Erlent

Aðstoðarforsætisráðherra Svía hæðist að Trump

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Isabella Lovin með samstarfskonum sínum.
Isabella Lovin með samstarfskonum sínum. Vísir/AFP /JOHAN SCHIFF, REGERINGEN
Isabella Lovin, aðstoðarforsætisráðherra Svía, hæddist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og stillti sér upp með sjö samstarfskonum er hún skrifaði undir ný umhverfislög.

Í frétt AFP um myndina segir að með henni sé Lovin að hæðast að ljósmynd af Trump þar sem hann sést skrifa undir umdeilda tilskipun sem kemur í veg fyrir fjárveitingu til samtaka sem framkvæmi eða styðji fóstureyðingar.

Myndin sem Lovin hæddist að.Vísir/AFP
Á myndinni mátti sjá að Trump var umkringdur sjö karlkyn samstarfsmönnum sínum. Myndin vakti athygli enda gagnrýndu ýmsir að þar væru sjö karlmenn að mikilvæga ákvörðun fyrir konur án þess að þær hefðu nokkuð um málið að segja.

„Ríkisstjórnin okkar er feminísk sem sést vel á þessari mynd,“ sagði Lovin í samtali við AFP. „En sá sem horfir verður þó að túlka myndina á sinn hátt.“

Lögin sem Lovin skrifaði undir fela í sér að Svíþjóð nái jafnvægi í kolefnisútblæstri fyrir árið 2045.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×