Sigmundur Davíð um stjórnarandstöðu sína: „You Ain't Seen Nothing Yet“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2017 20:23 „Það er gaman að vera af stað í þessu aftur. Það má kannski nota orð sem að sumir kollegar mínar í þinginu hafa notað af öðru tilefni: You Ain't Seen Nothing Yet. Þetta verður allt saman mjög áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um nýtt hlutverk sitt sem stjórnarandstæðingur. Sigmundur Davíð var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og ræddi þar um komandi þingstörf en þing kom aftur saman í gær eftir jólafrí. Sigmundur Davíð var einn af ræðumönnum Framsóknarflokksins í gær í umræðum um stefnuræðum forsætisráðherra og var harðorður í garð nýrrar ríkisstjórnar. „Maður á svo erfitt með að átta sig á því til hvers þessi stjórn var mynduð. Var hún bara mynduð af því að mönnum langaði til að skipta á milli sín ráðuneytum eða var einhver sýn, einhver markmið, önnur en hefur verið í hverjum einasta stjórnarsáttmála frá upphafi,“ sagði Sigmundur Davíð um ræðu sína í gær. Hann segist hafa áhyggjur af því hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar muni takast á við þá að koma eignum sem færast í hendur ríkisins í formi stöðugleikaframlaga á næstu misserum. „Í fyrsta lagi hafa þeir sýnt á undanförnum árum að þeir hafa mjög ólíka sýn, allavega miðað við mig, á það hvernig eigi að halda á þessum málum,“ sagði Sigmundur og beindi orðum sínum sérstaklega að Viðreisn. „Svo bætist það auðvitað við að Viðreisn sérstaklega er stofnuð af hópi fólks sem hefur látið mikið til sín taka í viðskiptalífinu á Íslandi. Maður skynjar það mjög sterkt í kringum pólitíkina, og ég er ekki bara að tala um Viðreisn heldur almennannþrýsting á pólitíkina, að þegar svona miklir hagsmunir eru undir eins og núna vilja mjög margir hafa áhrif á stjórnmálin og það hvernig hlutunum er ráðstafað,“ sagði Sigmundur Davíð.Aumingjaskapur að manna ekki alla formennskustóla með stjórnarliðumHann lýsti þó yfir ánægju sinni á því að allir formennskustólar fastanefnda Alþingis séu í höndum ríkisstjórnarinnar, enda þurfi ríkisstjórnin að bera ábyrgð á verkum sínum. „Þau hefðu verið algjörir aumingjar að mínu mati ef þau hefðu farið að gefa stjórnarandstöðunni eftir einhverjar formennskur. Ef að menn vilja láta kjósa sig til að stjórna eiga þeir að gera það og bera ábyrgð á afrakstrinum svoleiðis að það er bara fínt að þetta sé allt á hendi þessarar ríkistjórnar og menn meta svo bara árangurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49 Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„Það er gaman að vera af stað í þessu aftur. Það má kannski nota orð sem að sumir kollegar mínar í þinginu hafa notað af öðru tilefni: You Ain't Seen Nothing Yet. Þetta verður allt saman mjög áhugavert,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um nýtt hlutverk sitt sem stjórnarandstæðingur. Sigmundur Davíð var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag og ræddi þar um komandi þingstörf en þing kom aftur saman í gær eftir jólafrí. Sigmundur Davíð var einn af ræðumönnum Framsóknarflokksins í gær í umræðum um stefnuræðum forsætisráðherra og var harðorður í garð nýrrar ríkisstjórnar. „Maður á svo erfitt með að átta sig á því til hvers þessi stjórn var mynduð. Var hún bara mynduð af því að mönnum langaði til að skipta á milli sín ráðuneytum eða var einhver sýn, einhver markmið, önnur en hefur verið í hverjum einasta stjórnarsáttmála frá upphafi,“ sagði Sigmundur Davíð um ræðu sína í gær. Hann segist hafa áhyggjur af því hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar muni takast á við þá að koma eignum sem færast í hendur ríkisins í formi stöðugleikaframlaga á næstu misserum. „Í fyrsta lagi hafa þeir sýnt á undanförnum árum að þeir hafa mjög ólíka sýn, allavega miðað við mig, á það hvernig eigi að halda á þessum málum,“ sagði Sigmundur og beindi orðum sínum sérstaklega að Viðreisn. „Svo bætist það auðvitað við að Viðreisn sérstaklega er stofnuð af hópi fólks sem hefur látið mikið til sín taka í viðskiptalífinu á Íslandi. Maður skynjar það mjög sterkt í kringum pólitíkina, og ég er ekki bara að tala um Viðreisn heldur almennannþrýsting á pólitíkina, að þegar svona miklir hagsmunir eru undir eins og núna vilja mjög margir hafa áhrif á stjórnmálin og það hvernig hlutunum er ráðstafað,“ sagði Sigmundur Davíð.Aumingjaskapur að manna ekki alla formennskustóla með stjórnarliðumHann lýsti þó yfir ánægju sinni á því að allir formennskustólar fastanefnda Alþingis séu í höndum ríkisstjórnarinnar, enda þurfi ríkisstjórnin að bera ábyrgð á verkum sínum. „Þau hefðu verið algjörir aumingjar að mínu mati ef þau hefðu farið að gefa stjórnarandstöðunni eftir einhverjar formennskur. Ef að menn vilja láta kjósa sig til að stjórna eiga þeir að gera það og bera ábyrgð á afrakstrinum svoleiðis að það er bara fínt að þetta sé allt á hendi þessarar ríkistjórnar og menn meta svo bara árangurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49 Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand. 24. janúar 2017 14:49
Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. 24. janúar 2017 22:33