Íslendingar eru harmir slegnir eftir að lík Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem saknað hafði verið síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, fannst eftir hádegi í gær í fjörunni við Selvogsvita. Það var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fann líkið um klukkan 13 um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan var í sínu fyrsta eftirlitsflugi eftir strandlengjunni á suðvesturhorninu. Íslendingar hafa staðið þétt saman undanfarna viku og hefur gríðarlega mikill samhugur einkennt samfélagið. Mörg hundruð björgunarsveitarmenn leituðu að Birnu um helgina, og bar leitin að lokum árangur en hún fannst á skilgreindu leitarsvæði. Í gær bárust svo tíðindin sem flestir voru farnir að óttast og var áfallið mikið. Margir sendu fjölskyldu og vinum Birnu samúðarkveðjur og mátti sjá margar myndir með kertum á Facebook, Instagram og Twitter þar sem Birnu var minnst. Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi. Vinkonur Birnu lýstu því vel hvernig manneskju Birna hafði að geyma í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Hún væri einstakur vinur. „Hún er yndisleg vinkona, alltaf til staðar fyrir mann og hún er ein besta vinkona sem ég hef eignast á ævi minni, ég treysti henni fyrir öllu og ég elska hana,“ sagði Matthildur Soffía Jónsdóttir. Birnu er ekki aðeins minnst á Íslandi en íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands í gærkvöldi og minntust hennar. Kveikt var á kertum víðar á Grænlandi í gærkvöldi en grænlenskir skipverjar eru grunaðir um aðild að dauða Birnu.Erik Jensen, íbúi í Nuuk, var einn þeirra sem mætti og kveikti á kerti til minningar um Birnu í Nuuk í gær. „Þetta var mjög hjartnæm stund fyrir utan hús ræðismannsins,“ sagði Erik í samtali við Vísi.Hér að neðan má sjá falleg myndbönd frá Nuuk. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að um sé að ræða mikinn harmleik. „Þennan mikla missi sem þessi fjölskylda varð fyrir. Og ekki bara fjölskylda þessarar stúlku vegna þess að á meðan þessari leit stóð þá var hún raunverulega dóttir okkar allra. Ég held það sé óhætt að segja að þjóðin hafi raunverulega ættleitt þessa stúlku og ég held að það skipti voða miklu máli fyrir okkur að hugsa um þetta, þennan harmleik frá því sjónarhorni og nota okkur þennan, þessa hræðilegu reynslu til að byrja einhvers konar átak til að hlúa að unga fólkinu í okkar samfélagi.“ Kári segir að það hvíli þyngra á hjartanu heldur en hausnum. „Ég finn hjá mér mjög mikla löngun til að finna einhverja leið til að við getum minnkað líkurnar á því að hlutir af þessari gerð eiga sér stað.“ Kári bætir við að einfaldlega mikil illska og grimmd hafi hellt sér yfir þessa stúlku. „Það var ekki það að hún hafi gert eitthvað sem við höfum ekki öll gert, við höfum öll verið á röngum stað í vitlausu ástandi. Oft og mörgum sinnum, það er hluti af því að vera manneskja. En þarna hellist yfir þessa óhamingjusömu, óheppnu stúlku alveg hræðileg grimmd.“ Hlusta má á viðtalið við Kára hér að neðan.Fjölmargir hafa skrifað fallegar færslur á Facebook og er Birnu minnst þar með fallegum orðum. Vilja margir að Íslendingar sameinist og verndi hver annan.Hér að neðan má sjá valdar færslur á Facebook og Twitter. Í kvöld græt ég fyrir mig og allar stelpurnar/konurnar sem hafa fundið fyrir hræðslu eða óöryggi þegar þær labba einar heim— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 22, 2017 Það fallega í samfélaginu okkar er svo ótrúlega fallegt. Og það ljóta er svo óbærilega ljótt.— Eydís Blöndal (@eydisblondal) January 22, 2017 Jú, við eigum orð. Samhugur, vonleysi, sorg, söknuður, harmdauði, doði. Þau hjálpa bara ekkert.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 22, 2017 Vi er så få her i landet, hver fallen er bror og venn.- Nordahl Grieg— Óskar Steinn (@oskasteinn) January 22, 2017 Samfélagsmiðlarnir hér á landi einkennast af þessum harmleik og vilja allir votta fjölskyldu Birnu samúð sína og minnast hennar. Margir eiga auðvelt með að tengja við Birnu sem var að skemmta sér í sakleysi sínu í miðbæ Reykjavíkur þegar hún hvarf sporlaust. Nú bendir flest til þess að skipverjarnir tveir hafi komið að dauða hennar. „Það sem kom fyrir Birnu er martröð okkar allra orðin að veruleika. Birna er ég og allar vinkonur mínar. Einn bjór í viðbót, eitt lag enn, reikult rölt heim. Rangur staður á röngum tíma. Við þekktum þig ekki en gleymum þér aldrei,“ segir fréttakonan Þórhildur Þorkelsdóttir.Hér að neðan má sjá öll tíst og myndir sem koma inn í gegnum Twitter og Instagram undir kassamerkinu #fyrirBirnu. Hægt er að skrolla yfir Instagram-myndunum til að sjá fleiri. #fyrirbirnu Tweets Fréttaskýringar Birna Brjánsdóttir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið
Íslendingar eru harmir slegnir eftir að lík Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem saknað hafði verið síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, fannst eftir hádegi í gær í fjörunni við Selvogsvita. Það var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fann líkið um klukkan 13 um 15 kílómetra vestur af Þorlákshöfn. Þyrlan var í sínu fyrsta eftirlitsflugi eftir strandlengjunni á suðvesturhorninu. Íslendingar hafa staðið þétt saman undanfarna viku og hefur gríðarlega mikill samhugur einkennt samfélagið. Mörg hundruð björgunarsveitarmenn leituðu að Birnu um helgina, og bar leitin að lokum árangur en hún fannst á skilgreindu leitarsvæði. Í gær bárust svo tíðindin sem flestir voru farnir að óttast og var áfallið mikið. Margir sendu fjölskyldu og vinum Birnu samúðarkveðjur og mátti sjá margar myndir með kertum á Facebook, Instagram og Twitter þar sem Birnu var minnst. Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi. Vinkonur Birnu lýstu því vel hvernig manneskju Birna hafði að geyma í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Hún væri einstakur vinur. „Hún er yndisleg vinkona, alltaf til staðar fyrir mann og hún er ein besta vinkona sem ég hef eignast á ævi minni, ég treysti henni fyrir öllu og ég elska hana,“ sagði Matthildur Soffía Jónsdóttir. Birnu er ekki aðeins minnst á Íslandi en íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands í gærkvöldi og minntust hennar. Kveikt var á kertum víðar á Grænlandi í gærkvöldi en grænlenskir skipverjar eru grunaðir um aðild að dauða Birnu.Erik Jensen, íbúi í Nuuk, var einn þeirra sem mætti og kveikti á kerti til minningar um Birnu í Nuuk í gær. „Þetta var mjög hjartnæm stund fyrir utan hús ræðismannsins,“ sagði Erik í samtali við Vísi.Hér að neðan má sjá falleg myndbönd frá Nuuk. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að um sé að ræða mikinn harmleik. „Þennan mikla missi sem þessi fjölskylda varð fyrir. Og ekki bara fjölskylda þessarar stúlku vegna þess að á meðan þessari leit stóð þá var hún raunverulega dóttir okkar allra. Ég held það sé óhætt að segja að þjóðin hafi raunverulega ættleitt þessa stúlku og ég held að það skipti voða miklu máli fyrir okkur að hugsa um þetta, þennan harmleik frá því sjónarhorni og nota okkur þennan, þessa hræðilegu reynslu til að byrja einhvers konar átak til að hlúa að unga fólkinu í okkar samfélagi.“ Kári segir að það hvíli þyngra á hjartanu heldur en hausnum. „Ég finn hjá mér mjög mikla löngun til að finna einhverja leið til að við getum minnkað líkurnar á því að hlutir af þessari gerð eiga sér stað.“ Kári bætir við að einfaldlega mikil illska og grimmd hafi hellt sér yfir þessa stúlku. „Það var ekki það að hún hafi gert eitthvað sem við höfum ekki öll gert, við höfum öll verið á röngum stað í vitlausu ástandi. Oft og mörgum sinnum, það er hluti af því að vera manneskja. En þarna hellist yfir þessa óhamingjusömu, óheppnu stúlku alveg hræðileg grimmd.“ Hlusta má á viðtalið við Kára hér að neðan.Fjölmargir hafa skrifað fallegar færslur á Facebook og er Birnu minnst þar með fallegum orðum. Vilja margir að Íslendingar sameinist og verndi hver annan.Hér að neðan má sjá valdar færslur á Facebook og Twitter. Í kvöld græt ég fyrir mig og allar stelpurnar/konurnar sem hafa fundið fyrir hræðslu eða óöryggi þegar þær labba einar heim— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 22, 2017 Það fallega í samfélaginu okkar er svo ótrúlega fallegt. Og það ljóta er svo óbærilega ljótt.— Eydís Blöndal (@eydisblondal) January 22, 2017 Jú, við eigum orð. Samhugur, vonleysi, sorg, söknuður, harmdauði, doði. Þau hjálpa bara ekkert.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 22, 2017 Vi er så få her i landet, hver fallen er bror og venn.- Nordahl Grieg— Óskar Steinn (@oskasteinn) January 22, 2017 Samfélagsmiðlarnir hér á landi einkennast af þessum harmleik og vilja allir votta fjölskyldu Birnu samúð sína og minnast hennar. Margir eiga auðvelt með að tengja við Birnu sem var að skemmta sér í sakleysi sínu í miðbæ Reykjavíkur þegar hún hvarf sporlaust. Nú bendir flest til þess að skipverjarnir tveir hafi komið að dauða hennar. „Það sem kom fyrir Birnu er martröð okkar allra orðin að veruleika. Birna er ég og allar vinkonur mínar. Einn bjór í viðbót, eitt lag enn, reikult rölt heim. Rangur staður á röngum tíma. Við þekktum þig ekki en gleymum þér aldrei,“ segir fréttakonan Þórhildur Þorkelsdóttir.Hér að neðan má sjá öll tíst og myndir sem koma inn í gegnum Twitter og Instagram undir kassamerkinu #fyrirBirnu. Hægt er að skrolla yfir Instagram-myndunum til að sjá fleiri. #fyrirbirnu Tweets