Handbolti

Íslendingarnir rólegir og Kristianstad mistókst að komast á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Vísir/EPA
Kristianstad tókst ekki að endurheimta toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld þegar liðið tapaði á móti liðinu í ellefta sæti.

Kristianstad tapaði þá með sex marka mun á útivelli á móti HK Aranäs,35-29. Kristianstad var einu marki yfir í hálfleik, 17-16.

Gunnar Steinn Jónsson var markahæstu íslensku leikmannanna með þrjú mörk en þeir Ólafur Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu eitt mark hvor.

Gunnar Steinn nýtti öll þrjú skotin sín og var með eina stoðsendingu að auki. Ólafur skoraði eitt mark úr fimm skotum en átti þrjár stoðsendingar. Arnar Freyr skoraði úr öðru skota sinna.

Það er óhætt að segja að Kristianstad byrji afar illa eftir HM-fríð en þetta var fyrsti leikir liðsins frá því í lok desember.

Kristianstad er því áfram einu stigi á eftir toppliði Alingsås HK en Kristianstad átti þennan leik inni í kvöld.

HK Aranäs var aðeins búið að vinna 4 af 19 leikjum sínum fyrir leikinn og tapaði með fimmtán mörkum fyrir Kristianstad í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×