Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - KR 91-95 | Enn á ný klára KR-ingar jafnan leik Sindri Freyr Ágústsson í Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn skrifar 3. febrúar 2017 21:45 Jón Arnór Stefánsson var rólegur í síðasta leik KR. vísir/eyþór KR-ingar hafa lagt í vana sinn á nýju ári að vinna hvern seiglusigurinn á fætur öðrum og það breyttist ekkert þegar Íslandsmeistarar KR unnu fjögurra stiga sigur á Þór í Þorlákshöfn, 95-91, í 16. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kom KR-ingum aftur í toppsæti Domino´s deildarinnar en Stjörnumenn höfðu verið þar síðan að þeir unnu Snæfell í Garðabænum í gærkvöldi. Brynjar Þór Björnsson og Jón Arnór Stefánsson skoruðu báðir 21 stig fyrir KR og Pavel Ermolinskij var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Nýr Bandaríkjamaður KR-inga, Philip Alawoya, var með 14 stig og 12 fráköst en öll stigin hans og 9 af fráköstunum komu í seinni hálfleiknum. KR-ingar voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 21-15, en frábær annar leikhluti snéri við leiknum. Þórsliðið vann annan leikhlutann 31-17 og var átta stigum yfir í hálfleik, 46-38. KR-ingar unnu sig aftur inn í leikinn í þriðja leikhlutanum og það munaði aðeins tveimur stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann, 68-66. KR-liðið skoraði sjö stig í röð á mikilvægum tíma um miðjan fjórða leikhluta og komst átta stigum yfir, 85-77.Það leit út fyrir að þeir væru að klára þetta en nóg átti eftir að gerast. Þórsarar gáfust aldrei upp og nýttu sér hver mistök KR-inga á fætur öðrum. KR-liðið slapp hinsvegar með skrekkinn og kláraði leikinn á vítalínunni Afhverju vann KR? Gestirnir úr vesturbæ þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum í kvöld þegar þeir rétt unnu Þórsarana 91-95. KR náðu að vinna leikinn í lokasókninni sinni, þeir byrjuðu á því að klúðra skotinu sínu en Darri Hilmarsson náði að slá boltann í leikmann Þórsara og þaðan fór hann út af. Þetta atriði var það mikilvægasta í leiknum og þetta var það sem vann leikinn fyrir þá. Þórsarar misstu niður 8 stiga forskot sem þeir voru með í hálfleik og gestirnir náðu þá að koma með gott áhlaup og komust 10 stigum yfir þegar lítið var eftir og það dugði þeim til sigurs. Sigurvilji gestanna var líka ein af þessum aðal ástæðum fyrir því að þeir náðu að hirða þennan sigur.Bestu menn vallarins? Stór stjörnur gestanna þeir Jón Arnór, Brynjar og Pavel voru allir mjög góðir og skorðu þeir 60 stig af 95 fyrir KR. Jón Arnór var frábær allan leikinn þangað til að hann fékk sína 5 villu undir lok leiks. Jón skoraði 21 stig, gaf 6 stoðsendingar og reif niður 4 fráköst. Gaman að sjá hvað þessi leikmaður er ótrúlega góður í körfubolta. Hjá heimamönnum var það auðvitað hinn magnaði Tobin Carberry sem leiddi vagninn í kvöld en hann var stigahæstur(23), tók flest fráköst(10) og gaf flestar stoðsendingar(7) hjá heimamönnum. Halldór Garðar var einnig frábær hjá heimamönnum en hann er búinn að koma með fullt af flottum sprettum í vetur og það er klárt mál að þarna er efnilegur drengur á ferð.Hvað gekk illa? Bæði lið hefðu eflaust viljað fá minna af stigum á sig en þetta var bara þannig leikur að sóknarleikurinn var í aðalhlutverki. Bæði lið voru að tapa boltanum klaufarlega oft á tíðum en það gerist oft í svona jöfnum leikjum þannig að þjálfararnir hafa eflaust litlar áhyggjur af því.Finnur: Heilt yfir var þetta skref í rétta átt Finnur Freyr, þjálfari KR var sáttur með að ná í sigur í Þorlákshöfn í kvöld. „Þetta var bara leikur tveggja góðra liða og maður fann það alveg hversu vel æfðir þeir eru. Þeir voru að refsa okkur vel sérstaklega í öðrum og þriðja leikhluta en þegar við byrjuðum að læra aðeins betur og þá og aðeins meira inn á hvorn annan þá náðum við góðu forskoti,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. „Við spiluðum mun betur í kvöld en við erum búnir að vera gera en við eigum fullt inn og það mikið af litlum hlutum bæði í vörn og sókn sem þarf að laga. Heilt yfir var þetta skref í rétta átt eins og í seinni hálfleik þegar við fórum að nota stóra manninn okkar aðeins meira þá fannst mér betri bragð á liðinu,“ sagði Finnur um spilamennsku liðsins.Einar Árni: Erum að vinna í ýmislegu Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara var svekktur að hafa tapað leiknum í kvöld. „Mér fannst við spila mjög vel á ákveðnum köflum á móti mögnuðu KR liði en það er svekkjandi að hugsa út í það að Óli gerir mjög vel með að halda Jón Arnóri í 15 stigum í fyrri hálfleik og svo skorar hann bara tvær körfu í seinni en samt töpum við,“ sagði Einar Árni. „Við settumst niður í jólafríinu og erum að vinna að ýmislegu nýju í okkar aðgerðum,“ sagði Einar Árni um hvernig þeir komu inn í árið.Brynjar: Gott að ná sigri Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR var sáttur með sigurinn í kvöld en sagði að það mætti laga margt fyrir framhaldið. „Það var gott að ná að sigra í kvöld en við þurfum að laga okkar leik. Vörnin er kannski búin að vera allt í hingað til en við þurfum að laga margt í okkar sóknar aðgerðum.“ „P.J.Alawoya var fínn í kvöld en ég sé að hann getur hjálpað okkur mikið. Hann sýndi fína takta á köflum í kvöld og ég er spenntur að sjá hvernig hann verður í næstu leikjum,“ sagði Brynjar um nýja kanann hjá KR.Textalýsing: Þór Þ. - KR Dominos-deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
KR-ingar hafa lagt í vana sinn á nýju ári að vinna hvern seiglusigurinn á fætur öðrum og það breyttist ekkert þegar Íslandsmeistarar KR unnu fjögurra stiga sigur á Þór í Þorlákshöfn, 95-91, í 16. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kom KR-ingum aftur í toppsæti Domino´s deildarinnar en Stjörnumenn höfðu verið þar síðan að þeir unnu Snæfell í Garðabænum í gærkvöldi. Brynjar Þór Björnsson og Jón Arnór Stefánsson skoruðu báðir 21 stig fyrir KR og Pavel Ermolinskij var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Nýr Bandaríkjamaður KR-inga, Philip Alawoya, var með 14 stig og 12 fráköst en öll stigin hans og 9 af fráköstunum komu í seinni hálfleiknum. KR-ingar voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 21-15, en frábær annar leikhluti snéri við leiknum. Þórsliðið vann annan leikhlutann 31-17 og var átta stigum yfir í hálfleik, 46-38. KR-ingar unnu sig aftur inn í leikinn í þriðja leikhlutanum og það munaði aðeins tveimur stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann, 68-66. KR-liðið skoraði sjö stig í röð á mikilvægum tíma um miðjan fjórða leikhluta og komst átta stigum yfir, 85-77.Það leit út fyrir að þeir væru að klára þetta en nóg átti eftir að gerast. Þórsarar gáfust aldrei upp og nýttu sér hver mistök KR-inga á fætur öðrum. KR-liðið slapp hinsvegar með skrekkinn og kláraði leikinn á vítalínunni Afhverju vann KR? Gestirnir úr vesturbæ þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum í kvöld þegar þeir rétt unnu Þórsarana 91-95. KR náðu að vinna leikinn í lokasókninni sinni, þeir byrjuðu á því að klúðra skotinu sínu en Darri Hilmarsson náði að slá boltann í leikmann Þórsara og þaðan fór hann út af. Þetta atriði var það mikilvægasta í leiknum og þetta var það sem vann leikinn fyrir þá. Þórsarar misstu niður 8 stiga forskot sem þeir voru með í hálfleik og gestirnir náðu þá að koma með gott áhlaup og komust 10 stigum yfir þegar lítið var eftir og það dugði þeim til sigurs. Sigurvilji gestanna var líka ein af þessum aðal ástæðum fyrir því að þeir náðu að hirða þennan sigur.Bestu menn vallarins? Stór stjörnur gestanna þeir Jón Arnór, Brynjar og Pavel voru allir mjög góðir og skorðu þeir 60 stig af 95 fyrir KR. Jón Arnór var frábær allan leikinn þangað til að hann fékk sína 5 villu undir lok leiks. Jón skoraði 21 stig, gaf 6 stoðsendingar og reif niður 4 fráköst. Gaman að sjá hvað þessi leikmaður er ótrúlega góður í körfubolta. Hjá heimamönnum var það auðvitað hinn magnaði Tobin Carberry sem leiddi vagninn í kvöld en hann var stigahæstur(23), tók flest fráköst(10) og gaf flestar stoðsendingar(7) hjá heimamönnum. Halldór Garðar var einnig frábær hjá heimamönnum en hann er búinn að koma með fullt af flottum sprettum í vetur og það er klárt mál að þarna er efnilegur drengur á ferð.Hvað gekk illa? Bæði lið hefðu eflaust viljað fá minna af stigum á sig en þetta var bara þannig leikur að sóknarleikurinn var í aðalhlutverki. Bæði lið voru að tapa boltanum klaufarlega oft á tíðum en það gerist oft í svona jöfnum leikjum þannig að þjálfararnir hafa eflaust litlar áhyggjur af því.Finnur: Heilt yfir var þetta skref í rétta átt Finnur Freyr, þjálfari KR var sáttur með að ná í sigur í Þorlákshöfn í kvöld. „Þetta var bara leikur tveggja góðra liða og maður fann það alveg hversu vel æfðir þeir eru. Þeir voru að refsa okkur vel sérstaklega í öðrum og þriðja leikhluta en þegar við byrjuðum að læra aðeins betur og þá og aðeins meira inn á hvorn annan þá náðum við góðu forskoti,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. „Við spiluðum mun betur í kvöld en við erum búnir að vera gera en við eigum fullt inn og það mikið af litlum hlutum bæði í vörn og sókn sem þarf að laga. Heilt yfir var þetta skref í rétta átt eins og í seinni hálfleik þegar við fórum að nota stóra manninn okkar aðeins meira þá fannst mér betri bragð á liðinu,“ sagði Finnur um spilamennsku liðsins.Einar Árni: Erum að vinna í ýmislegu Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara var svekktur að hafa tapað leiknum í kvöld. „Mér fannst við spila mjög vel á ákveðnum köflum á móti mögnuðu KR liði en það er svekkjandi að hugsa út í það að Óli gerir mjög vel með að halda Jón Arnóri í 15 stigum í fyrri hálfleik og svo skorar hann bara tvær körfu í seinni en samt töpum við,“ sagði Einar Árni. „Við settumst niður í jólafríinu og erum að vinna að ýmislegu nýju í okkar aðgerðum,“ sagði Einar Árni um hvernig þeir komu inn í árið.Brynjar: Gott að ná sigri Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR var sáttur með sigurinn í kvöld en sagði að það mætti laga margt fyrir framhaldið. „Það var gott að ná að sigra í kvöld en við þurfum að laga okkar leik. Vörnin er kannski búin að vera allt í hingað til en við þurfum að laga margt í okkar sóknar aðgerðum.“ „P.J.Alawoya var fínn í kvöld en ég sé að hann getur hjálpað okkur mikið. Hann sýndi fína takta á köflum í kvöld og ég er spenntur að sjá hvernig hann verður í næstu leikjum,“ sagði Brynjar um nýja kanann hjá KR.Textalýsing: Þór Þ. - KR
Dominos-deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira