Pétur Pálsson, línumaður, hefur ákveðið að semja við Hauka og mun hann ganga í raðir félagsins næsta sumar.
Þetta var tilkynnt á heimasíðu Hauka í dag en Pétur var síðast á mála hjá félaginu 2009 til 2010. Síðan þá hefur hann spilað með ÍBV, Midtjylland í Danmörku, Kristiansund og Kolstad í Noregi.
Á dögunum var greint frá því að Janus Daði Smárason væri búinn að semja við Álaborg í Danmörku en félagið mun þá landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson í sumar.
Haukar byrjuðu tímabilið í haust heldur rólega en unnu síðustu níu leiki sína fyrir jólafrí og komu sér upp í annað sæti Olísdeildar karla.
