Hólmfríður ristarbrotin og EM í hættu: „Þetta er mikill skellur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2017 13:00 Hólmfríður Magnúsdóttir gæti misst af EM í sumar. vísir/anton brink Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, er fótbrotin og verður því frá keppni næstu mánuði. Óvíst er hversu lengi hún verður frá en hún gæti misst af Evrópumótinu í Hollandi í júlí. „Ég var bara að koma úr myndatöku. Ég er búin að vera með álagsverki í ristinni í svolítinn tíma og svo á laugardaginn small eitthvað. Það sem kom út úr myndatökunni er að það er brot og ég fer í aðgerð á fimmtudaginn. Það þarf að skrúfa þetta,“ segir Hólmfríður við Vísi. Hólmfríður segist hafa fundið fyrir meiðslunum síðustu tvær vikurnar á æfingum hjá norska liðinu Avaldsnes. Hún fór í myndatöku í byrjun janúar þar sem kom í ljós að um álagsmeiðsli var að ræða. „Ég vissi um leið og þetta small á laugardaginn að þetta var brot,“ segir Hólmfríður. Læknirinn gaf henni þrjá möguleika; að prófa að keyra á þetta og vera skynsöm, að hvíla eða fara í aðgerð. „Ég valdi möguleika eitt en nú þarf ég að velja möguleika þrjú,“ segir Hólmfríður og vísar til aðgerðarinnar, en hversu lengi er talið að hún verði frá? „Ég verð allavega sex vikur í gifsi og svo sex vikur að koma mér af stað þannig ég veit ekki alveg. Þetta verða nokkrir mánuðir þar sem það þarf að skrúfa þetta.“ Hólmfríður er í 100 leikja klúbbnum hjá Íslandi en hún á að baki 110 landsleiki og 37 mörk. Hún spilaði alla þrjá leiki Íslands á EM 2009 og alla þrjá leikina í riðlinum á EM 2013 en var í leikbanni í átta liða úrslitunum. Hún hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands í áratug og lykilmaður í íslenska liðinu. Hún er komin aftur heim til Íslands en Hólmfríður samdi við uppeldisfélag sitt KR síðasta haust. Ljóst er að hún verður ekki klár þegar Pepsi-deild kvenna fer af stað í lok apríl. „Auðvitað hugsaði ég strax um EM þegar þetta gerðist. Mér var búið að ganga svo vel þrátt fyrir álagsmeiðslin að ég var búin að fá grænt ljós á að spila 60 mínútur í næsta leik í Reykjavíkurmótinu. Ég var farin að hlakka til að spila fyrir KR aftur,“ segir Hólmfríður sem tekst nú á við mikið og erfitt verkefni til að vera klár fyrir KR og Ísland í sumar. „Þetta er bara verkefni sem ég þarf að klára og er mikil áskorun fyrir mig. Ég mun taka á þessu og fæ fullan stuðning úr öllum áttum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir. EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, er fótbrotin og verður því frá keppni næstu mánuði. Óvíst er hversu lengi hún verður frá en hún gæti misst af Evrópumótinu í Hollandi í júlí. „Ég var bara að koma úr myndatöku. Ég er búin að vera með álagsverki í ristinni í svolítinn tíma og svo á laugardaginn small eitthvað. Það sem kom út úr myndatökunni er að það er brot og ég fer í aðgerð á fimmtudaginn. Það þarf að skrúfa þetta,“ segir Hólmfríður við Vísi. Hólmfríður segist hafa fundið fyrir meiðslunum síðustu tvær vikurnar á æfingum hjá norska liðinu Avaldsnes. Hún fór í myndatöku í byrjun janúar þar sem kom í ljós að um álagsmeiðsli var að ræða. „Ég vissi um leið og þetta small á laugardaginn að þetta var brot,“ segir Hólmfríður. Læknirinn gaf henni þrjá möguleika; að prófa að keyra á þetta og vera skynsöm, að hvíla eða fara í aðgerð. „Ég valdi möguleika eitt en nú þarf ég að velja möguleika þrjú,“ segir Hólmfríður og vísar til aðgerðarinnar, en hversu lengi er talið að hún verði frá? „Ég verð allavega sex vikur í gifsi og svo sex vikur að koma mér af stað þannig ég veit ekki alveg. Þetta verða nokkrir mánuðir þar sem það þarf að skrúfa þetta.“ Hólmfríður er í 100 leikja klúbbnum hjá Íslandi en hún á að baki 110 landsleiki og 37 mörk. Hún spilaði alla þrjá leiki Íslands á EM 2009 og alla þrjá leikina í riðlinum á EM 2013 en var í leikbanni í átta liða úrslitunum. Hún hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands í áratug og lykilmaður í íslenska liðinu. Hún er komin aftur heim til Íslands en Hólmfríður samdi við uppeldisfélag sitt KR síðasta haust. Ljóst er að hún verður ekki klár þegar Pepsi-deild kvenna fer af stað í lok apríl. „Auðvitað hugsaði ég strax um EM þegar þetta gerðist. Mér var búið að ganga svo vel þrátt fyrir álagsmeiðslin að ég var búin að fá grænt ljós á að spila 60 mínútur í næsta leik í Reykjavíkurmótinu. Ég var farin að hlakka til að spila fyrir KR aftur,“ segir Hólmfríður sem tekst nú á við mikið og erfitt verkefni til að vera klár fyrir KR og Ísland í sumar. „Þetta er bara verkefni sem ég þarf að klára og er mikil áskorun fyrir mig. Ég mun taka á þessu og fæ fullan stuðning úr öllum áttum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira