Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2017 12:34 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fagnar marki í leik á móti Haukum. Vísir/Stefán Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. Selfoss vann leikinn 28-25 og þar fór mikinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem skoraði alls þrettán mörk í leiknum. Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við sunnlenska.is að kæra hefði borist til dómstóls HSÍ frá Haukum vegna framkvæmdar á leiknum. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir þurfti að skipta um treyju eftir að Haukakonan María Karlsdóttir togaði svo hraustlega í Hönnu tveimur mínútur fyrir leikslok að treyja Hrafnhildar Hönnu rifnaði illa. Hrafnhildur Hanna spilar í treyju númer fjögur en það var enginn önnur treyja númer fjögur til staða og því fór hún í treyju númer þrjú. Í henni spilaði hún síðan síðustu mínútu leiksins. „Haukar kæra ákvörðun dómara leiksins að leyfa Hönnu að skipta um treyju. Í leikreglum og reglugerð um handknattleiksmót segir að þú megir ekki breyta leikskýrslu. Annars liggur málið hjá dómstól HSÍ þannig að ég kýs að fara ekki dýpra í þetta,“ sagði Róbert Geir í samtali við sunnlenska.is en bætti við að krafa Hauka væri sú að leikurinn yrði spilaður aftur. Kæran barst dómstól HSÍ í gær sem mat hana dómtæka og Selfyssingar hafa þrjá sólarhringa til þess að bregðast við henni. Róbert segir í samtali við sunnlenska.is að von sé á að niðurstaða í málinu liggi fyrir öðru hvoru megin við næstu helgi. Magnús Matthíasson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, segir að kæran hafi komið Selfyssingum í opna skjöldu. „Haukar eru stórt handboltafélag sem við berum mikla virðingu fyrir og við munum gera allt til að komast til botns í þessu máli. Haukar og Selfoss hafa átt gott samstarf á liðnum árum, við höfum hjálpað þeim með leikmenn þegar þannig hefur staðið á og viljum því síður að skuggi falli á þessi góðu félagatengsl og munum því sýna öllum hlutaðeigandi mikinn samstarfsvilja,“ sagði Magnús í viðtali við sunnlenska.is. Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. Selfoss vann leikinn 28-25 og þar fór mikinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sem skoraði alls þrettán mörk í leiknum. Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, staðfesti í samtali við sunnlenska.is að kæra hefði borist til dómstóls HSÍ frá Haukum vegna framkvæmdar á leiknum. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir þurfti að skipta um treyju eftir að Haukakonan María Karlsdóttir togaði svo hraustlega í Hönnu tveimur mínútur fyrir leikslok að treyja Hrafnhildar Hönnu rifnaði illa. Hrafnhildur Hanna spilar í treyju númer fjögur en það var enginn önnur treyja númer fjögur til staða og því fór hún í treyju númer þrjú. Í henni spilaði hún síðan síðustu mínútu leiksins. „Haukar kæra ákvörðun dómara leiksins að leyfa Hönnu að skipta um treyju. Í leikreglum og reglugerð um handknattleiksmót segir að þú megir ekki breyta leikskýrslu. Annars liggur málið hjá dómstól HSÍ þannig að ég kýs að fara ekki dýpra í þetta,“ sagði Róbert Geir í samtali við sunnlenska.is en bætti við að krafa Hauka væri sú að leikurinn yrði spilaður aftur. Kæran barst dómstól HSÍ í gær sem mat hana dómtæka og Selfyssingar hafa þrjá sólarhringa til þess að bregðast við henni. Róbert segir í samtali við sunnlenska.is að von sé á að niðurstaða í málinu liggi fyrir öðru hvoru megin við næstu helgi. Magnús Matthíasson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, segir að kæran hafi komið Selfyssingum í opna skjöldu. „Haukar eru stórt handboltafélag sem við berum mikla virðingu fyrir og við munum gera allt til að komast til botns í þessu máli. Haukar og Selfoss hafa átt gott samstarf á liðnum árum, við höfum hjálpað þeim með leikmenn þegar þannig hefur staðið á og viljum því síður að skuggi falli á þessi góðu félagatengsl og munum því sýna öllum hlutaðeigandi mikinn samstarfsvilja,“ sagði Magnús í viðtali við sunnlenska.is.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira