Óttarr: „Vinnum saman, gerum vel, og verum góð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 20:50 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í ræðu hans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. „Öll þurfum við að tileinka okkur nýja siði. Við þurfum að þróa áfram samvinnu þvert á flokka og auka samráð um allt í samfélaginu. Við verðum að leggja áherslu á vönduð vinnubrögð, gagnsæi og heiðarleika. Það er hvorki lúxus né hjóm. Þvert á móti er það alger nauðsyn,“ sagði Óttarr. Lagði hann áherslu á að Björt framtíð myndi leggja mikla áherslu á heilbrigðismálin á komandi kjörtímabili. Sagði hann að áform nýrrar ríkisstjórnar væru að að tengja betur þjónustu heilsugæslu, sjúkrahúsa, heimaþjónustu og hjúkrunarheimila. Þá væri stefnt að því að tryggja betra aðgengi að sálfræðingum. Sagði Óttarr að af hálfu Bjartrar framtíðar væri lögð áhersla á það að bæta samvinnu í stjórnmálum og að þessi hugsun endurspeglist í sáttmála ríkisstjórnarinnar. „Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að staðfesta siðareglur ráðherra. Til stendur að opna bókhald stjórnarráðsins. Þetta er raunveruleg ætlun okkar og ríkisstjórnarflokkarnir eru samstíga um að gera betur. Okkur er alvara og áherslan á bætt vinnubrögð er svo langt frá því að vera orðin tóm,“ sagði Óttarr. Töluverðan tíma tók að mynda ríkisstjórn frá því að kosið var og sagði Óttarr að niðurstöður kosninganna í október hefðu verið skýr skilaboð um meiri samvinnu á Alþingi. Niðurstöðurnar hefðu neytt flokkanna til þess að hugsa út fyrir boxið. „Mikið var það fallega gert af kjósendum þó það hafi kostað og eigi eftir að kosta okkur stjórnmálamönnunum alls konar vesen, óþægindi og uppbrot á venjum og hefðum. Það er hollt og það er got. Fyrir framtíðina. Hún er áfangastaðurinn og á hana verðum við að einblína. Verum óhrædd að breyta. Vinnum saman, gerum vel, og verum góð.“ Alþingi Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ „Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt Jóhannesson. 24. janúar 2017 20:30 Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í ræðu hans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. „Öll þurfum við að tileinka okkur nýja siði. Við þurfum að þróa áfram samvinnu þvert á flokka og auka samráð um allt í samfélaginu. Við verðum að leggja áherslu á vönduð vinnubrögð, gagnsæi og heiðarleika. Það er hvorki lúxus né hjóm. Þvert á móti er það alger nauðsyn,“ sagði Óttarr. Lagði hann áherslu á að Björt framtíð myndi leggja mikla áherslu á heilbrigðismálin á komandi kjörtímabili. Sagði hann að áform nýrrar ríkisstjórnar væru að að tengja betur þjónustu heilsugæslu, sjúkrahúsa, heimaþjónustu og hjúkrunarheimila. Þá væri stefnt að því að tryggja betra aðgengi að sálfræðingum. Sagði Óttarr að af hálfu Bjartrar framtíðar væri lögð áhersla á það að bæta samvinnu í stjórnmálum og að þessi hugsun endurspeglist í sáttmála ríkisstjórnarinnar. „Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að staðfesta siðareglur ráðherra. Til stendur að opna bókhald stjórnarráðsins. Þetta er raunveruleg ætlun okkar og ríkisstjórnarflokkarnir eru samstíga um að gera betur. Okkur er alvara og áherslan á bætt vinnubrögð er svo langt frá því að vera orðin tóm,“ sagði Óttarr. Töluverðan tíma tók að mynda ríkisstjórn frá því að kosið var og sagði Óttarr að niðurstöður kosninganna í október hefðu verið skýr skilaboð um meiri samvinnu á Alþingi. Niðurstöðurnar hefðu neytt flokkanna til þess að hugsa út fyrir boxið. „Mikið var það fallega gert af kjósendum þó það hafi kostað og eigi eftir að kosta okkur stjórnmálamönnunum alls konar vesen, óþægindi og uppbrot á venjum og hefðum. Það er hollt og það er got. Fyrir framtíðina. Hún er áfangastaðurinn og á hana verðum við að einblína. Verum óhrædd að breyta. Vinnum saman, gerum vel, og verum góð.“
Alþingi Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ „Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt Jóhannesson. 24. janúar 2017 20:30 Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03
Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48
Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ „Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt Jóhannesson. 24. janúar 2017 20:30
Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34
Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27