Óli Björn segir Bjarna Ben hafa sýnt af sér klaufaskap Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2017 19:04 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið klaufaskapur hjá Bjarna Benediktssyni að birta ekki skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fyrir kosningar. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna voru meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Þar voru þau meðal annars spurð út í skoðun þeirra á því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafnaði boði efnahags og viðskiptanefndar Alþingis um að mæta á fund nefndarinnar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum en Óli Björn er varaformaður nefndarinnar.Var það rétt ákvörðun að þínu mati hjá Bjarna að mæta ekki?„Já, já það þjónaði engum tilgangi að fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra hefði mætt á þann fund. Það hefði ekki skilað neinu,“ sagði Óli Björn.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánSkýrslan um aflandsfélögin var tilbúin all nokkru fyrir kosningar en Bjarni gerði hana ekki opinbera fyrr en nokkru eftir kosningar. Óli Björn sagði Bjarna væri búinn að svara fyrir málið í fjölmiðlum og þingmenn gætu rætt við forsætisráðherra á Alþingi.En hvað finnst þér um það að hann hafi ekki skilað þessari skýrslu?„Ég held að það hafi verið fremur klaufaskapur að gera það. En það er nú ekki í fyrsta skipti sem starfshópar skila skýrslum.“Ég á við að hún skyldi ekki hafa verið gerð opinber strax strax?„Ég skil hvað þú átt við, ég er að segja það,“ sagði Óli Björn. Rósa Björk segir óklókt hjá forsætisráðherra að mæta ekki fyrir þingnefndina. „Þetta bætist við það að skýrslan, hann ákvað að leyna henni fram yfir kosningar. Sem er líka í besta falli óklókt og þegar verið er að tala um klaufaskap; þetta hefur ekkert með klaufaskap að gera. Þetta var í raun og veru gjörð Bjarna Benediktssonar til að leyna almenning upplýsingum,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Víglínuna í heild sinni má sjá hér að ofan. Alþingi Víglínan Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið klaufaskapur hjá Bjarna Benediktssyni að birta ekki skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fyrir kosningar. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna voru meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Þar voru þau meðal annars spurð út í skoðun þeirra á því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafnaði boði efnahags og viðskiptanefndar Alþingis um að mæta á fund nefndarinnar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum en Óli Björn er varaformaður nefndarinnar.Var það rétt ákvörðun að þínu mati hjá Bjarna að mæta ekki?„Já, já það þjónaði engum tilgangi að fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra hefði mætt á þann fund. Það hefði ekki skilað neinu,“ sagði Óli Björn.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánSkýrslan um aflandsfélögin var tilbúin all nokkru fyrir kosningar en Bjarni gerði hana ekki opinbera fyrr en nokkru eftir kosningar. Óli Björn sagði Bjarna væri búinn að svara fyrir málið í fjölmiðlum og þingmenn gætu rætt við forsætisráðherra á Alþingi.En hvað finnst þér um það að hann hafi ekki skilað þessari skýrslu?„Ég held að það hafi verið fremur klaufaskapur að gera það. En það er nú ekki í fyrsta skipti sem starfshópar skila skýrslum.“Ég á við að hún skyldi ekki hafa verið gerð opinber strax strax?„Ég skil hvað þú átt við, ég er að segja það,“ sagði Óli Björn. Rósa Björk segir óklókt hjá forsætisráðherra að mæta ekki fyrir þingnefndina. „Þetta bætist við það að skýrslan, hann ákvað að leyna henni fram yfir kosningar. Sem er líka í besta falli óklókt og þegar verið er að tala um klaufaskap; þetta hefur ekkert með klaufaskap að gera. Þetta var í raun og veru gjörð Bjarna Benediktssonar til að leyna almenning upplýsingum,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Víglínuna í heild sinni má sjá hér að ofan.
Alþingi Víglínan Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira