Gruna vanskráningu á vinnuslysum í ferðaþjónustu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 20:00 Tilkynntum vinnuslysum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu áratugina. Þau voru 2701 á árunum 1987 til 1991 en 9099 á árunum 2012 til 2016. Á síðustu þrjátíu árum hafa 794 orðið óvinnufærir vegna vinnuslysa og 108 látið lífið. Vinnuslysum hefur sérstaklega fjölgað meðal ríkisstarfsmanna en þar er skráning slysa með besta móti. Tilkynnt vinnuslys í ferðaþjónustunni eru aftur á móti hlutfallslega mjög fá - miðað við að atvinnugreinin hefur þrefaldast á síðustu fimm árum með þeim afleiðingum að hver starfsmaður þjónustar allt að tvöfalt fleiri ferðamenn. „Við horfum upp á það að tilkynntu slysin í ferðaþjónustunni eru fá, sem betur fer, ef það væri rétt. En við óttumst að það sé vanskráning á ferðinni og fólk passi ekki upp á skráningu atvika og óhappa. Þetta þurfum við að nálgast af meiri festu,“ segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Vísbendingar Vinnueftirlitsins um vanskráningu vinnuslysa í ferðaþjónustu felast meðal annars í sextíu til sjötíu prósent fleiri komum útlendinga á Bráðamóttöku Landspítalans. Kristinn segir sannanir um að hluti sjúklinganna séu starfsmenn á Íslandi en ekki ferðamenn. Einnig sýni tölfræðin að útlendingar lendi oft í vinnuslysum. 59 vinnuslys eru skráð í veitinga- og hótelrekstri á síðasta ári. Þar af voru 25 útlendingar eða nær helmingur slasaðra. „Við sjáum að óhóflegt álag er víða á starfsmönnum ferðaþjónustunnar. Álag sem er til þess fallið að leiða til slysa. Mögulega verða slys á einstaklingum sem þekkja ekki rétt sinn, eru ekki mælandi á íslenska tungu og vita ekki hvert á að leita ef slys ber að," segir Kristinn og segir áríðandi að fyrirtæki beri ábyrgð. Á forvarnaráðstefnu VÍS á morgun verður fjallað um vinnuslys og mun Kristinn, meðal annarra, fjalla nánar um málið þar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tilkynntum vinnuslysum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu áratugina. Þau voru 2701 á árunum 1987 til 1991 en 9099 á árunum 2012 til 2016. Á síðustu þrjátíu árum hafa 794 orðið óvinnufærir vegna vinnuslysa og 108 látið lífið. Vinnuslysum hefur sérstaklega fjölgað meðal ríkisstarfsmanna en þar er skráning slysa með besta móti. Tilkynnt vinnuslys í ferðaþjónustunni eru aftur á móti hlutfallslega mjög fá - miðað við að atvinnugreinin hefur þrefaldast á síðustu fimm árum með þeim afleiðingum að hver starfsmaður þjónustar allt að tvöfalt fleiri ferðamenn. „Við horfum upp á það að tilkynntu slysin í ferðaþjónustunni eru fá, sem betur fer, ef það væri rétt. En við óttumst að það sé vanskráning á ferðinni og fólk passi ekki upp á skráningu atvika og óhappa. Þetta þurfum við að nálgast af meiri festu,“ segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins. Vísbendingar Vinnueftirlitsins um vanskráningu vinnuslysa í ferðaþjónustu felast meðal annars í sextíu til sjötíu prósent fleiri komum útlendinga á Bráðamóttöku Landspítalans. Kristinn segir sannanir um að hluti sjúklinganna séu starfsmenn á Íslandi en ekki ferðamenn. Einnig sýni tölfræðin að útlendingar lendi oft í vinnuslysum. 59 vinnuslys eru skráð í veitinga- og hótelrekstri á síðasta ári. Þar af voru 25 útlendingar eða nær helmingur slasaðra. „Við sjáum að óhóflegt álag er víða á starfsmönnum ferðaþjónustunnar. Álag sem er til þess fallið að leiða til slysa. Mögulega verða slys á einstaklingum sem þekkja ekki rétt sinn, eru ekki mælandi á íslenska tungu og vita ekki hvert á að leita ef slys ber að," segir Kristinn og segir áríðandi að fyrirtæki beri ábyrgð. Á forvarnaráðstefnu VÍS á morgun verður fjallað um vinnuslys og mun Kristinn, meðal annarra, fjalla nánar um málið þar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira