Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2017 13:48 Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður og stærsti eigandi Pressunnar. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. Þetta kemur fram í nýbirtri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem er dagsett 17. janúar. Þar segir að um sé að ræða samsteypusamruna þar sem Pressan kaupi allt hlutafé í ÍNN. „Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti," segir í ákvörðuninni. Stofnuninni barst tilkynning um kaup Pressunnar á öllum hlutum í ÍNN af Ingva Hrafni Jónssyni, stofnanda sjónvarpsstöðvarinnar og Ingva Erni Ingvasyni, þann 8. desember. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að fjárhagsstaða ÍNN hafi verið erfið síðustu misseri. „Meginmarkmið samrunans sé annars vegar að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu ÍNN með því að bæta lausafjárstöðu félagsins og skapa svigrúm til sveiflujöfnunar og hins vegar að mynda stærra og öflugra fyrirtæki á fjölmiðlamarkaði sem sé betur í stakk búið til að takast á við breyttar aðstæður á markaði hér á landi og mæta síharðnandi samkeppni við aðra fjölmiðla." Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður og stærsti eigandi Pressunnar, verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN, sem var áður á dagskrá Stöðvar 2. Í umfjöllun Vísis í október um breytinguna á eignarhaldi ÍNN kom fram að Ingvi Hrafn yrði áfram með þátt sinn Hrafnaþing. Rúmum mánuði síðar var svo tilkynnt um kaup Pressunnar á útgáfufélaginu Birtingi. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi eignast tímaritaútgáfuna Birting Enn aukast umsvip Pressunnar ehf á fjölmiðlamarkaði. 25. nóvember 2016 10:09 Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01 Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. Þetta kemur fram í nýbirtri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem er dagsett 17. janúar. Þar segir að um sé að ræða samsteypusamruna þar sem Pressan kaupi allt hlutafé í ÍNN. „Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti," segir í ákvörðuninni. Stofnuninni barst tilkynning um kaup Pressunnar á öllum hlutum í ÍNN af Ingva Hrafni Jónssyni, stofnanda sjónvarpsstöðvarinnar og Ingva Erni Ingvasyni, þann 8. desember. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að fjárhagsstaða ÍNN hafi verið erfið síðustu misseri. „Meginmarkmið samrunans sé annars vegar að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu ÍNN með því að bæta lausafjárstöðu félagsins og skapa svigrúm til sveiflujöfnunar og hins vegar að mynda stærra og öflugra fyrirtæki á fjölmiðlamarkaði sem sé betur í stakk búið til að takast á við breyttar aðstæður á markaði hér á landi og mæta síharðnandi samkeppni við aðra fjölmiðla." Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður og stærsti eigandi Pressunnar, verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN, sem var áður á dagskrá Stöðvar 2. Í umfjöllun Vísis í október um breytinguna á eignarhaldi ÍNN kom fram að Ingvi Hrafn yrði áfram með þátt sinn Hrafnaþing. Rúmum mánuði síðar var svo tilkynnt um kaup Pressunnar á útgáfufélaginu Birtingi.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi eignast tímaritaútgáfuna Birting Enn aukast umsvip Pressunnar ehf á fjölmiðlamarkaði. 25. nóvember 2016 10:09 Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01 Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Björn Ingi eignast tímaritaútgáfuna Birting Enn aukast umsvip Pressunnar ehf á fjölmiðlamarkaði. 25. nóvember 2016 10:09
Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01
Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41