Heimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2017 15:15 Július Vífill Ingvarsson hefur alfarið hafnað ásökunum í erfðamálinu. Vísir/Vilhelm Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins.Héraðsdómur féllst á kröfu dánarbúsins en tveir af erfingjunum, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson, lögðust gegn því að slík könnun yrði framkvæmd. Var málinu því skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Líkt og Vísir greindi fá á síðasta ári ákvað skiptastjóri að dánarbúið skyldi fylgja á eftir könnun rannsóknarfyrirtækisins K2 Intelligence limited.Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/VilhelmEkki andvígir könnun en töldu hana of kostnaðarsama og tímafreka Í dómi héraðsdóms kemur fram að kostnaður við slíka framhaldsrannsókn næmi 35 þúsund pundum, um 5,6 milljónir króna miðað við þáverandi gengi. Umboðsmaður Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústar lýsti þá andvíga að slík könnun væri fram á skiptafundum áður en málið fór fyrir dóm. Fyrir dómi kröfðust Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst þess að ákvörðun skiptastjóra um að láta framkvæma slíka könnun yrði hnekkt. Þar kom fram að þeir lýstu sig ekki andvíga að könnunin væri fram. Töldu þeir þó að slík könnun yrði bæði tímafrek og kostnaðarsöm sem myndi tefja skiptalok. Efuðust þeir um að sú upphæð sem nefnd var í tengslum við könnunina gæti staðist og töldu ljóst að kostnaðurinn yrði margfalt hærri. Bentu þeir á að í samningsdrögum við K2 sem kynnt voru á slitafundi kæmi fram að sá kostnaður sem nefndur var væri aðeins upphafsgreiðsla vegna fyrsta áfanga rannsóknarinnar. Einsýnt væri að kostnaðurinn yrði mun hærri þegar uppi væri staðið. Þá töldu þeir eðlilegt að þeir erfingjar sem vildu láta framkvæma könnunina myndi sjálfir greiða fyrir slíka könnun enda hefðu þeir lýst sig reiðubúna til þess og var vitnað í frétt á vef Fréttatímans því til stuðnings. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði að skiptastjóri mætti hefja könnunina. Í dóminum kemur fram að málsmeðferð skiptastjóra hafi verið í samræmi við lög og vísaði til þess að könnunin hefði verið samþykkt á skiptafundi.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Panama-skjölin Tengdar fréttir Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37 Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils "Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ 19. maí 2016 21:46 Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins.Héraðsdómur féllst á kröfu dánarbúsins en tveir af erfingjunum, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson, lögðust gegn því að slík könnun yrði framkvæmd. Var málinu því skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Líkt og Vísir greindi fá á síðasta ári ákvað skiptastjóri að dánarbúið skyldi fylgja á eftir könnun rannsóknarfyrirtækisins K2 Intelligence limited.Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/VilhelmEkki andvígir könnun en töldu hana of kostnaðarsama og tímafreka Í dómi héraðsdóms kemur fram að kostnaður við slíka framhaldsrannsókn næmi 35 þúsund pundum, um 5,6 milljónir króna miðað við þáverandi gengi. Umboðsmaður Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústar lýsti þá andvíga að slík könnun væri fram á skiptafundum áður en málið fór fyrir dóm. Fyrir dómi kröfðust Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst þess að ákvörðun skiptastjóra um að láta framkvæma slíka könnun yrði hnekkt. Þar kom fram að þeir lýstu sig ekki andvíga að könnunin væri fram. Töldu þeir þó að slík könnun yrði bæði tímafrek og kostnaðarsöm sem myndi tefja skiptalok. Efuðust þeir um að sú upphæð sem nefnd var í tengslum við könnunina gæti staðist og töldu ljóst að kostnaðurinn yrði margfalt hærri. Bentu þeir á að í samningsdrögum við K2 sem kynnt voru á slitafundi kæmi fram að sá kostnaður sem nefndur var væri aðeins upphafsgreiðsla vegna fyrsta áfanga rannsóknarinnar. Einsýnt væri að kostnaðurinn yrði mun hærri þegar uppi væri staðið. Þá töldu þeir eðlilegt að þeir erfingjar sem vildu láta framkvæma könnunina myndi sjálfir greiða fyrir slíka könnun enda hefðu þeir lýst sig reiðubúna til þess og var vitnað í frétt á vef Fréttatímans því til stuðnings. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði að skiptastjóri mætti hefja könnunina. Í dóminum kemur fram að málsmeðferð skiptastjóra hafi verið í samræmi við lög og vísaði til þess að könnunin hefði verið samþykkt á skiptafundi.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37 Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils "Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ 19. maí 2016 21:46 Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37
Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils "Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ 19. maí 2016 21:46
Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09
Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00
Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57
Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02