Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 12:10 Mikil uppbygging er á döfinni á Kársnesi í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. Það sé vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal enda sé markaðurinn erfiður ungu fólki. Félagið hefur ekki áhyggjur af því að lántakar sem þurfi að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé borgunarfólk, það borgi nú þegar meira í leigu. Byggingarfélagið Þak hóf á dögunum sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Íbúðirnar eru 29 til 47 fermetrar að stærð og söluverð þeirra á bilinu 15,9 til 23,9 milljónir króna sem fólki býðst að fjármagna með allt að 95% láni. Því þurfa kaupendur einungis að reiða fram um 5 prósent kaupverðsins. Útborgun fyrir minnstu íbúðirnar er 795 þúsund og afborgun á mánuði um 90 þúsund krónur fyrstu 7 árin. Að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir að greiðslubyrðin komi til með að lækka í um 50 þúsund krónur á mánuði. Fyrir stærri íbúðirnar sé útborgunin um 1150 þúsund krónur og um 140 þúsund krónur á mánuði fyrstu 7 árin, 80 þúsund eftir það. Sverrir Einar Eiríksson hjá Byggingarfélaginu Þaki segir fólk geta valið hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán sé að ræða en gengið sé út frá því að tekið sé 80% verðtryggt bankalán og það sem upp á vantar, 15%, sé óverðtryggt. Seljendalánið er til allt að sjö ára og ber 9,8% vexti. Sverrir Einar EiríkssonVísir/Anton BrinkRæður við þetta ef það ræður við leigu Sverrir segir félagið ekki óttast að fólk sem þarf að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé ekki borgunarfólk fyrir greiðslunum. „Ef fólk getur borgað leigu í dag þá getur það borgað þetta,“ segir Sverrir. Hann tekur sem dæmi að - „ef þú ert að leigja einhvers staðar er ekki óvenjulegt að þú þurfir að borga 200 þúsund krónur á mánuði og jafnvel þrjá mánuði, 600 þúsund, í tryggingu.“ Það sé umtalsvert minna en reiknað er með í dæmunum hér að ofan. Ef allt fari á versta veg yrði félagið bara að leysa til sín íbúðirnar aftur- „en við værum ekki að bjóða upp á þetta ef við hefðum ekki fulla trú á því að fasteignarverð muni hækka,“ bætir Sverrir við. Í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka er til að mynda gert ráð fyrir að húsnæðisverð muni hækka um 30% fram til ársloka 2019. Sverrir segir marga fulltrúa byggingafyrirtækja hafa hringt í hann að undanförnu sem segjast hafa í hyggju að koma upp sams konar kerfi. „Þannig að vonandi er þetta fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal. Það er svo hryllilega erfitt fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn og það er sárgrætilegt að vera fastur í leigu einhvers staðar. Geta þannig ekki með nokkru móti losnað án þess að slengja út hönd og fót til þess að kaupa sér eign. Þetta er ekki skemmtilegt," segir Sverrir sem segir fyrirtækið ætla að halda ótrautt áfram ef vel gengur og byggja fleiri íbúðir á þessum kjörum. Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. Það sé vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal enda sé markaðurinn erfiður ungu fólki. Félagið hefur ekki áhyggjur af því að lántakar sem þurfi að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé borgunarfólk, það borgi nú þegar meira í leigu. Byggingarfélagið Þak hóf á dögunum sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Íbúðirnar eru 29 til 47 fermetrar að stærð og söluverð þeirra á bilinu 15,9 til 23,9 milljónir króna sem fólki býðst að fjármagna með allt að 95% láni. Því þurfa kaupendur einungis að reiða fram um 5 prósent kaupverðsins. Útborgun fyrir minnstu íbúðirnar er 795 þúsund og afborgun á mánuði um 90 þúsund krónur fyrstu 7 árin. Að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir að greiðslubyrðin komi til með að lækka í um 50 þúsund krónur á mánuði. Fyrir stærri íbúðirnar sé útborgunin um 1150 þúsund krónur og um 140 þúsund krónur á mánuði fyrstu 7 árin, 80 þúsund eftir það. Sverrir Einar Eiríksson hjá Byggingarfélaginu Þaki segir fólk geta valið hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán sé að ræða en gengið sé út frá því að tekið sé 80% verðtryggt bankalán og það sem upp á vantar, 15%, sé óverðtryggt. Seljendalánið er til allt að sjö ára og ber 9,8% vexti. Sverrir Einar EiríkssonVísir/Anton BrinkRæður við þetta ef það ræður við leigu Sverrir segir félagið ekki óttast að fólk sem þarf að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé ekki borgunarfólk fyrir greiðslunum. „Ef fólk getur borgað leigu í dag þá getur það borgað þetta,“ segir Sverrir. Hann tekur sem dæmi að - „ef þú ert að leigja einhvers staðar er ekki óvenjulegt að þú þurfir að borga 200 þúsund krónur á mánuði og jafnvel þrjá mánuði, 600 þúsund, í tryggingu.“ Það sé umtalsvert minna en reiknað er með í dæmunum hér að ofan. Ef allt fari á versta veg yrði félagið bara að leysa til sín íbúðirnar aftur- „en við værum ekki að bjóða upp á þetta ef við hefðum ekki fulla trú á því að fasteignarverð muni hækka,“ bætir Sverrir við. Í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka er til að mynda gert ráð fyrir að húsnæðisverð muni hækka um 30% fram til ársloka 2019. Sverrir segir marga fulltrúa byggingafyrirtækja hafa hringt í hann að undanförnu sem segjast hafa í hyggju að koma upp sams konar kerfi. „Þannig að vonandi er þetta fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal. Það er svo hryllilega erfitt fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn og það er sárgrætilegt að vera fastur í leigu einhvers staðar. Geta þannig ekki með nokkru móti losnað án þess að slengja út hönd og fót til þess að kaupa sér eign. Þetta er ekki skemmtilegt," segir Sverrir sem segir fyrirtækið ætla að halda ótrautt áfram ef vel gengur og byggja fleiri íbúðir á þessum kjörum.
Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira