Asíski draumurinn hafinn: „Átján prósent líkur á því að ég komi lifandi heim“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2017 10:30 Strákarnir í höfuðstöðvum Dohop á föstudaginn ásamt Jóhanni Þórssyni, markaðsstjóra Dohop. vísir/eyþór Tökur á nýrri seríu sem mun bera nafnið Asíski draumurinn hófust í gær. Þar munu koma fram Auðunn Blöndan, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon líkt og í síðustu þáttaröð. Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012. „Vonandi sleppur þetta. Það eru svona átján prósent líkur á því að ég komi lifandi heim,“ segir Steindi Jr. „Þetta leggst alveg hrikalega vel í okkur. Við erum búnir að undirbúa okkur vel en vissulega eru alltaf einhverjir óvissuþættir, en það er nú fallega við þetta allt saman. Að sjálfsögðu er stefnan sett á að vinna keppnina en eins og þið vitið þá er Auðunn Blöndal með mér í liði og við erum báðir með mikið keppnisskap.“ Hann segir að þegar þessi lið mættust í Evrópska draumnum þá hafi þeir tapað á svindli. „Að okkar mati. Við erum hungraðir og brjálaðir, þetta verður eins og að stela nammi af barni. Sem er reyndar í stigareglunum, án gríns, veit ekkert hvernig það komast þarna inn.“ Steindi segist vera mjög stressaður fyrir þessu ferðalagi. „Ég er stressaður fyrir eins og til dæmis bara hugmyndin að fara fíflast í fólki í landi sem ég vissi varla að væri til. Það er eitthvað sem ég bjóst ekki við að gera þegar ég kom inn í þennan heim. Svo veit ég ekki alveg hvernig stemningin er þarna í Asíu, þetta er auðvitað allt annar menningarheimur,“ segir Steindi og er hræddur við að þurfa að borða djúpsteiktar tarantúlur eða boxa við kengúrur. Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni. Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið. Þar fóru þeir félagar meðal annars í fallhlífarstökk. Ljóst er að þeir félagar munu ganga langt í að toppa sig í ferðalaginu um Asíu en áhugavert verður að sjá hvaða þrautir þeir munu taka að sér að leysa. Drengirnir mættu allir í höfuðstöðvar DOHOP á föstudaginn og sóttu flugmiðana sína. Þeir héldu síðan út til Asíu í gær. Hér í London skilja leiðir. Let the games BEIJING! #Asískidraumurinn A photo posted by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jan 23, 2017 at 11:08am PST Asíski draumurinn Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Tökur á nýrri seríu sem mun bera nafnið Asíski draumurinn hófust í gær. Þar munu koma fram Auðunn Blöndan, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon líkt og í síðustu þáttaröð. Asíski draumurinn verður framhald af Evrópska draumnum sem og Ameríska draumnum en þeir þættir voru sýndir á Stöð 2 á árunum 2010 og 2012. „Vonandi sleppur þetta. Það eru svona átján prósent líkur á því að ég komi lifandi heim,“ segir Steindi Jr. „Þetta leggst alveg hrikalega vel í okkur. Við erum búnir að undirbúa okkur vel en vissulega eru alltaf einhverjir óvissuþættir, en það er nú fallega við þetta allt saman. Að sjálfsögðu er stefnan sett á að vinna keppnina en eins og þið vitið þá er Auðunn Blöndal með mér í liði og við erum báðir með mikið keppnisskap.“ Hann segir að þegar þessi lið mættust í Evrópska draumnum þá hafi þeir tapað á svindli. „Að okkar mati. Við erum hungraðir og brjálaðir, þetta verður eins og að stela nammi af barni. Sem er reyndar í stigareglunum, án gríns, veit ekkert hvernig það komast þarna inn.“ Steindi segist vera mjög stressaður fyrir þessu ferðalagi. „Ég er stressaður fyrir eins og til dæmis bara hugmyndin að fara fíflast í fólki í landi sem ég vissi varla að væri til. Það er eitthvað sem ég bjóst ekki við að gera þegar ég kom inn í þennan heim. Svo veit ég ekki alveg hvernig stemningin er þarna í Asíu, þetta er auðvitað allt annar menningarheimur,“ segir Steindi og er hræddur við að þurfa að borða djúpsteiktar tarantúlur eða boxa við kengúrur. Í Ameríska draumnum ferðuðust Auðunn Blöndal og Egill Gillz saman í liði ásamt Sveppa og Villa sem voru í hinu liðinu um Bandaríkin þar sem þeir leystu ýmsar skemmtilegar þrautir líkt og að láta löggu hlæja og að hafa saurlát á ógeðslegu almenningssalerni. Í Evrópska draumnum tók Steindi svo við keflinu og ferðaðist um með Audda en Pétur Jóhann tók við keflinu í liði Sveppa og saman ferðuðust þeir félagar um Evrópu í sama tilgangi, að leysa þrautir og fá fleiri stig en hitt liðið. Þar fóru þeir félagar meðal annars í fallhlífarstökk. Ljóst er að þeir félagar munu ganga langt í að toppa sig í ferðalaginu um Asíu en áhugavert verður að sjá hvaða þrautir þeir munu taka að sér að leysa. Drengirnir mættu allir í höfuðstöðvar DOHOP á föstudaginn og sóttu flugmiðana sína. Þeir héldu síðan út til Asíu í gær. Hér í London skilja leiðir. Let the games BEIJING! #Asískidraumurinn A photo posted by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jan 23, 2017 at 11:08am PST
Asíski draumurinn Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira