Handbolti

Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“

Málið snerist um að Hrafnhildur Hanna væri í réttri treyju.
Málið snerist um að Hrafnhildur Hanna væri í réttri treyju. vísir/valli
Haukar sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að félagið hefði ákveðið að draga aftur kæru liðsins vegna leiks kvennaliðs Hauka gegn Selfossi á dögunum sem lauk með 28-25 sigri Selfyssinga.

Snerist kæran um að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, skytta Selfyssinga, neyddist til að skipta um treyju eftir að brotið var harkalega á henni og treyjan rifnaði.

Hrafnhildur Hanna spilar í treyju númer fjögur en það var enginn önnur treyja númer fjögur til staða og því fór hún í treyju númer þrjú. Í henni spilaði hún síðan síðustu mínútu leiksins.

„Haukar kæra ákvörðun dómara leiksins að leyfa Hönnu að skipta um treyju. Í leikreglum og reglugerð um handknattleiksmót segir að þú megir ekki breyta leikskýrslu. Annars liggur málið hjá dómstól HSÍ þannig að ég kýs að fara ekki dýpra í þetta,“ sagði Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, í samtali við sunnlenska.is fyrir helgi.

Nú hafa Haukar hinsvegar dregið kæruna til baka en Haukar sendu tilkynningu á HSÍ og fimmeinn.is sem tilkynnti það en hana má lesa hér fyrir neðan.

„Handknattleiksdeild Hauka dregur kæru framlagða vegna leiks Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna sem fram fór 25. Janúar sl. hér með til baka. Við munum taka þetta upp á öðrum vettvangi og hörmum tómlæti forystu Handknattleikssambandsins í málinu.

Þorgeir Haraldsson

Formaður handknattleiksdeildar Hauka.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×