Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 12:36 Diljá Sigurðardóttir var bent á það í gær af sundlaugaverði að ekki væri free the nipple dagurinn. Akranes.is Diljá Sigurðardóttur lenti í heldur óskemmtilegu atviki er hún var í sundi ásamt vinum sínum á Akranesi í gær en hún fékk athugasemdir frá sundlaugaverði fyrir að vera ber að ofan í sundlauginni. Nútíminn greindi fyrst frá. Í samtali við Vísi segir Diljá að hún hafi ásamt félögum sínum ákveðið að fá sér sundsprett í Jaðarsbakkalaug á Akranesi eftir að þau höfðu verið í Roller Derby æfingabúðum. Þau höfðu verið þar í nokkrar mínútur þegar sundlaugavörður vatt sér að þeim þar sem þau voru í heita pottinum og spurði hvort ekki allir væru í sundfötum, þar sem kvörtun hefði borist um að einn gestur laugarinnar væri ekki í sundfötum.Sjá einnig:Munu fara yfir atvikið með starfsfólki Að sögn Diljáar horfði hún þá á sig en Diljá svaraði henni um hæl og sagðist vissulega vera í sundfötum. Þá hefði sundlaugavörðurinn sagt henni að hún væri nú samt ekki í topp. Vinkonur Diljáar bentu henni þá á að í sundlauginni væru karlar sem væru berir að ofan líka. „Ætlið þið virkilega að taka þessa umræðu núna? Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ svaraði sundlaugavörðurinn þeim þá að sögn Diljáar. Diljá segist vera þakklát fyrir stuðning vina sinna í lauginni sem stóðu með henni þrátt fyrir þá neikvæðu athygli sem hún fékk fyrir klæðnað sinn í lauginni. Hún hafi aldrei fengið slík viðbrögð áður við því að vera ber að ofan. „Þetta atvik hvetur mann bara til þess að halda áfram því sem maður er að gera því það þarf enn að breyta hugsunarhættinum í samfélaginu.“ Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Diljá Sigurðardóttur lenti í heldur óskemmtilegu atviki er hún var í sundi ásamt vinum sínum á Akranesi í gær en hún fékk athugasemdir frá sundlaugaverði fyrir að vera ber að ofan í sundlauginni. Nútíminn greindi fyrst frá. Í samtali við Vísi segir Diljá að hún hafi ásamt félögum sínum ákveðið að fá sér sundsprett í Jaðarsbakkalaug á Akranesi eftir að þau höfðu verið í Roller Derby æfingabúðum. Þau höfðu verið þar í nokkrar mínútur þegar sundlaugavörður vatt sér að þeim þar sem þau voru í heita pottinum og spurði hvort ekki allir væru í sundfötum, þar sem kvörtun hefði borist um að einn gestur laugarinnar væri ekki í sundfötum.Sjá einnig:Munu fara yfir atvikið með starfsfólki Að sögn Diljáar horfði hún þá á sig en Diljá svaraði henni um hæl og sagðist vissulega vera í sundfötum. Þá hefði sundlaugavörðurinn sagt henni að hún væri nú samt ekki í topp. Vinkonur Diljáar bentu henni þá á að í sundlauginni væru karlar sem væru berir að ofan líka. „Ætlið þið virkilega að taka þessa umræðu núna? Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ svaraði sundlaugavörðurinn þeim þá að sögn Diljáar. Diljá segist vera þakklát fyrir stuðning vina sinna í lauginni sem stóðu með henni þrátt fyrir þá neikvæðu athygli sem hún fékk fyrir klæðnað sinn í lauginni. Hún hafi aldrei fengið slík viðbrögð áður við því að vera ber að ofan. „Þetta atvik hvetur mann bara til þess að halda áfram því sem maður er að gera því það þarf enn að breyta hugsunarhættinum í samfélaginu.“
Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16
Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15