Hörður fékk fjölmiðlaverðlaun KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2017 13:47 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, með Herði. Mynd/KSÍ Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá 365, fékk í dag fjömiðlaverðlaun Knattspyrnusambands Íslands. Í umsögn KSÍ segir að Hörður hafi um árabil flutt fréttir af knattspyrnu og lýst fjölda leikja í beinni útsendingu. Þá hefur hann undanfarin ár stýrt markaþætti deildarinnar, Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport, sem hefur skipað sér sess sem ómissandi hluti af umfjöllun fjölmiðla um íslenska knattspyrnu. „Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum,“ segir í tilkynningu KSÍ sem má lesa alla í heild sinni hér fyrir neðan. Sjónvarp Símans fékk einnig fjölmiðlaverðlaun frá KSÍ fyrir umfjöllun sína um úrslitakeppni EM í Frakklandi í sumar og þá fékk Tólfan jafnréttisverðlaun sambandsins.Mynd/KSÍMynd/KSÍ„Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Hörður Magnússon Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum. Hörður átti sjálfur glæsilegan feril á knattspyrnuvellinum en hann lék á sínum tíma með FH og Val en í 264 leikjum skoraði hann 143 mörk. Hörður lék einnig 9 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði þar eitt mark.Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Sjónvarp Símans Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans. Þorsteinn J. sá um vandaða þætti um mótið, sem flestir voru í beinni útsendingu, og enginn mun gleyma stórkostlegum lýsingum Guðmundar Benediktssonar frá leikjum Íslands á mótinu. Sjónvarp Símans tók þátt í EM-torginu en þar gátu allir sem vildu horft á leiki frá EM á risaskjá en svo miklar voru vinsældirnar að EM-torgið var fært í þrígang á Arnarhól til að allir gætu upplifað EM ævintýrið í Frakklandi.Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016Tólfan Stuðningssveitin Tólfan hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Tólfan er búin að festa sig í sessi sem ein af bestu stuðningssveitum heims en UEFA, FIFA og fleiri hafa tilnefnt Tólfuna til verðlauna fyrir magnaðan stuðning við landsliðin. Tólfan byrjaði sem fámennur félagsskapur sem hefur vaxið og dafnað og hefur nú innan sinna raða þúsundir stuðningsmanna. Tólfan mætir jafnt á leiki karla og kvennalandsliða og hefur magnaður stuðningur úr stúkunni skilað sér margfalt til leikmanna og á Tólfan stóran þátt í velgengni landsliðanna. “ Fjölmiðlar Íslenski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá 365, fékk í dag fjömiðlaverðlaun Knattspyrnusambands Íslands. Í umsögn KSÍ segir að Hörður hafi um árabil flutt fréttir af knattspyrnu og lýst fjölda leikja í beinni útsendingu. Þá hefur hann undanfarin ár stýrt markaþætti deildarinnar, Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport, sem hefur skipað sér sess sem ómissandi hluti af umfjöllun fjölmiðla um íslenska knattspyrnu. „Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum,“ segir í tilkynningu KSÍ sem má lesa alla í heild sinni hér fyrir neðan. Sjónvarp Símans fékk einnig fjölmiðlaverðlaun frá KSÍ fyrir umfjöllun sína um úrslitakeppni EM í Frakklandi í sumar og þá fékk Tólfan jafnréttisverðlaun sambandsins.Mynd/KSÍMynd/KSÍ„Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Hörður Magnússon Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum. Hörður átti sjálfur glæsilegan feril á knattspyrnuvellinum en hann lék á sínum tíma með FH og Val en í 264 leikjum skoraði hann 143 mörk. Hörður lék einnig 9 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði þar eitt mark.Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Sjónvarp Símans Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans. Þorsteinn J. sá um vandaða þætti um mótið, sem flestir voru í beinni útsendingu, og enginn mun gleyma stórkostlegum lýsingum Guðmundar Benediktssonar frá leikjum Íslands á mótinu. Sjónvarp Símans tók þátt í EM-torginu en þar gátu allir sem vildu horft á leiki frá EM á risaskjá en svo miklar voru vinsældirnar að EM-torgið var fært í þrígang á Arnarhól til að allir gætu upplifað EM ævintýrið í Frakklandi.Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016Tólfan Stuðningssveitin Tólfan hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Tólfan er búin að festa sig í sessi sem ein af bestu stuðningssveitum heims en UEFA, FIFA og fleiri hafa tilnefnt Tólfuna til verðlauna fyrir magnaðan stuðning við landsliðin. Tólfan byrjaði sem fámennur félagsskapur sem hefur vaxið og dafnað og hefur nú innan sinna raða þúsundir stuðningsmanna. Tólfan mætir jafnt á leiki karla og kvennalandsliða og hefur magnaður stuðningur úr stúkunni skilað sér margfalt til leikmanna og á Tólfan stóran þátt í velgengni landsliðanna. “
Fjölmiðlar Íslenski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira