Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 14:53 Heimir Hallgrísmson á hliðarlínunni í rigningunni í Nanning í dag. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var léttur þegar Vísir heyrði í honum eftir 2-0 sigur strákanna okkar á Kína í hádeginu í dag. Sigurinn kom íslenska liðinu í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Strákarnir okkar voru ekki að spila vel í fyrri hálfleiknum og Heimir var fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Hann var reyndar sáttur með fyrstu mínúturnar. „Fyrri hálfleikurinn byrjaði ágætlega og við vorum ánægðir með fyrstu 15-20 mínúturnar. Við fengum ágætar opnanir en misstum svo tökin á leiknum,“ segir Heimir. „Við vissum það fyrir leikinn að Kínverjarnir myndu sækja hratt þegar þeir myndu vinna boltann og þetta slitnaði allt í sundur hjá okkur. Það sást alveg að við opnuðumst og vorum ekki að spila sem ein heild. Þá fórum við að kýla boltann fram þar sem framherjarnir voru ekki komnir í stöðu.“ Vestamanneyingurinn var aftur á móti kátur með frammistöðuna í seinni hálfleik þar sem Ísland tók forystuna á 64. mínútu með marki Kjartans Henrys Finnbogasonar. „Vegna spilamennskunnar í fyrri hálfleik ákváðum við að færa liðið aftar í þeim síðari og þétta raðirnar. Það gekk vel og kínverska liðið átti erfitt með að spila í gegnum okkur. Þá opnuðust líka betri tækifæri fyrir okkur þegar þeir komu framar,“ segir Heimir. „Við stýrðum leiknum betur í seinni hálfleiknum, sérstaklega þegar við vorum ekki með boltann. Við gátum hvílt í varnarleiknum með góðum færslum.“ Kjartan Henry skoraði eftir að koma inn á sem varamaður og það gerði Aron Sigurðarson líka. Báðir komu inn með mikinn kraft í liðið eins og allir varamennirnir. Þetta var þjálfarateymið ánægt með. „Við vorum einmitt að ræða þetta eftir leikinn. Við vorum hrikalega ánægðir með viðhorfið hjá öllum leikmönnunum. Menn eru ekki í leikformi og ekki í topp standi. Það var því eðlilegt að menn urðu þreyttir enda völlurinn líka rennandi blautur. Þá var frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn,“ segir Heimir Hallgrímsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Björn Bergmann byrjar gegn Kína Byrjunarlið Íslands gegn Kína fyrir leikinn í hádeginu hefur verið tilkynnt. 10. janúar 2017 10:44 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Madrid - Espanyol | Taplaus lið í toppslag Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var léttur þegar Vísir heyrði í honum eftir 2-0 sigur strákanna okkar á Kína í hádeginu í dag. Sigurinn kom íslenska liðinu í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Strákarnir okkar voru ekki að spila vel í fyrri hálfleiknum og Heimir var fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Hann var reyndar sáttur með fyrstu mínúturnar. „Fyrri hálfleikurinn byrjaði ágætlega og við vorum ánægðir með fyrstu 15-20 mínúturnar. Við fengum ágætar opnanir en misstum svo tökin á leiknum,“ segir Heimir. „Við vissum það fyrir leikinn að Kínverjarnir myndu sækja hratt þegar þeir myndu vinna boltann og þetta slitnaði allt í sundur hjá okkur. Það sást alveg að við opnuðumst og vorum ekki að spila sem ein heild. Þá fórum við að kýla boltann fram þar sem framherjarnir voru ekki komnir í stöðu.“ Vestamanneyingurinn var aftur á móti kátur með frammistöðuna í seinni hálfleik þar sem Ísland tók forystuna á 64. mínútu með marki Kjartans Henrys Finnbogasonar. „Vegna spilamennskunnar í fyrri hálfleik ákváðum við að færa liðið aftar í þeim síðari og þétta raðirnar. Það gekk vel og kínverska liðið átti erfitt með að spila í gegnum okkur. Þá opnuðust líka betri tækifæri fyrir okkur þegar þeir komu framar,“ segir Heimir. „Við stýrðum leiknum betur í seinni hálfleiknum, sérstaklega þegar við vorum ekki með boltann. Við gátum hvílt í varnarleiknum með góðum færslum.“ Kjartan Henry skoraði eftir að koma inn á sem varamaður og það gerði Aron Sigurðarson líka. Báðir komu inn með mikinn kraft í liðið eins og allir varamennirnir. Þetta var þjálfarateymið ánægt með. „Við vorum einmitt að ræða þetta eftir leikinn. Við vorum hrikalega ánægðir með viðhorfið hjá öllum leikmönnunum. Menn eru ekki í leikformi og ekki í topp standi. Það var því eðlilegt að menn urðu þreyttir enda völlurinn líka rennandi blautur. Þá var frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn,“ segir Heimir Hallgrímsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Björn Bergmann byrjar gegn Kína Byrjunarlið Íslands gegn Kína fyrir leikinn í hádeginu hefur verið tilkynnt. 10. janúar 2017 10:44 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Real Madrid - Espanyol | Taplaus lið í toppslag Í beinni: Brighton - Spurs | Heldur gott gengi gestanna áfram? Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Sjá meira
Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15
Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45
Björn Bergmann byrjar gegn Kína Byrjunarlið Íslands gegn Kína fyrir leikinn í hádeginu hefur verið tilkynnt. 10. janúar 2017 10:44
Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn