Ábyrgðarstörf Magnús Guðmundsson skrifar 30. janúar 2017 07:00 Það hlýtur að vera erfitt að taka við nýju starfi án þess að njóta til þess trausts eða ánægju viðkomandi vinnuveitenda nema að litlu leyti. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar virðist einmitt hefja starfsferilinn við slíkar aðstæður, en tvær kannanir sem birtust í liðinni viku sýna að bæði ánægja kjósenda með nýja ríkisstjórn og stuðningur þeirra við hana er í sögulegu lágmarki. En hvað veldur? Líkast til er svarið einfaldlega í fyrsta lagi að forsendur ráðningarinnar virðast ekki vera í samræmi við það sem kjósendur voru að kalla eftir. Þar er nærtækast að horfa til kjósenda Bjartrar framtíðar sem virðast hafa talsvert aðra hugmynd um flokkinn, stefnumál hans og starfshætti en raun hefur enn orðið á. Og í öðru lagi að ríkisstjórnin virðist ekki vera að vinna að þeim verkum sem hún var ráðin til eins og til að mynda kröfu kjósenda um uppbyggingu á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Einnig eykur enn á vandræðagang nýrrar ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar að hún hefur starfsferilinn með drauga í farangrinum. Nú hefur nefnilega komið á daginn að bæði skýrsla um hina margfrægu leiðréttingu var sett á ís vel fram yfir kosningar rétt eins og skýrsla um aflandseignir Íslendinga og tap þjóðarinnar af þeim. Engar haldbærar skýringar hafa verið gefnar á þessum töfum og því erfitt annað en að horfa til þess að Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, hafi síður viljað fá málin til umfjöllunar í aðdraganda kosninga. Slíkt getur auðvitað ekki talist eðlilegir starfshættir í samfélagi þar sem kjósendur treysta á upplýsingar ákvörðunum sínum til grundvallar. Báðar eru þessar skýrslur því draugar sem samstarfsflokkarnir virðast hafa ákveðið að sætta sig við. Slíkt getur ekki verið kjósendum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til ánægju, enda lögðu báðir þessir flokkar mikið upp úr því í aðdraganda kosninga að brýn þörf væri á breyttum og bættum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum. Að starfa í sátt við slíkan feluleik og sérhagsmunagæslu er auðvitað í hrópandi ósamræmi við slíkar yfirlýsingar og lofar ekki góðu. Ríkisstjórnin er enn aðeins á sínum fyrstu starfsdögum og hún hefur því tækifæri til þess að snúa þessari þróun við og öðlast traust kjósenda. Það er nefnilega mikilvægt í lýðræðisríki að ríkisstjórnir starfi í sátt við kjósendur en ekki í óþökk þeirra og óánægju ef samfélagið á að ganga vel fyrir sig. En það þarf að gerast með því að fyrst og fremst ríkisstjórnin og meðlimir meirihlutans bæti vinnubrögð sín fremur en að þau kalli eftir slíku úr ranni stjórnarandstöðunnar vegna þess að þeirra er meirihlutavaldið og þar af leiðandi ábyrgðin. Ábyrgðin á því að endurreisa heilbrigðiskerfið eins og kallað var eftir. Ábyrgðin á því að bæta húsnæðiskerfið. Ábyrgðin á því að bæta samfélagið efnahagslega og félagslega og þannig mætti lengi telja. Og síðast en ekki síst ábyrgðin á því að byggja hér upp opið, upplýst og sanngjarnt samfélag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Það hlýtur að vera erfitt að taka við nýju starfi án þess að njóta til þess trausts eða ánægju viðkomandi vinnuveitenda nema að litlu leyti. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar virðist einmitt hefja starfsferilinn við slíkar aðstæður, en tvær kannanir sem birtust í liðinni viku sýna að bæði ánægja kjósenda með nýja ríkisstjórn og stuðningur þeirra við hana er í sögulegu lágmarki. En hvað veldur? Líkast til er svarið einfaldlega í fyrsta lagi að forsendur ráðningarinnar virðast ekki vera í samræmi við það sem kjósendur voru að kalla eftir. Þar er nærtækast að horfa til kjósenda Bjartrar framtíðar sem virðast hafa talsvert aðra hugmynd um flokkinn, stefnumál hans og starfshætti en raun hefur enn orðið á. Og í öðru lagi að ríkisstjórnin virðist ekki vera að vinna að þeim verkum sem hún var ráðin til eins og til að mynda kröfu kjósenda um uppbyggingu á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Einnig eykur enn á vandræðagang nýrrar ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar að hún hefur starfsferilinn með drauga í farangrinum. Nú hefur nefnilega komið á daginn að bæði skýrsla um hina margfrægu leiðréttingu var sett á ís vel fram yfir kosningar rétt eins og skýrsla um aflandseignir Íslendinga og tap þjóðarinnar af þeim. Engar haldbærar skýringar hafa verið gefnar á þessum töfum og því erfitt annað en að horfa til þess að Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, hafi síður viljað fá málin til umfjöllunar í aðdraganda kosninga. Slíkt getur auðvitað ekki talist eðlilegir starfshættir í samfélagi þar sem kjósendur treysta á upplýsingar ákvörðunum sínum til grundvallar. Báðar eru þessar skýrslur því draugar sem samstarfsflokkarnir virðast hafa ákveðið að sætta sig við. Slíkt getur ekki verið kjósendum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til ánægju, enda lögðu báðir þessir flokkar mikið upp úr því í aðdraganda kosninga að brýn þörf væri á breyttum og bættum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum. Að starfa í sátt við slíkan feluleik og sérhagsmunagæslu er auðvitað í hrópandi ósamræmi við slíkar yfirlýsingar og lofar ekki góðu. Ríkisstjórnin er enn aðeins á sínum fyrstu starfsdögum og hún hefur því tækifæri til þess að snúa þessari þróun við og öðlast traust kjósenda. Það er nefnilega mikilvægt í lýðræðisríki að ríkisstjórnir starfi í sátt við kjósendur en ekki í óþökk þeirra og óánægju ef samfélagið á að ganga vel fyrir sig. En það þarf að gerast með því að fyrst og fremst ríkisstjórnin og meðlimir meirihlutans bæti vinnubrögð sín fremur en að þau kalli eftir slíku úr ranni stjórnarandstöðunnar vegna þess að þeirra er meirihlutavaldið og þar af leiðandi ábyrgðin. Ábyrgðin á því að endurreisa heilbrigðiskerfið eins og kallað var eftir. Ábyrgðin á því að bæta húsnæðiskerfið. Ábyrgðin á því að bæta samfélagið efnahagslega og félagslega og þannig mætti lengi telja. Og síðast en ekki síst ábyrgðin á því að byggja hér upp opið, upplýst og sanngjarnt samfélag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. janúar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun