Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 19:20 Nokkrar leiðir eru að Selvogsvita en talið er að lík Birnu hafi fundist í fjörunni við vitann í dag. vísir/loftmyndir/garðar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu.Sjá einnig: Blaðamannafundur lögreglunnar í dag í heild sinni Maðurinn er annar tveggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu en hennar hafði verið saknað síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Líkið fannst í fjörunni við Selvogsvita og segir Grímur að staðurinn passi við þann kílómetrafjölda sem lögreglan hafði reiknað út varðandi það hversu langt bílnum hefur verið ekið. „Þetta er ekki fjarri lagi því sem við vorum að reikna út og þess vegna var til dæmis þessi staður alveg inn í leitarskipulaginu í dag,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Aðspurður um hvaða leiðir mennirnir gætu hafa farið að vitanum segir Grímur að í stórum dráttum séu bara tvær leiðir að vitanum og það sé efitr Suðurstrandarvegi úr hvorri áttinni en eins og sjá má á kortinu hér að ofan er hægt að koma að vitanum að austanverðu og svo í gegnum Grindavík eða Krísuvík að vestanverðu. Aðspurður hvort lögreglan hafi eitthvað myndefni undir höndum sem sýni rauðan Kia Rio-bíl á þessu svæði segir Grímur að lögreglan leiti nú myndefnis frá þeim slóðum þar sem Birna fannst. Hann bendir þó á að hafa verði í huga að mennirnir gætu hafa sett hana í sjóinn annars staðar en akkúrat á þessum stað. Greint var frá því fyrr í dag að blóð sem fannst í bílnum sé úr Birnu. Það styrkir grunsemdir lögreglu um að skipverjarnir beri ábyrgð á dauða hennar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir 300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37 Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu.Sjá einnig: Blaðamannafundur lögreglunnar í dag í heild sinni Maðurinn er annar tveggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu en hennar hafði verið saknað síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Líkið fannst í fjörunni við Selvogsvita og segir Grímur að staðurinn passi við þann kílómetrafjölda sem lögreglan hafði reiknað út varðandi það hversu langt bílnum hefur verið ekið. „Þetta er ekki fjarri lagi því sem við vorum að reikna út og þess vegna var til dæmis þessi staður alveg inn í leitarskipulaginu í dag,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Aðspurður um hvaða leiðir mennirnir gætu hafa farið að vitanum segir Grímur að í stórum dráttum séu bara tvær leiðir að vitanum og það sé efitr Suðurstrandarvegi úr hvorri áttinni en eins og sjá má á kortinu hér að ofan er hægt að koma að vitanum að austanverðu og svo í gegnum Grindavík eða Krísuvík að vestanverðu. Aðspurður hvort lögreglan hafi eitthvað myndefni undir höndum sem sýni rauðan Kia Rio-bíl á þessu svæði segir Grímur að lögreglan leiti nú myndefnis frá þeim slóðum þar sem Birna fannst. Hann bendir þó á að hafa verði í huga að mennirnir gætu hafa sett hana í sjóinn annars staðar en akkúrat á þessum stað. Greint var frá því fyrr í dag að blóð sem fannst í bílnum sé úr Birnu. Það styrkir grunsemdir lögreglu um að skipverjarnir beri ábyrgð á dauða hennar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir 300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37 Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37
Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45