Golf

Ólafía Þórunn: Mjög gott að vera ekki með skolla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn komst örugglega í gegnum niðurskurðinn.
Ólafía Þórunn komst örugglega í gegnum niðurskurðinn. MYND/GSIMYNDIR.NET/SETH
Það var skiljanlega létt yfir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur eftir að hún lauk keppni á öðrum degi Pure Silk Bahama Classic-mótsins á Bahamaeyjum.

Ólafía lék vel í gær en enn betur í dag. Hún er alls á sjö höggum undir pari og komst örugglega í gegnum niðurskurðinn.

„Þetta var mjög skemmtilegur hringur, gaman að spila með þessum kylfingum. Mér líður mjög vel með þetta. Ég er ekki búinn að fara alveg yfir tölfræðina á þessum hring en ég var ekki með skolla sem er mjög gott. Það voru nokkur högg sem hefðu mátt vera betri og ég setti mig í nokkrar erfiðar stöður sem ég leysti ágætlega,“ sagði Ólafía í samtali við golf.is eftir annan hringinn á Ocean vellinum á Bahamaeyjum í dag.

Ólafía kvaðst sátt með spilamennsku sína í dag.

„Besti hringur minn í móti er -7 og þessi kemst því nálægt honum. En þetta er allavega besti hringurinn hjá mér á LPGA,“ sagði Ólafía.


Tengdar fréttir

Harður heimur fyrir Ólafíu

Fólk sem stendur Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur nærri telur að hún muni halda þátttökurétti sínum á LPGA-mótaröðinni.

Ólafía seint af stað í dag

Er í sama ráshópi og í gær en er á meðal síðustu kylfinga sem ræsir út á Pure Silk mótinu á Bahama-eyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×