Orð og afleiðingar Stjórnarmaðurinn skrifar 23. janúar 2017 09:39 Stundum heyrist að stjórnmálamenn séu til óþurftar eða með öllu áhrifalausir. Stjórnarmaðurinn er því algerlega ósammála. Þannig er það væntanlega nokkurn veginn hafið yfir allan vafa að stjórnmálamenn geta leikið stóra rullu í flóknum úrlausnarefnum eins og t.d. umhverfismálum. Þeir geta komið löggjöf til leiðar sem verndar umhverfið, refsar þeim sem menga og hvetur fólk til að haga neyslu sinni á ábyrgan hátt. Kannski er það meira að segja stærsta viðfangsefni alþjóðastjórnmálanna eins og sakir standa? Stjórnmálamenn geta líka leikið aðalhlutverk á ögurstundu, eins og framganga Winston Churchill sýndi í seinna stríði, eða svo dæmi sé tekið úr nærumhverfinu og án þess að verið sé að leggja það að jöfnu, afskipti Sigmundar Davíðs eða Ólafs Ragnars að Icesave deilunni. Í báðum tilvikum er um að ræða mál þar sem stjórnmálamenn og ákvarðanir þeirra höfðu úrslitaáhrif á þróun mála. Afskipti stjórnmálamanna af öðrum sviðum mannlífsins geta verið umdeildari. Þannig má efast um hvort æskilegt sé að stjórnmálamenn reyni í stórum stíl að skapa atvinnu eða að beina athafnalífi samfélagsins í ákveðin farveg. Við Íslendingar þekkjum það á eigin skinni; hvort sem um er að ræða misgáfulegar virkjanaframkvæmdir eða kísilver. Megum við þá frekar þiggja sjálfsprottin störf í ferðamannaiðnaði? Orð stjórnmálamanna hafa líka áhrif. Þeir þurfa að stíga varlega til jarðar og varast stórkarlalegar yfirlýsingar. Við Íslendingar þekkjum það frá því árunum fyrir hrun hvernig yfirlýsingar stjórnmálamanna geta grafið undir tiltrú erlendra aðila á t.d. efnahagsmálum eða undirstöðum hagkerfisins. Orð þeirra hafa áhrif. Bretar finna þetta nú á eigin skinni, en forsætisráðherrann Theresa May hefur tjáð sig oft á tíðum óvarlega um útfærsluna á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Undanfarna daga hefur pundið fallið verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum og hefur nú ekki verið veikara í rúm þrjátíu ár. Hafa þar yfirlýsingar May haft mest áhrif, en nú er svo komið að pundið veikist áður en hún talar opinberlega. Svo hræddir eru markaðsaðilar um innihaldið. Stjórnmálamenn er ekki mikilvægari en aðrar stéttir, t.d. læknar eða kennarar. Þeir eru hins vegar ólíkir að því leyti að ekki dugar að dæma frammistöðu þeirra einungis af því sem þeir koma í verk. Stundum er þeirra besta framlag falið í þögninni eða aðgerðaleysinu. Vafalaust hugsa margir Theresu May þegjandi þörfina þessa dagana.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Stundum heyrist að stjórnmálamenn séu til óþurftar eða með öllu áhrifalausir. Stjórnarmaðurinn er því algerlega ósammála. Þannig er það væntanlega nokkurn veginn hafið yfir allan vafa að stjórnmálamenn geta leikið stóra rullu í flóknum úrlausnarefnum eins og t.d. umhverfismálum. Þeir geta komið löggjöf til leiðar sem verndar umhverfið, refsar þeim sem menga og hvetur fólk til að haga neyslu sinni á ábyrgan hátt. Kannski er það meira að segja stærsta viðfangsefni alþjóðastjórnmálanna eins og sakir standa? Stjórnmálamenn geta líka leikið aðalhlutverk á ögurstundu, eins og framganga Winston Churchill sýndi í seinna stríði, eða svo dæmi sé tekið úr nærumhverfinu og án þess að verið sé að leggja það að jöfnu, afskipti Sigmundar Davíðs eða Ólafs Ragnars að Icesave deilunni. Í báðum tilvikum er um að ræða mál þar sem stjórnmálamenn og ákvarðanir þeirra höfðu úrslitaáhrif á þróun mála. Afskipti stjórnmálamanna af öðrum sviðum mannlífsins geta verið umdeildari. Þannig má efast um hvort æskilegt sé að stjórnmálamenn reyni í stórum stíl að skapa atvinnu eða að beina athafnalífi samfélagsins í ákveðin farveg. Við Íslendingar þekkjum það á eigin skinni; hvort sem um er að ræða misgáfulegar virkjanaframkvæmdir eða kísilver. Megum við þá frekar þiggja sjálfsprottin störf í ferðamannaiðnaði? Orð stjórnmálamanna hafa líka áhrif. Þeir þurfa að stíga varlega til jarðar og varast stórkarlalegar yfirlýsingar. Við Íslendingar þekkjum það frá því árunum fyrir hrun hvernig yfirlýsingar stjórnmálamanna geta grafið undir tiltrú erlendra aðila á t.d. efnahagsmálum eða undirstöðum hagkerfisins. Orð þeirra hafa áhrif. Bretar finna þetta nú á eigin skinni, en forsætisráðherrann Theresa May hefur tjáð sig oft á tíðum óvarlega um útfærsluna á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Undanfarna daga hefur pundið fallið verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum og hefur nú ekki verið veikara í rúm þrjátíu ár. Hafa þar yfirlýsingar May haft mest áhrif, en nú er svo komið að pundið veikist áður en hún talar opinberlega. Svo hræddir eru markaðsaðilar um innihaldið. Stjórnmálamenn er ekki mikilvægari en aðrar stéttir, t.d. læknar eða kennarar. Þeir eru hins vegar ólíkir að því leyti að ekki dugar að dæma frammistöðu þeirra einungis af því sem þeir koma í verk. Stundum er þeirra besta framlag falið í þögninni eða aðgerðaleysinu. Vafalaust hugsa margir Theresu May þegjandi þörfina þessa dagana.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira