Skipuleggjendur tískuvikunnar í New York ósáttir með Kanye West Ritstjórn skrifar 2. febrúar 2017 12:30 Kanye West. Mynd/Skjáskot Líkt og áður hefur komið fram mun Kanye West sýna Yeezy Season 5 á tískuvikunni í New York núna í byrjun febrúar. Nú er hins vegar komið í ljós að hann og Adidas spurðu hvorki kóng né prest þegar þau ákváðu tímasetninguna fyrir sýninguna. Enn og aftur skarast hún á við annan hönnuð, að þessu sinni Marchesa. Samkvæmt tilkynningu CFDA sem er tískuráð Bandaríkjana og skipuleggur tískuvikuna er þetta ekki í fyrsta sinn sem Kanye gerir þetta. Þar kemur einnig fram að þau muni því ekki skrá Yeezy-sýninguna á formlega dagskrá tískuvikunnar. Í gegnum tíðina hafa hönnuðir sem Yeezy sýningin stangast við átt í stökustu vandræðum með að færa til tímasetningarnar á sýningum sínum. Í haust voru það alls fjórar sýningar sem fundu fyrir þessu, eða sýningar Whit, Michelle Helene, R13 og sýning meistaranema Parsons skólans. Mest lesið Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Hagnaður Adidas náði yfir milljarð evra í fyrsta sinn Glamour Fann 18 ára gamlan bíómiða við gerð línunnar Glamour Flatbotna skór bannaðir í Cannes Glamour Förðunartrendin 2016: Hvað segja sérfræðingarnir? Glamour Með sjálfbærni að leiðarljósi Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sólveig Kára í viðtali við Vogue Glamour Gullfoss og Geysir í aðalhlutverki hjá Mango Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour
Líkt og áður hefur komið fram mun Kanye West sýna Yeezy Season 5 á tískuvikunni í New York núna í byrjun febrúar. Nú er hins vegar komið í ljós að hann og Adidas spurðu hvorki kóng né prest þegar þau ákváðu tímasetninguna fyrir sýninguna. Enn og aftur skarast hún á við annan hönnuð, að þessu sinni Marchesa. Samkvæmt tilkynningu CFDA sem er tískuráð Bandaríkjana og skipuleggur tískuvikuna er þetta ekki í fyrsta sinn sem Kanye gerir þetta. Þar kemur einnig fram að þau muni því ekki skrá Yeezy-sýninguna á formlega dagskrá tískuvikunnar. Í gegnum tíðina hafa hönnuðir sem Yeezy sýningin stangast við átt í stökustu vandræðum með að færa til tímasetningarnar á sýningum sínum. Í haust voru það alls fjórar sýningar sem fundu fyrir þessu, eða sýningar Whit, Michelle Helene, R13 og sýning meistaranema Parsons skólans.
Mest lesið Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Hagnaður Adidas náði yfir milljarð evra í fyrsta sinn Glamour Fann 18 ára gamlan bíómiða við gerð línunnar Glamour Flatbotna skór bannaðir í Cannes Glamour Förðunartrendin 2016: Hvað segja sérfræðingarnir? Glamour Með sjálfbærni að leiðarljósi Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Sólveig Kára í viðtali við Vogue Glamour Gullfoss og Geysir í aðalhlutverki hjá Mango Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour