48 liða HM samþykkt hjá FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2017 09:54 Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur komið því í gegn að liðum í úrslitakeppni HM verði fjölgað frá og með HM 2026. Vísir/Getty Framkvæmdaráð FIFA hefur samþykkt að stækka heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu frá og með 2026 í 48 lið. Tillagan var samþykkt einróma á fundinum í dag. Þátttökuþjóðum verður þar með fjölgað um sextán en líklegt er að Evrópa fái aðeins þrjú af aukasætunum sem í boði eru. Útfærslan á nýja fyrirkomulaginu hefur þó ekki verið tilkynnt formlega en það verður gert síðar í dag.The FIFA Council unanimously decided on a 48-team #WorldCup as of 2026: 16 groups of 3 teams. Details to follow after the meeting. — FIFA Media (@fifamedia) January 10, 2017Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur talað fyrir stækkun heimsmeistarakeppninnar síðan hann var í framboði til embættis forseta sambandsins. Sjá einnig: Verður jafnteflum útrýmt á HM?Ekki meira álag á leikmenn Þetta þýðir að heildarfjöldi leikja á HM 2026 verður 80 í stað 64 eins og í síðustu keppnum. Lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn munu þó spila sjö leiki eins og áður. Þá er einnig ljóst að keppnin mun klárast á 32 dögum sem þýðir að álag á leikmenn mun ekki aukast frá gamla fyrirkomulaginu. Hvert lið mun spila tvo leiki í riðlakeppninni en tvö lið af þremur komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Þá tekur við útsláttarfyrirkomulag.Aðeins þrjú aukasæti fyrir Evrópu Ekkert hefur verið gefið út um skiptingu sæta á HM á milli heimsálfa. Erlendir fjölmiðlar hafa þó greint frá því að mögulega muni Evrópa fá þrjú af aukasætunum sextán sem í boði eru. Líklegt er að Afríka og Asía fái fjögur aukasæti hvor og Ameríkuálfurnar fái 2-3 aukasæti hvor. Þá gæti farið svo að Eyjaálfu verði tryggt sæti í keppninni en þurfi ekki að fara í gegnum umspil eins og áður.Stórauknar tekjur Infantino hefur áður sagt að HM eigi að stuðla að bættri knattspyrnu um allan heim og að ekkert auki áhuga meira á knattspyrnu í viðkomandi landi þegar lið þess kemst á HM. Hann sagði að ákvörðun ætti ekki að vera fjáhagslegs eðlis þó svo að tekjur FIFA af stærri HM myndu stóraukast. Samkvæmt rannsókn FIFA er búist við að heildartekjur sambandsins af 48 liða HM verði 638 milljarðar króna og aukist þar með um 62 milljarða króna. Fótbolti Tengdar fréttir Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Framkvæmdaráð FIFA hefur samþykkt að stækka heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu frá og með 2026 í 48 lið. Tillagan var samþykkt einróma á fundinum í dag. Þátttökuþjóðum verður þar með fjölgað um sextán en líklegt er að Evrópa fái aðeins þrjú af aukasætunum sem í boði eru. Útfærslan á nýja fyrirkomulaginu hefur þó ekki verið tilkynnt formlega en það verður gert síðar í dag.The FIFA Council unanimously decided on a 48-team #WorldCup as of 2026: 16 groups of 3 teams. Details to follow after the meeting. — FIFA Media (@fifamedia) January 10, 2017Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur talað fyrir stækkun heimsmeistarakeppninnar síðan hann var í framboði til embættis forseta sambandsins. Sjá einnig: Verður jafnteflum útrýmt á HM?Ekki meira álag á leikmenn Þetta þýðir að heildarfjöldi leikja á HM 2026 verður 80 í stað 64 eins og í síðustu keppnum. Lið sem fara alla leið í úrslitaleikinn munu þó spila sjö leiki eins og áður. Þá er einnig ljóst að keppnin mun klárast á 32 dögum sem þýðir að álag á leikmenn mun ekki aukast frá gamla fyrirkomulaginu. Hvert lið mun spila tvo leiki í riðlakeppninni en tvö lið af þremur komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. Þá tekur við útsláttarfyrirkomulag.Aðeins þrjú aukasæti fyrir Evrópu Ekkert hefur verið gefið út um skiptingu sæta á HM á milli heimsálfa. Erlendir fjölmiðlar hafa þó greint frá því að mögulega muni Evrópa fá þrjú af aukasætunum sextán sem í boði eru. Líklegt er að Afríka og Asía fái fjögur aukasæti hvor og Ameríkuálfurnar fái 2-3 aukasæti hvor. Þá gæti farið svo að Eyjaálfu verði tryggt sæti í keppninni en þurfi ekki að fara í gegnum umspil eins og áður.Stórauknar tekjur Infantino hefur áður sagt að HM eigi að stuðla að bættri knattspyrnu um allan heim og að ekkert auki áhuga meira á knattspyrnu í viðkomandi landi þegar lið þess kemst á HM. Hann sagði að ákvörðun ætti ekki að vera fjáhagslegs eðlis þó svo að tekjur FIFA af stærri HM myndu stóraukast. Samkvæmt rannsókn FIFA er búist við að heildartekjur sambandsins af 48 liða HM verði 638 milljarðar króna og aukist þar með um 62 milljarða króna.
Fótbolti Tengdar fréttir Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Forseti FIFA segir meirihluta knattspyrnusambanda heims styðja 48 þjóða HM Það lítur flest út fyrir það að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði orðin 48 þjóða keppni áður en langt um líður. 28. desember 2016 10:00