Táraflóð og standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2017 15:45 Frábær stemning í Háskólabíói í gærkvöldi. vísir/eyþór Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. Myndin var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöld og það fyrir framan troðfullan sal. Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Það er óhætt að segja að bíógestir hafi verið hrifnir af myndinni en þegar henni var lokið stóð allur salurinn upp og klappaði lengi vel. Leikarar og alls starfsfólk í kringum myndina hneigðu sig uppi á sviði eftir sýningu og fengu aðalleikarar myndarinnar, þeir Baldur Einarsson og Blær Hinriksson sem fara hreinlega á kostum í kvikmyndinni. Fólk mætti í Vesturbæinn með bros á vör en undir lok Hjartasteins grétu bíógestir og mátti heyra tilfinningaþrunginn viðbrögð um allan sal. Eyþór Árnason, ljósmyndari 365, var mættur á svæðið fyrir sýningu og má sjá ljósmyndir hans hér að ofan. Hér að neðan má hlusta á skemmtilegt viðtal við aðalleikara kvikmyndarinnar sem tekið var í þættinum Í bítið í morgun. Einnig má sjá viðbrögðin í Háskólabíói í gær. Ingvar E. var mættur ásamt æskuvini sínum.Saga Sigurðardóttir og Sóllilja BaltasarsdóttirAndri Snær Magnason lét sig ekki vanta.Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pjé mætti á sýninguna ásamt kærustunni sinni og vini.Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar er hér til hægri og Jónína Þórdís Karlsdóttir, leikkona er til vinstri.Nanna Kristín Magnúsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir fara með stór hlutverk í kvikmyndinni. Drengurinn í miðjunni leikur einnig í Hjartasteini og heitir hann Daniel Hans Erlendsson.Þessi ungmenni mættu og virtust skemmta sér vel. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. Myndin var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöld og það fyrir framan troðfullan sal. Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Það er óhætt að segja að bíógestir hafi verið hrifnir af myndinni en þegar henni var lokið stóð allur salurinn upp og klappaði lengi vel. Leikarar og alls starfsfólk í kringum myndina hneigðu sig uppi á sviði eftir sýningu og fengu aðalleikarar myndarinnar, þeir Baldur Einarsson og Blær Hinriksson sem fara hreinlega á kostum í kvikmyndinni. Fólk mætti í Vesturbæinn með bros á vör en undir lok Hjartasteins grétu bíógestir og mátti heyra tilfinningaþrunginn viðbrögð um allan sal. Eyþór Árnason, ljósmyndari 365, var mættur á svæðið fyrir sýningu og má sjá ljósmyndir hans hér að ofan. Hér að neðan má hlusta á skemmtilegt viðtal við aðalleikara kvikmyndarinnar sem tekið var í þættinum Í bítið í morgun. Einnig má sjá viðbrögðin í Háskólabíói í gær. Ingvar E. var mættur ásamt æskuvini sínum.Saga Sigurðardóttir og Sóllilja BaltasarsdóttirAndri Snær Magnason lét sig ekki vanta.Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pjé mætti á sýninguna ásamt kærustunni sinni og vini.Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar er hér til hægri og Jónína Þórdís Karlsdóttir, leikkona er til vinstri.Nanna Kristín Magnúsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir fara með stór hlutverk í kvikmyndinni. Drengurinn í miðjunni leikur einnig í Hjartasteini og heitir hann Daniel Hans Erlendsson.Þessi ungmenni mættu og virtust skemmta sér vel.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira