Flokka Íslendinga eftir áhrifum þeirra Snærós Sindradóttir skrifar 14. janúar 2017 07:00 Teymið á bakvið Ghostlamp núna. Eitt þeirra er sjálft áhrifavaldur og segir mikla vinnu liggja á bak við samfélagsmiðlareikninginn sinn. Vinsældir á samfélagsmiðlum sé engin tilviljun. mynd/antonía lárusdóttir Íslenskt fyrirtæki hefur hannað forrit til að finna fólk á samfélagsmiðlum sem getur auglýst vörur með nýstárlegum hætti. Fyrirtækið kallar fólkið áhrifavalda og flokkar þá, sem undir frumskilgreiningu fyrirtækisins falla, eftir áhugasviði þeirra og markhópsins sem fólkið nær til. Fyrirtækið Ghostlamp var stofnað árið 2014 af Jóni Braga Gíslasyni. Nýlega gengu til liðs við fyrirtækið forritarar sem komu í gagnið leitarforriti sem gengur sjálfvirkt allan sólarhringinn og finnur fólk sem hefur nægilega stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum. Jón Bragi fullyrðir að forritið sé það fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hafi fyrirtækið nú þegar um milljón manns á skrá sem falla að skilyrðum fyrirtækisins.Jón Bragi Gíslason, stofnandi Ghostlamp. Mynd/ Antonía LárusdóttirÞar af eru ríflega 20 þúsund Íslendingar. „Við erum að miða við að þú hafir yfir eitt þúsund fylgjendur á Instagram. Það er samt ekki nóg að vera með mjög marga fylgjendur því við leitum að fólki sem er búið að byggja upp sterk tengsl við sinn fylgjendahóp,“ segir Jón Bragi. Fyrirtækið flokkar áhrifavaldana í mikilvægisröð eftir því hversu stóran markhóp hver og einn hefur. Í stuttu máli virkar það þannig að Ghostlamp fær til viðskipta við sig fyrirtæki sem skipuleggja herferð. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið hefur auglýst útivistarfatnað. Í kjölfarið hefur Ghostlamp samband við það fólk sem passar við vöruna og býður því að auglýsa hana gegn gjaldi.Jón Bragi hafnar því að um duldar auglýsingar sé að ræða. „Nei, þetta eru ekki duldar auglýsingar. Við erum ekki að ritstýra neinu. Áhrifafólkið fær bara tilboð um að taka þátt og við gefum því algjört listrænt frelsi á það hvernig það tjáir sig um vörur og þjónustu og þar af leiðandi er þetta ekki auglýsing sem slík.“ Innan skamms heldur Jón Bragi utan til að skipuleggja stóra herferð með alþjóðlegum risavörumerkjum sem þó má ekki greina frá strax vegna samninga. Fyrirtækið er nú þegar farið að starfa í Evrópu og Bandaríkjunum með þarlendum áhrifavöldum.„Þú getur fengið allt að 50 þúsund krónur fyrir herferð sem tekur þig einn dag að framkvæma. Fyrirtækin fá alvöru fólk til að vera talsmenn vörunnar sinnar og þeir búa til frábært efni til að kynna vöruna. Það fólk fær svo bara borgað eftir því hversu áhrifaríkt það er.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki hefur hannað forrit til að finna fólk á samfélagsmiðlum sem getur auglýst vörur með nýstárlegum hætti. Fyrirtækið kallar fólkið áhrifavalda og flokkar þá, sem undir frumskilgreiningu fyrirtækisins falla, eftir áhugasviði þeirra og markhópsins sem fólkið nær til. Fyrirtækið Ghostlamp var stofnað árið 2014 af Jóni Braga Gíslasyni. Nýlega gengu til liðs við fyrirtækið forritarar sem komu í gagnið leitarforriti sem gengur sjálfvirkt allan sólarhringinn og finnur fólk sem hefur nægilega stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum. Jón Bragi fullyrðir að forritið sé það fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hafi fyrirtækið nú þegar um milljón manns á skrá sem falla að skilyrðum fyrirtækisins.Jón Bragi Gíslason, stofnandi Ghostlamp. Mynd/ Antonía LárusdóttirÞar af eru ríflega 20 þúsund Íslendingar. „Við erum að miða við að þú hafir yfir eitt þúsund fylgjendur á Instagram. Það er samt ekki nóg að vera með mjög marga fylgjendur því við leitum að fólki sem er búið að byggja upp sterk tengsl við sinn fylgjendahóp,“ segir Jón Bragi. Fyrirtækið flokkar áhrifavaldana í mikilvægisröð eftir því hversu stóran markhóp hver og einn hefur. Í stuttu máli virkar það þannig að Ghostlamp fær til viðskipta við sig fyrirtæki sem skipuleggja herferð. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið hefur auglýst útivistarfatnað. Í kjölfarið hefur Ghostlamp samband við það fólk sem passar við vöruna og býður því að auglýsa hana gegn gjaldi.Jón Bragi hafnar því að um duldar auglýsingar sé að ræða. „Nei, þetta eru ekki duldar auglýsingar. Við erum ekki að ritstýra neinu. Áhrifafólkið fær bara tilboð um að taka þátt og við gefum því algjört listrænt frelsi á það hvernig það tjáir sig um vörur og þjónustu og þar af leiðandi er þetta ekki auglýsing sem slík.“ Innan skamms heldur Jón Bragi utan til að skipuleggja stóra herferð með alþjóðlegum risavörumerkjum sem þó má ekki greina frá strax vegna samninga. Fyrirtækið er nú þegar farið að starfa í Evrópu og Bandaríkjunum með þarlendum áhrifavöldum.„Þú getur fengið allt að 50 þúsund krónur fyrir herferð sem tekur þig einn dag að framkvæma. Fyrirtækin fá alvöru fólk til að vera talsmenn vörunnar sinnar og þeir búa til frábært efni til að kynna vöruna. Það fólk fær svo bara borgað eftir því hversu áhrifaríkt það er.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira