Undirbúa eina umfangsmestu leit síðari ára Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 12:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í umfangsmikla leit að Birnu Brjánsdóttur sem gert er ráð fyrir að hefjist á morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða eina stærstu leit sem fram hefur farið hér á landi í áraraðir. „Í dag erum við með fólk tilbúið til að bregðast við nýjum ábendingum ef þær koma en aðalverkefni dagsins er að skipuleggja umfangsmikla leit á suðvesturhorninu sem verður í gangi um helgina,“ segir Ásgeir í samtali vð Vísi. Hann segir jafnframt að Landhelgisgæslan hafi boðið lögreglu að nýta æfingaflug sem fer fram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun því leita eftir hádegi á Reykjanesi. „Við sem erum í aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu höfum óskað eftir því að allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu leggi til mannskap. Sú beiðni er nýfarin þannig að við erum ekki komin með neinn endanlegan fjölda ennþá. En það má búast við að það verði jafnvel einhver hundruð leitarmanna sem fara út á morgun, ef heimtur eru góðar,“ segir Ásgeir.Leitað í nær öll leitarúrræði á landinu Áhersla verður lögð á Suðvesturhornið og segir Ásgeir að nú sé verið að víkka út leitarsvæðið, en áður hefur áhersla verið lögð á miðbæ Reykjavíkur, Hafnarfjarðarhöfn og á Strandarheiði. „Við erum að leita í flest ef ekki öll leitarúrræði á landinu. Þetta er landleit sem við erum að leggja áherslu á á morgun og um helgina. Það eru hundar, fjórhjól, bílar og göngufólk. Þau leitar úrræði sem við höfum aðgang að. Mögulega þyrla og annað slíkt. Flygildin líka. Þetta er talsvert, þetta er örugglega stærsta leit sem hefur farið fram í áraraðir.“ Í dag verður leitin skipulögð í húsnæði Landsbjargar í Skógarhlíð. „Dagurinn í dag er bara skipulagsdagur. Við erum að vonast eftir því að fá marga leitarmenn þá ætlum við að reyna að hafa skipulagið gott. Það er fjöldi manna sem eru núna uppi í Skógarhlíð að teikna upp leitarsvæðið og úthluta verkefnum fyrir morgundaginn.“Vona að snjóleysi hjálpi Töluverður snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga en nú hefur hlýnað í veðri og snjórinn hefur minnkað. Ásgeir segist vona að það hjálpi til við leitina. „Vonandi hjálpar það til vegna þess að það var ekki snjór í höfuðborginni á laugardagsmorguninn síðasta þannig að það mun vonandi hjálpa til.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að ökumenn bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði fari yfir myndefnið í þeirri von að það gagnist við leit að Birnu. Einvörðungu er átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. Janúar milli 7 og 11:30 og sýnir rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð).Uppfært 17:30Rætt var við Þorstein G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Þorstein í spilaranum hér fyrir ofan. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í umfangsmikla leit að Birnu Brjánsdóttur sem gert er ráð fyrir að hefjist á morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða eina stærstu leit sem fram hefur farið hér á landi í áraraðir. „Í dag erum við með fólk tilbúið til að bregðast við nýjum ábendingum ef þær koma en aðalverkefni dagsins er að skipuleggja umfangsmikla leit á suðvesturhorninu sem verður í gangi um helgina,“ segir Ásgeir í samtali vð Vísi. Hann segir jafnframt að Landhelgisgæslan hafi boðið lögreglu að nýta æfingaflug sem fer fram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun því leita eftir hádegi á Reykjanesi. „Við sem erum í aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu höfum óskað eftir því að allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu leggi til mannskap. Sú beiðni er nýfarin þannig að við erum ekki komin með neinn endanlegan fjölda ennþá. En það má búast við að það verði jafnvel einhver hundruð leitarmanna sem fara út á morgun, ef heimtur eru góðar,“ segir Ásgeir.Leitað í nær öll leitarúrræði á landinu Áhersla verður lögð á Suðvesturhornið og segir Ásgeir að nú sé verið að víkka út leitarsvæðið, en áður hefur áhersla verið lögð á miðbæ Reykjavíkur, Hafnarfjarðarhöfn og á Strandarheiði. „Við erum að leita í flest ef ekki öll leitarúrræði á landinu. Þetta er landleit sem við erum að leggja áherslu á á morgun og um helgina. Það eru hundar, fjórhjól, bílar og göngufólk. Þau leitar úrræði sem við höfum aðgang að. Mögulega þyrla og annað slíkt. Flygildin líka. Þetta er talsvert, þetta er örugglega stærsta leit sem hefur farið fram í áraraðir.“ Í dag verður leitin skipulögð í húsnæði Landsbjargar í Skógarhlíð. „Dagurinn í dag er bara skipulagsdagur. Við erum að vonast eftir því að fá marga leitarmenn þá ætlum við að reyna að hafa skipulagið gott. Það er fjöldi manna sem eru núna uppi í Skógarhlíð að teikna upp leitarsvæðið og úthluta verkefnum fyrir morgundaginn.“Vona að snjóleysi hjálpi Töluverður snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga en nú hefur hlýnað í veðri og snjórinn hefur minnkað. Ásgeir segist vona að það hjálpi til við leitina. „Vonandi hjálpar það til vegna þess að það var ekki snjór í höfuðborginni á laugardagsmorguninn síðasta þannig að það mun vonandi hjálpa til.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að ökumenn bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði fari yfir myndefnið í þeirri von að það gagnist við leit að Birnu. Einvörðungu er átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. Janúar milli 7 og 11:30 og sýnir rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð).Uppfært 17:30Rætt var við Þorstein G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Þorstein í spilaranum hér fyrir ofan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“