Undirbúa eina umfangsmestu leit síðari ára Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 12:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í umfangsmikla leit að Birnu Brjánsdóttur sem gert er ráð fyrir að hefjist á morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða eina stærstu leit sem fram hefur farið hér á landi í áraraðir. „Í dag erum við með fólk tilbúið til að bregðast við nýjum ábendingum ef þær koma en aðalverkefni dagsins er að skipuleggja umfangsmikla leit á suðvesturhorninu sem verður í gangi um helgina,“ segir Ásgeir í samtali vð Vísi. Hann segir jafnframt að Landhelgisgæslan hafi boðið lögreglu að nýta æfingaflug sem fer fram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun því leita eftir hádegi á Reykjanesi. „Við sem erum í aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu höfum óskað eftir því að allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu leggi til mannskap. Sú beiðni er nýfarin þannig að við erum ekki komin með neinn endanlegan fjölda ennþá. En það má búast við að það verði jafnvel einhver hundruð leitarmanna sem fara út á morgun, ef heimtur eru góðar,“ segir Ásgeir.Leitað í nær öll leitarúrræði á landinu Áhersla verður lögð á Suðvesturhornið og segir Ásgeir að nú sé verið að víkka út leitarsvæðið, en áður hefur áhersla verið lögð á miðbæ Reykjavíkur, Hafnarfjarðarhöfn og á Strandarheiði. „Við erum að leita í flest ef ekki öll leitarúrræði á landinu. Þetta er landleit sem við erum að leggja áherslu á á morgun og um helgina. Það eru hundar, fjórhjól, bílar og göngufólk. Þau leitar úrræði sem við höfum aðgang að. Mögulega þyrla og annað slíkt. Flygildin líka. Þetta er talsvert, þetta er örugglega stærsta leit sem hefur farið fram í áraraðir.“ Í dag verður leitin skipulögð í húsnæði Landsbjargar í Skógarhlíð. „Dagurinn í dag er bara skipulagsdagur. Við erum að vonast eftir því að fá marga leitarmenn þá ætlum við að reyna að hafa skipulagið gott. Það er fjöldi manna sem eru núna uppi í Skógarhlíð að teikna upp leitarsvæðið og úthluta verkefnum fyrir morgundaginn.“Vona að snjóleysi hjálpi Töluverður snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga en nú hefur hlýnað í veðri og snjórinn hefur minnkað. Ásgeir segist vona að það hjálpi til við leitina. „Vonandi hjálpar það til vegna þess að það var ekki snjór í höfuðborginni á laugardagsmorguninn síðasta þannig að það mun vonandi hjálpa til.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að ökumenn bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði fari yfir myndefnið í þeirri von að það gagnist við leit að Birnu. Einvörðungu er átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. Janúar milli 7 og 11:30 og sýnir rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð).Uppfært 17:30Rætt var við Þorstein G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Þorstein í spilaranum hér fyrir ofan. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í umfangsmikla leit að Birnu Brjánsdóttur sem gert er ráð fyrir að hefjist á morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða eina stærstu leit sem fram hefur farið hér á landi í áraraðir. „Í dag erum við með fólk tilbúið til að bregðast við nýjum ábendingum ef þær koma en aðalverkefni dagsins er að skipuleggja umfangsmikla leit á suðvesturhorninu sem verður í gangi um helgina,“ segir Ásgeir í samtali vð Vísi. Hann segir jafnframt að Landhelgisgæslan hafi boðið lögreglu að nýta æfingaflug sem fer fram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun því leita eftir hádegi á Reykjanesi. „Við sem erum í aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu höfum óskað eftir því að allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu leggi til mannskap. Sú beiðni er nýfarin þannig að við erum ekki komin með neinn endanlegan fjölda ennþá. En það má búast við að það verði jafnvel einhver hundruð leitarmanna sem fara út á morgun, ef heimtur eru góðar,“ segir Ásgeir.Leitað í nær öll leitarúrræði á landinu Áhersla verður lögð á Suðvesturhornið og segir Ásgeir að nú sé verið að víkka út leitarsvæðið, en áður hefur áhersla verið lögð á miðbæ Reykjavíkur, Hafnarfjarðarhöfn og á Strandarheiði. „Við erum að leita í flest ef ekki öll leitarúrræði á landinu. Þetta er landleit sem við erum að leggja áherslu á á morgun og um helgina. Það eru hundar, fjórhjól, bílar og göngufólk. Þau leitar úrræði sem við höfum aðgang að. Mögulega þyrla og annað slíkt. Flygildin líka. Þetta er talsvert, þetta er örugglega stærsta leit sem hefur farið fram í áraraðir.“ Í dag verður leitin skipulögð í húsnæði Landsbjargar í Skógarhlíð. „Dagurinn í dag er bara skipulagsdagur. Við erum að vonast eftir því að fá marga leitarmenn þá ætlum við að reyna að hafa skipulagið gott. Það er fjöldi manna sem eru núna uppi í Skógarhlíð að teikna upp leitarsvæðið og úthluta verkefnum fyrir morgundaginn.“Vona að snjóleysi hjálpi Töluverður snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga en nú hefur hlýnað í veðri og snjórinn hefur minnkað. Ásgeir segist vona að það hjálpi til við leitina. „Vonandi hjálpar það til vegna þess að það var ekki snjór í höfuðborginni á laugardagsmorguninn síðasta þannig að það mun vonandi hjálpa til.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að ökumenn bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði fari yfir myndefnið í þeirri von að það gagnist við leit að Birnu. Einvörðungu er átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. Janúar milli 7 og 11:30 og sýnir rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð).Uppfært 17:30Rætt var við Þorstein G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Þorstein í spilaranum hér fyrir ofan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45