Skora á stjórnvöld að koma að lausn sjómannadeilunnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 12:42 Bæjarstjórarnir lýsa yfir þungum áhyggjum. Vísir/Vilhelm Skaðinn af verkfalli sjómanna er orðinn meiri en ásættanlegt er og því verða deiluaðilar að ná saman og semja fljótt, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sturlu Böðvarssyni, bæjarstjóra Stykkishólms og Þorsteini Steinssyni, bæjarstjóra Grundarfjarðar, um verkfall sjómanna. Þeir skora á stjórnvöld að koma að lausn deilunnar. Þeir lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og segja að stjórnvöld verði að koma með lausn mála með öllum tiltækum ráðum svo samningar náist fljótt. Ástand af þessu tagi geti ekki gengið mikið lengur. „Afkoma margra fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustugreinum við hann hefur orðið fyrir verulegum samdrætti og jafnvel erfiðleikum í rekstri sem beint tengist verkfallinu. Ekki síður reynir ástand þetta á almennan launþega sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum. Kostnaður heimilanna stöðvast ekki þó verkfall sé í gangi,“ segir í yfirlýsingunni. Rekstur sjávarþorpa vítt og breytt um landið finni einnig verulega fyrir samdrætti í tekjum vegna minni útsvarstekna en áætlað hafði verið miðað við eðlilegt atvinnuástand. Þá sé líklegt að markaðir sem íslenskur fiskur hefur verið seldur á skaðist verði verkfallið ekki leyst. „Tjón landsins alls er því mikið vegna áframhaldandi verkfalls.“ Að lokum skora bæjarstjórarnir á stjórnvöld að bregðast við. „Ráðherra sjávarútvegsmála og ríkisstjórnin verður að koma að lausn deilunnar takist samningsaðilum ekki að ná lendingu í samningum sín á milli næstu daga. Skorað er á deiluaðila og stjórnvöld að vinna hratt að samkomulagi í yfirstandandi kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.“ Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Skaðinn af verkfalli sjómanna er orðinn meiri en ásættanlegt er og því verða deiluaðilar að ná saman og semja fljótt, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sturlu Böðvarssyni, bæjarstjóra Stykkishólms og Þorsteini Steinssyni, bæjarstjóra Grundarfjarðar, um verkfall sjómanna. Þeir skora á stjórnvöld að koma að lausn deilunnar. Þeir lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og segja að stjórnvöld verði að koma með lausn mála með öllum tiltækum ráðum svo samningar náist fljótt. Ástand af þessu tagi geti ekki gengið mikið lengur. „Afkoma margra fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustugreinum við hann hefur orðið fyrir verulegum samdrætti og jafnvel erfiðleikum í rekstri sem beint tengist verkfallinu. Ekki síður reynir ástand þetta á almennan launþega sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum. Kostnaður heimilanna stöðvast ekki þó verkfall sé í gangi,“ segir í yfirlýsingunni. Rekstur sjávarþorpa vítt og breytt um landið finni einnig verulega fyrir samdrætti í tekjum vegna minni útsvarstekna en áætlað hafði verið miðað við eðlilegt atvinnuástand. Þá sé líklegt að markaðir sem íslenskur fiskur hefur verið seldur á skaðist verði verkfallið ekki leyst. „Tjón landsins alls er því mikið vegna áframhaldandi verkfalls.“ Að lokum skora bæjarstjórarnir á stjórnvöld að bregðast við. „Ráðherra sjávarútvegsmála og ríkisstjórnin verður að koma að lausn deilunnar takist samningsaðilum ekki að ná lendingu í samningum sín á milli næstu daga. Skorað er á deiluaðila og stjórnvöld að vinna hratt að samkomulagi í yfirstandandi kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.“
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira