Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 89-69 | Haukar fundu taktinn Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 13. janúar 2017 21:30 Sherrod Wright var stigahæstur í liði Hauka. vísir/anton Haukar unnu virkilega mikilvægan sigur á Grindvíkingum, 89-69, í Dominos-deild karla. Liðið var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næstneðsta sæti deildarinnar.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Schenker-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Grindvíkingar byrjuðu leikinn á Ásvöllum mun betur og náði fínu forskoti. Í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og tóku völdin á vellinum. Haukar eru því komnir með 10 stig í deildinni og eru kannski vaknaðir á þessu tímabili. Sherrod Wright var flottur í liði Hauka og skoraði 24 stig.Af hverju unnu Haukar? Þeir sýndu loks að liðið er með fína breidd og leikmenn fengu að njóta sín og spila sinn leik. Stigaskorið dreifðist nokkuð vel og tóku nánast allir leikmenn liðsins virkan þátt í leiknum. Það var klárlega það sem skilaði liðinu stigin tvö.Bestu menn vallarins Finnur Atli Magnússon var frábær í fyrri hálfleik hjá Haukum en lenti í villuvandræðum í þeim síðari. Þá tóku þeir Sherrod Wright og Haukur Óskarsson við. Þessi menn voru bestu menn vallarins og skoruðu þeir allir svipað mörg stig.Hvað gekk illa ?Grindvíkingar voru hreinlega skelfilegir sóknarlega, hittu illa og voru bara ekki að finna samherja. Það vantaði töluvert upp á samskiptin á milli leikmanna og á köflum var eins og að þeir þekktu varla hvorn annan. Varnarlega voru gestirnir alls ekki góðir og heilt yfir þurfa Grindvíkingar heldur betur að skoða sín mál.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/antonÍvar: Ungu strákarnir af bekknum kveiktu í liðinu „Ég er bara gríðarlega stoltur af strákunum sem voru frábærir í kvöld og sýndu mikinn karakter eftir að við byrjuðum frekar illa,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum búnir að fara nákvæmlega yfir það sem þeir eru búnir að vera gera, en samt byrjum við illa í kvöld. Ég var mjög ósáttur við það í byrjun og við urðum að taka leikhlé mjög snemma til að endurskipuleggja okkur.“ Ívar segir að leikmenn liðsins hafi brotið heimskulega af sér í upphafi leiksins. „Eftir þess döpru byrjun var leikur okkar í raun frábær og ég er gríðarlega stoltur af þessum strákum sem komu inn af bekknum. Ég hef ekki verið að nota bekkinn gríðarlega mikið en við töluðum um það í vikunni að við þyrftum að fara dreifa álaginu meira og það gekk vel í kvöld.“ Hann segir að breytingin á liðinu í öðrum leikhluta hafi verið að menn fóru að spila varnarleikinn eins og lagt hafði verið upp. „Allir sigrar núna eru bara gríðarlega mikilægir fyrir okkur og miðað við úrslitin í þessari umferð þá megum við ekki við því að misstíga okkur neitt.“Jóhann var virkilega ósáttur með sína menn í kvöld.vísir/antonJóhann með pillu á sína eigin leikmenn: Ólafur, Dagur og Ómar bara lélegir í kvöld „Ég hef eiginlega ekki hugmynd hvað gerist hjá liðinu eftir fína byrjun,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við erum bara slakir í kvöld, alveg saman hvar litið er niður. Það var ekki að hjálpa okkur að við hittum illa, við hefðum líklega ekki hitt hafið á bryggjunni í kvöld. Þetta pirrar mig töluvert og ég hef bara miklar áhyggjur af þessu.“ Stigaskorið gekk ekkert hjá Grindvíkingum í kvöld. „Við settumst niður eftir áramót og ræddum málin. Við ætluðum að taka okkur leik upp á næsta stig en við erum heldur betur ekki að því. Ég veit ekki hvort við höndlum bara ekki þessa umræðu. Lykilmenn í liðinu voru skelfilegir í kvöld. Ólafur [Ólafsson] er með stórar áætlanir að fara hingað og þangað en hann getur bara ekki neitt í kvöld. Dagur var slakur og Ómar líka, bara svona ef ég á að taka Ívar [Ásgrímsson, þjálfara Hauka] á þetta og gangrýni leikmenn bara beint út,“ segir Jóhann og kallar eftir því að menn axli ábyrgð á sínum leik. „Þegar kemur að því að framkvæma hlutina í leik þá líta menn bara hræðilega út.“vísir/anton Dominos-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Haukar unnu virkilega mikilvægan sigur á Grindvíkingum, 89-69, í Dominos-deild karla. Liðið var fyrir leikinn aðeins með átta stig í næstneðsta sæti deildarinnar.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Schenker-höllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Grindvíkingar byrjuðu leikinn á Ásvöllum mun betur og náði fínu forskoti. Í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og tóku völdin á vellinum. Haukar eru því komnir með 10 stig í deildinni og eru kannski vaknaðir á þessu tímabili. Sherrod Wright var flottur í liði Hauka og skoraði 24 stig.Af hverju unnu Haukar? Þeir sýndu loks að liðið er með fína breidd og leikmenn fengu að njóta sín og spila sinn leik. Stigaskorið dreifðist nokkuð vel og tóku nánast allir leikmenn liðsins virkan þátt í leiknum. Það var klárlega það sem skilaði liðinu stigin tvö.Bestu menn vallarins Finnur Atli Magnússon var frábær í fyrri hálfleik hjá Haukum en lenti í villuvandræðum í þeim síðari. Þá tóku þeir Sherrod Wright og Haukur Óskarsson við. Þessi menn voru bestu menn vallarins og skoruðu þeir allir svipað mörg stig.Hvað gekk illa ?Grindvíkingar voru hreinlega skelfilegir sóknarlega, hittu illa og voru bara ekki að finna samherja. Það vantaði töluvert upp á samskiptin á milli leikmanna og á köflum var eins og að þeir þekktu varla hvorn annan. Varnarlega voru gestirnir alls ekki góðir og heilt yfir þurfa Grindvíkingar heldur betur að skoða sín mál.Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/antonÍvar: Ungu strákarnir af bekknum kveiktu í liðinu „Ég er bara gríðarlega stoltur af strákunum sem voru frábærir í kvöld og sýndu mikinn karakter eftir að við byrjuðum frekar illa,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum búnir að fara nákvæmlega yfir það sem þeir eru búnir að vera gera, en samt byrjum við illa í kvöld. Ég var mjög ósáttur við það í byrjun og við urðum að taka leikhlé mjög snemma til að endurskipuleggja okkur.“ Ívar segir að leikmenn liðsins hafi brotið heimskulega af sér í upphafi leiksins. „Eftir þess döpru byrjun var leikur okkar í raun frábær og ég er gríðarlega stoltur af þessum strákum sem komu inn af bekknum. Ég hef ekki verið að nota bekkinn gríðarlega mikið en við töluðum um það í vikunni að við þyrftum að fara dreifa álaginu meira og það gekk vel í kvöld.“ Hann segir að breytingin á liðinu í öðrum leikhluta hafi verið að menn fóru að spila varnarleikinn eins og lagt hafði verið upp. „Allir sigrar núna eru bara gríðarlega mikilægir fyrir okkur og miðað við úrslitin í þessari umferð þá megum við ekki við því að misstíga okkur neitt.“Jóhann var virkilega ósáttur með sína menn í kvöld.vísir/antonJóhann með pillu á sína eigin leikmenn: Ólafur, Dagur og Ómar bara lélegir í kvöld „Ég hef eiginlega ekki hugmynd hvað gerist hjá liðinu eftir fína byrjun,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við erum bara slakir í kvöld, alveg saman hvar litið er niður. Það var ekki að hjálpa okkur að við hittum illa, við hefðum líklega ekki hitt hafið á bryggjunni í kvöld. Þetta pirrar mig töluvert og ég hef bara miklar áhyggjur af þessu.“ Stigaskorið gekk ekkert hjá Grindvíkingum í kvöld. „Við settumst niður eftir áramót og ræddum málin. Við ætluðum að taka okkur leik upp á næsta stig en við erum heldur betur ekki að því. Ég veit ekki hvort við höndlum bara ekki þessa umræðu. Lykilmenn í liðinu voru skelfilegir í kvöld. Ólafur [Ólafsson] er með stórar áætlanir að fara hingað og þangað en hann getur bara ekki neitt í kvöld. Dagur var slakur og Ómar líka, bara svona ef ég á að taka Ívar [Ásgrímsson, þjálfara Hauka] á þetta og gangrýni leikmenn bara beint út,“ segir Jóhann og kallar eftir því að menn axli ábyrgð á sínum leik. „Þegar kemur að því að framkvæma hlutina í leik þá líta menn bara hræðilega út.“vísir/anton
Dominos-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira