Hafa áhyggjur af ferðamönnum vegna Kötlugoss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2017 21:30 Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. Auknar líkur eru taldar á Kötlugosi eftir skjálftahrinu síðustu daga. „Það eru breyttir tímar í dag og það sem við höfum mestar áhyggjur af er að þegar þessi fjöll eru að gjósa eru gjarnan ferðamenn að flækjast jafnvel ofan á þeim,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir samkvæmt orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Við Kötlugos geta mikil jökulhlaup ruðst fram Mýrdalssand, Sólheimasand og Markarfljótsaura, allt eftir því hvar staðsetning eldgossins er. Til eru ítarlegar rýmingaráætlanir sem æfðar eru en Oddur hefur áhyggjur af því að þeir endurspegli ekki þann fjölda ferðamanna sem sækja svæðið sem um ræðir heim. „Það er alveg ný staða og þegar rýmingaráætlun Kötlu var gerð voru kannski þrjú til fjögur hundruð manns sem gistu á nóttu til í Vík og með húsnæði til að taka við þeim þegar átti að rýma neðri hluta bæjarins. Nú eru á hverri nóttu yfir vetrarmánuðina kannski ellefu hundruð manns sem eru þarna. Það er orðið mun umsvifameiri rýming sem þarf að fara í,“ sagði Oddur. Unnið er að því að uppfæra rýmingaráætlunina í samræmi við þetta en meðal annars er gert ráð fyrir því að sms-skilaboð verði send á alla gsm-síma á því svæði sem þyrfti að rýma komi til Kötlugoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50 Jarðskjálfti í miðri Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli Enginn gosórói sjáanlegur. 26. janúar 2017 16:05 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. Auknar líkur eru taldar á Kötlugosi eftir skjálftahrinu síðustu daga. „Það eru breyttir tímar í dag og það sem við höfum mestar áhyggjur af er að þegar þessi fjöll eru að gjósa eru gjarnan ferðamenn að flækjast jafnvel ofan á þeim,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir samkvæmt orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Við Kötlugos geta mikil jökulhlaup ruðst fram Mýrdalssand, Sólheimasand og Markarfljótsaura, allt eftir því hvar staðsetning eldgossins er. Til eru ítarlegar rýmingaráætlanir sem æfðar eru en Oddur hefur áhyggjur af því að þeir endurspegli ekki þann fjölda ferðamanna sem sækja svæðið sem um ræðir heim. „Það er alveg ný staða og þegar rýmingaráætlun Kötlu var gerð voru kannski þrjú til fjögur hundruð manns sem gistu á nóttu til í Vík og með húsnæði til að taka við þeim þegar átti að rýma neðri hluta bæjarins. Nú eru á hverri nóttu yfir vetrarmánuðina kannski ellefu hundruð manns sem eru þarna. Það er orðið mun umsvifameiri rýming sem þarf að fara í,“ sagði Oddur. Unnið er að því að uppfæra rýmingaráætlunina í samræmi við þetta en meðal annars er gert ráð fyrir því að sms-skilaboð verði send á alla gsm-síma á því svæði sem þyrfti að rýma komi til Kötlugoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50 Jarðskjálfti í miðri Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli Enginn gosórói sjáanlegur. 26. janúar 2017 16:05 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50