„Erum mannleg og þurfum að geta grátið“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2017 14:32 Björgunarsveitarmenn eru mannlegir eins og aðrir og þurfa að geta grátið og sýnt tilfinningar. Þetta segir Guðbrandur Örn Arnarsson, úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, en hann var gestur Heims Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þeir leitina að Birnu Brjánsdóttur, hvernig unnið hafi verið að henni og fleira. Hann segir að í þessu tilviki hafi verið farið tiltölulega fljótt af stað við leit. Sporhundar sendir af stað og farið í aðrar aðgerðir. Sívaxandi þungi hafi síðan komið í málið og björgunarsveitir kallaðar til stærri leitar. „Það sem var kannski erfitt við þessa leit er að frá upphafi voru engar upplýsingar eða vísbendingar að finna í málinu. Þess vegna var þetta snúið verkefni. Vanalegast höfum við einhvern útgangspunkt leitar og hann varð ljós eftir að búið var að skoða myndavélar. Lögreglan fór og vann þar, að mínu mati, þrekvirki, að finna út þessa seinustu metra sem vitað er með vissu hvaða leið hún hefði gengið.“ Guðbrandur segir að sú mynd hafi sífellt orðið skýrari, en skortur á upplýsingum gerði björgunarsveitum mjög erfitt fyrir. Fyrst hafi til dæmis verið byrjað að leita í miðbænum. Hann segir björgunarsveitirnar alltaf vinna út frá mörgum sviðsmyndum. Þar á meðal er besta mögulega útkoman og sú versta. Sú besta gæti verið að einhver hafi ílengst í bænum og sú versta að einhver hafi orðið fyrir óláni sem ekki sé hægt að taka aftur. Annað hvort af sínum eigin völdum eða annarra. „Kjarninn er sá að við reynum að vinna eftir ákveðinni aðferðarfræði og reynum að finna skjólstæðinginn með öllum tiltækum ráðum,“ segir Guðbrandur. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna og kvenna tóku þátt í leitinni. Gamlir meðlimir komu aftur til að hjálpa og Guðbrandur segir að um 900 manns hafi tekið þátt. Ekki hafi eingöngu verið að leita að Birnu, heldur einnig að mögulegum vísbendingum. Björgunarsveitarmenn eru auðvitað bara manneskjur og Guðbrandur segir mjög gott ferli hafa skapast eftir bitra reynslu vegna snjóflóðanna í Súðavík og Flateyri. „Þau kenndu okkur það að við erum mannleg og þurfum að geta grátið eða sýnt tilfinningar og það er engin skömm af því og hópar koma saman eftir erfiða atburði og halda viðrunarfundi. Það er mjög opin og góð umræða um sálrænan stuðning.“ Enn fremur segir Guðbrandur að allir séu snertir af málum Björgunarsveitanna og stundum safnist tilfinningar jafnvel upp. Landsbjörg sé þó alltaf meðvituð um þennan mannlega þátt og stuðningurinn innan félagsins sé góður. Víglínan Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira
Björgunarsveitarmenn eru mannlegir eins og aðrir og þurfa að geta grátið og sýnt tilfinningar. Þetta segir Guðbrandur Örn Arnarsson, úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, en hann var gestur Heims Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þeir leitina að Birnu Brjánsdóttur, hvernig unnið hafi verið að henni og fleira. Hann segir að í þessu tilviki hafi verið farið tiltölulega fljótt af stað við leit. Sporhundar sendir af stað og farið í aðrar aðgerðir. Sívaxandi þungi hafi síðan komið í málið og björgunarsveitir kallaðar til stærri leitar. „Það sem var kannski erfitt við þessa leit er að frá upphafi voru engar upplýsingar eða vísbendingar að finna í málinu. Þess vegna var þetta snúið verkefni. Vanalegast höfum við einhvern útgangspunkt leitar og hann varð ljós eftir að búið var að skoða myndavélar. Lögreglan fór og vann þar, að mínu mati, þrekvirki, að finna út þessa seinustu metra sem vitað er með vissu hvaða leið hún hefði gengið.“ Guðbrandur segir að sú mynd hafi sífellt orðið skýrari, en skortur á upplýsingum gerði björgunarsveitum mjög erfitt fyrir. Fyrst hafi til dæmis verið byrjað að leita í miðbænum. Hann segir björgunarsveitirnar alltaf vinna út frá mörgum sviðsmyndum. Þar á meðal er besta mögulega útkoman og sú versta. Sú besta gæti verið að einhver hafi ílengst í bænum og sú versta að einhver hafi orðið fyrir óláni sem ekki sé hægt að taka aftur. Annað hvort af sínum eigin völdum eða annarra. „Kjarninn er sá að við reynum að vinna eftir ákveðinni aðferðarfræði og reynum að finna skjólstæðinginn með öllum tiltækum ráðum,“ segir Guðbrandur. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna og kvenna tóku þátt í leitinni. Gamlir meðlimir komu aftur til að hjálpa og Guðbrandur segir að um 900 manns hafi tekið þátt. Ekki hafi eingöngu verið að leita að Birnu, heldur einnig að mögulegum vísbendingum. Björgunarsveitarmenn eru auðvitað bara manneskjur og Guðbrandur segir mjög gott ferli hafa skapast eftir bitra reynslu vegna snjóflóðanna í Súðavík og Flateyri. „Þau kenndu okkur það að við erum mannleg og þurfum að geta grátið eða sýnt tilfinningar og það er engin skömm af því og hópar koma saman eftir erfiða atburði og halda viðrunarfundi. Það er mjög opin og góð umræða um sálrænan stuðning.“ Enn fremur segir Guðbrandur að allir séu snertir af málum Björgunarsveitanna og stundum safnist tilfinningar jafnvel upp. Landsbjörg sé þó alltaf meðvituð um þennan mannlega þátt og stuðningurinn innan félagsins sé góður.
Víglínan Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Sjá meira