Kannað verði hvort hringir á Nesinu séu írskt landnám Kristján Már Unnarsson skrifar 16. janúar 2017 20:00 Merkar fornminjar gætu leynst nánast framan við nefið á borgarbúum. Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. Þetta kom fram í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2. Vestan Nesstofu á Seltjarnarnesi bendir Þorgeir S. Helgason mannvirkjajarðfræðingur okkur á hvar sjá megi stóra hringi í landslaginu, sem hann segir að hafi ekki uppgötvast fyrr en eftir 1980. „Og ekki fyrr en menn sáu þetta úr lofti," segir Þorgeir.Þorgeir S. Helgason mannvirkjajarðfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Enginn hafði tekið eftir þessu, þar á meðal gamla konan sem bjó hér í Nesstofu alla sína tíð, í 70 ár, - þegar við töluðum við hana, - hún kannaðist ekkert við þá,“ segir Þorgeir. Við sérstakar aðstæður sjást þessir hringlaga garðar vel úr lofti og þeir eru frá tíu metrum og upp í fimmtíu metrar í þvermál. Þjóðminjasafnið aldursgreindi garðana fyrir rúmum tuttugu árum og þá kom í ljós að þeir voru hlaðnir rétt eftir að landnámsöskulagið féll. „Þetta er fljótlega eftir það. Þannig að þetta er alveg frá upphafi Íslandsbyggðar.“Stærstu hringirnir eru um 50 metrar í þvermál. Á Bretlandseyjum hlóðu menn slíka hringlaga garða umhverfis bústaði.Mynd/Þorgeir S. Helgason.Þorgeir hvetur til þess að hringirnir verði rannsakaðir nánar og sérstaklega með þá tilgátu í huga að þeir geti verið leifar af keltneskum mannvirkjum, sem þekktust á Bretlandseyjum um það leyti sem Ísland byggðist. „Á Írlandi var þetta byggingarhefðin alveg fram yfir 1200. Menn byggðu garð í þessu þvermáli, eins og þetta sem við sjáum. En íveruhúsin, eða gripahús, voru inni í því,“ segir Þorgeir.Hringirnir eru vestan við Nesstofu og sjást best úr lofti við sérstakar aðstæður.Mynd/Þorgeir S. Helgason.Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur, hefur lengi haldið því fram að keltnesk áhrif séu vanmetin í Íslandssögunni. Hann hefur bent á það að í einni útgáfu Landnámu komi fram að Gufa Ketilsson, sonur landnámsmanns Akraness, Ketils Bresasonar, sem kom frá Írlandi, hafi búið á Seltjarnarnesi.Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Gufa, sem var hér, var annarrar kynslóðar Íri. En eitt það fyrsta sem Ingólfur Arnarson gerir, Norðmaðurinn, þegar hann kemur hingað, er að reka burtu Gufu Ketilsson. Og hversvegna í ósköpunum hefði landnámsmaðurinn norski, Ingólfur Arnarson, þurft að reka burtu Gufu Ketilsson hafi ekki Gufa Ketilsson verið hérna fyrir þegar hann kom?“ spyr Þorvaldur.Á þessari ljósmynd sjást hringirnir vel vestan byggðarinnar á Seltjarnarnesi.Mynd/Þorgeir S. Helgason. Fornminjar Landnemarnir Seltjarnarnes Tengdar fréttir Landnámsöskulagið leiðrétt til ársins 877 Leiðrétta þarf helsta tímamæli landnámsins um sex ár eftir að ný rannsókn sýndi að landnámsöskulagið er ranglega tímasett. 9. desember 2016 20:00 Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15 Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Merkar fornminjar gætu leynst nánast framan við nefið á borgarbúum. Mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verði hvort dularfullir hringir á Seltjarnarnesi séu leifar írskra mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar. Þetta kom fram í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2. Vestan Nesstofu á Seltjarnarnesi bendir Þorgeir S. Helgason mannvirkjajarðfræðingur okkur á hvar sjá megi stóra hringi í landslaginu, sem hann segir að hafi ekki uppgötvast fyrr en eftir 1980. „Og ekki fyrr en menn sáu þetta úr lofti," segir Þorgeir.Þorgeir S. Helgason mannvirkjajarðfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Enginn hafði tekið eftir þessu, þar á meðal gamla konan sem bjó hér í Nesstofu alla sína tíð, í 70 ár, - þegar við töluðum við hana, - hún kannaðist ekkert við þá,“ segir Þorgeir. Við sérstakar aðstæður sjást þessir hringlaga garðar vel úr lofti og þeir eru frá tíu metrum og upp í fimmtíu metrar í þvermál. Þjóðminjasafnið aldursgreindi garðana fyrir rúmum tuttugu árum og þá kom í ljós að þeir voru hlaðnir rétt eftir að landnámsöskulagið féll. „Þetta er fljótlega eftir það. Þannig að þetta er alveg frá upphafi Íslandsbyggðar.“Stærstu hringirnir eru um 50 metrar í þvermál. Á Bretlandseyjum hlóðu menn slíka hringlaga garða umhverfis bústaði.Mynd/Þorgeir S. Helgason.Þorgeir hvetur til þess að hringirnir verði rannsakaðir nánar og sérstaklega með þá tilgátu í huga að þeir geti verið leifar af keltneskum mannvirkjum, sem þekktust á Bretlandseyjum um það leyti sem Ísland byggðist. „Á Írlandi var þetta byggingarhefðin alveg fram yfir 1200. Menn byggðu garð í þessu þvermáli, eins og þetta sem við sjáum. En íveruhúsin, eða gripahús, voru inni í því,“ segir Þorgeir.Hringirnir eru vestan við Nesstofu og sjást best úr lofti við sérstakar aðstæður.Mynd/Þorgeir S. Helgason.Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur, hefur lengi haldið því fram að keltnesk áhrif séu vanmetin í Íslandssögunni. Hann hefur bent á það að í einni útgáfu Landnámu komi fram að Gufa Ketilsson, sonur landnámsmanns Akraness, Ketils Bresasonar, sem kom frá Írlandi, hafi búið á Seltjarnarnesi.Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Gufa, sem var hér, var annarrar kynslóðar Íri. En eitt það fyrsta sem Ingólfur Arnarson gerir, Norðmaðurinn, þegar hann kemur hingað, er að reka burtu Gufu Ketilsson. Og hversvegna í ósköpunum hefði landnámsmaðurinn norski, Ingólfur Arnarson, þurft að reka burtu Gufu Ketilsson hafi ekki Gufa Ketilsson verið hérna fyrir þegar hann kom?“ spyr Þorvaldur.Á þessari ljósmynd sjást hringirnir vel vestan byggðarinnar á Seltjarnarnesi.Mynd/Þorgeir S. Helgason.
Fornminjar Landnemarnir Seltjarnarnes Tengdar fréttir Landnámsöskulagið leiðrétt til ársins 877 Leiðrétta þarf helsta tímamæli landnámsins um sex ár eftir að ný rannsókn sýndi að landnámsöskulagið er ranglega tímasett. 9. desember 2016 20:00 Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45 Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15 Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Landnámsöskulagið leiðrétt til ársins 877 Leiðrétta þarf helsta tímamæli landnámsins um sex ár eftir að ný rannsókn sýndi að landnámsöskulagið er ranglega tímasett. 9. desember 2016 20:00
Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. 13. nóvember 2016 20:45
Er Íslandssagan rétt ef hér stóð hús árið 810? Fornleifar í Stöðvarfirði virðast vera nýjasta vísbendingin um að einhverjir hafi verið búnir að reisa skála á Íslandi löngu fyrir árið 874. 15. janúar 2017 08:15
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00