Handbolti

Tímabilið búið hjá Huldu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hulda reynir skot að marki í leik gegn Haukum fyrr í vetur.
Hulda reynir skot að marki í leik gegn Haukum fyrr í vetur. vísir/anton
Hulda Dagsdóttir, leikmaður toppliðs Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, er með slitin krossbönd í hné og leikur ekki meira með liðinu í vetur.

Hulda meiddist á æfingu í síðustu viku og nánari skoðun leiddi í ljós að krossböndin voru slitin, að því er fram kemur á heimasíðu Fram.

Búist er við því að Hulda verði frá í 6-8 mánuði vegna meiðslanna.

Þetta er áfall fyrir Fram en án Huldu er breiddin fyrir utan hjá liðinu ekki mikil. Hulda hefur skorað 17 mörk í 10 deildarleikjum í vetur.

Fram er með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur Fram er gegn ÍBV í Eyjum á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×