Handbolti

Valskonur unnu upp átta marka forystu Gróttu en héldu ekki út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Unnur Ómarsdóttir var markahæst á vellinum í kvöld.
Unnur Ómarsdóttir var markahæst á vellinum í kvöld. Vísir/Vilhelm
Íslandsmeistarar Gróttu unnu í kvöld nauðsynlegan sigur á Val í baráttu sinni um að komast í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta.

Grótta vann leikinn 26-22 eftir að hafa unnið fyrri hálfleikinn 15-8 og síðustu sex mínútu leiksins 5-1.

Grótta er þar með komið með ellefu stig eða bara þremur stigum minna en Valur og Haukar sem sitja eins og er í tveimur síðustu sætunum sem gefa sæti í úrslitakeppninni.

Grótta skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og var komi í 11-4 um miðjan hálfleikinn. Grótta náði mest átta marka forystu en var 15-8 yfir í hálfleik.

Valskonur lentu aftur átta mörkum undir í upphafi seinni hálfleiks, 9-17, en tókst síðan að jafna leikinn eftir frábæran kafla sem Hlíðarendakonur unnu 12-4.

Valsliðið hélt ekki út og Gróttukonur lönduðu mikilvægum sigri með því að vinna lokamínúturnar 5-1.  

Unnur Ómarsdóttir var markahæst hjá Gróttu með sjö mörk, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði sex mörk og Þórey Anna Ásgeirsdóttir var með fimm mörk.

Unnur (2), Anna Úrsúla (2) og Þórey Anna (1) skoruðu allar á lokakafla leiksins þegar Gróttan landaði sigrinum.

Kristín Guðmundsdóttir, Morgan Marie Þorkelsdóttir og Diana Satkauskaite skoruðu allar sex mörk fyrir Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×