiks með sæti í lokakeppni næsta EM sem markmið,“ segir Terja Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins. Norðmenn hafa leitað nýs þjálfara í tvo mánuði eða síðan Per-Mathias Høgmo hætti störfum 16. nóvember 2016 eftir brösugt gengi í undankeppni HM 2017. Síðan hafa margir verið orðaðir við stöðuna, meðal annars Nils Johan Semb, starfsmaður norska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfari Noregs frá 1998-2003.Uppbygging framundanNorska landsliðið í 84. sæti á heimslista FIFA og er næstneðst allra Norðurlandaþjóða. Liðið er tveimur sætum á eftir Færeyingum en en níu sætum á undan Finnlandi. Norðmenn reyndu fyrst að fá Ståle Solbakken, þjálfara FCK í Kaupmannahöfn en hann hafði ekki áhuga. Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Molde, var boðið til viðræða um daginn en hann hafnaði einnig starfinu. Norska liðið er í sögulegri lægð rétt eins og það íslenska var þegar hann tók við því árið 2011. Noregur er með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018, fjórum stigum frá mögulegu umspilssæti.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira