Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 75-98 | Skyldusigur hjá Keflvíkingum Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 19. janúar 2017 20:45 Amin Khalil Stevens skoraði 33 stig í kvöld. Vísir/Anton Keflavík átti ekki í neinum vandræðum með að leggja botnlið Snæfells að velli þegar liðin mættust í Domino´s-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík var betra liðið frá fyrsta leikhluta og vann á endanum 22 stiga sigur, 97-25. Snæfell er ekki enn þá búið að vinna leik í deildinni og situr eðlilega rótfast á botninum en fall í 1. deild bíður Hólmara. Keflavík styrkti stöðu sína í baráttu um sæti í úrslitakeppninni með sigrinum. Amin Stevens skoraði 33 stig fyrir Keflavík í kvöld og tók 19 fráköst en Magnús Már Traustason skoraði 26 stig og tók fjögur fráköst fyrir gestina. Árni Elmar Hrafnsson var stigahæstur Snæfells með 14 stig. Keflvíkingar sýndu agaðan og skilvirkan körfubolta í upphafi leiks. Strax frá fyrstu mínútu voru öll völd tekin af Snæfellsstrákunum og uppskáru gestirnir þægilega 19 stiga forystu eftir fyrsta fjórðung. Í öðrum leikhluta hóf Snæfell að hamast meira í gestunum sínum sem leiddi til þess að boltinn fór að ganga verr á milli Suðurnesjamanna. Á sama tíma rötuðu skot heimamanna í auknum mæli rétta leið. Leikurinn virtist þá vera jafnari en áður. Á heildina litið leiddi aukin pressa Snæfellinga á Keflavíkurliðið þó einungis til tilviljanakenndari sóknarleiks beggja liða. Hvorugt lið tók sér tíma til að stilla upp í almennilegan sóknarleik og hélst sú staða það sem eftir var leiksins. Alls urðu leikhlutirnir þrír þar sem bæði lið hentu boltanum einhvern vegin sín á milli án þess að bjóða áhorfendum upp á sérstaklega skemmtilegan körfubolta. Keflvíkingar virtust snemma vera farnir að bíða eftir heimferðinni til að komast úr því hnoðri sem var á boðstólnum í Stykkishólmi og Snæfell átti þrátt fyrir alræmda baráttugleði aldrei möguleika á að vinna þennan leik. Keflavík átti þennan sigur og stigin tvö fullkomnlega skilið þegar flautað var til leiksloka.Afhverju vann Keflavík Keflavík er einfaldlega með betri mannskap en Snæfell að svo stöddu. Munurinn á liðunum var augljós í fyrsta leikhluta þar sem Keflvíkingar höfðu góða stjórn á Snæfelli bæði í vörn og sókn.Bestu menn vallarins Amin Stevens fór fyrir sínu liði og skoraði alls 33 stig auk þess að taka 19 fráköst. Magnús Már átti einnig fínan leik og skoraði 26 stig. Aðrir leikmenn voru ekki eins áberandi en skiluðu því sem þurfti til að sækja tvö stig. Hjá Snæfell ber helst að nefna Árna Elmar Hrafnsson og Svein Arnar Davíðsson. Aðrir áttu einnig ágætis spretti.Tölfræði sem vakti athygli Athygli vekur hversu dreift framlagið er hjá Snæfelli á meðan að tveir leikmenn skera sig úr í liði Keflavíkur þegar litið er yfir tölfræði leiksins. Magnús Már Traustason og Amin Stevens skoruðu samtals 59 stig fyrir sitt lið. Jafnframt tóku þeir 23 af 45 fráköstum liðsins.Hvað gekk illa? Keflavík átti greinilega erfitt með að halda réttu spennustigi í þessum leik. Fljótlega voru menn búnir að átta sig á yfirburðum sínum og hafði það töluverð áhrif á framvindu leiksins. Menn leyfðu Snæfelli m.a. að vinna annan leikhluta (25-22) og var sá þriðji einnig mjög jafn (20-21). Miðað við þá frammistöðu sem Keflvíkingar sýndu í fyrsta leikhluta var það óþarfi.Hjörtur: Góður sigur í baráttunni „Þetta er þéttur pakki sem við erum í og stutt á milli liða. Við vorum svo sem ekkert að spila vel nema á köflum. Það var ekki mikill kraftur í okkur og mér fannst við vera soldið værukærir,“ sagði Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigur sinna manna í kvöld. „Mér fannst á tímabili menn ekki vera með hugan við þetta. Í körfubolta er það þannig að menn verða að leggja sig fram til að vinna.“ Mikill munur var á spilamennsku Keflvíkinga þegar fyrsti og annar leikhluti eru bornir saman og sagði Hjörtur það vera fyrst og fremst vera vegna hugafars í kjölfar forskots. „Við fórum vel í gegnum kerfin og fengum frí skot. Svo verða menn kærulausir því við vorum komnir með eitthvað forskot. Þetta gerist því miður oft í íþróttum. Við fórum að gefa lélegar sendingar og fá verri skot og þá komast þeir aftur í leikinn.“Ingi Þór: Hefðum ekki klukkað þá í stórfiskaleik „Við byrjum þennan leik alveg skelfilega og missum þá fram úr alveg í byrjun,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Keflvíkingar fóru ekki djúpt á bekkin í kvöld og mér finnst það vera kredit fyrir okkur að geta verið í hörkuleik við hörkulið svona kanalausir og án okkar stigahæsta leikmann, Andrée Michelson.“ Nýr erlendur leikmaður sat á bekk Snæfells í kvöld en var þó ekki búinn að fá leikheimild. Reikna má með því að allt verði klárt fyrir næsta leik að sögn Inga Þórs. „Það er dýrt að vera kanalaus í fyrstu þremur leikjum en hann kemur inn fyrir næsta leik. Þetta er strákur sem er hungraður fyrir að fá tækifæri og mun klárlega verja betur körfuna okkar en við höfum verið að gera. En ég er mjög stoltur hvernig við gerðum það hér í kvöld.“ Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Keflavík átti ekki í neinum vandræðum með að leggja botnlið Snæfells að velli þegar liðin mættust í Domino´s-deild karla í körfubolta í kvöld. Keflavík var betra liðið frá fyrsta leikhluta og vann á endanum 22 stiga sigur, 97-25. Snæfell er ekki enn þá búið að vinna leik í deildinni og situr eðlilega rótfast á botninum en fall í 1. deild bíður Hólmara. Keflavík styrkti stöðu sína í baráttu um sæti í úrslitakeppninni með sigrinum. Amin Stevens skoraði 33 stig fyrir Keflavík í kvöld og tók 19 fráköst en Magnús Már Traustason skoraði 26 stig og tók fjögur fráköst fyrir gestina. Árni Elmar Hrafnsson var stigahæstur Snæfells með 14 stig. Keflvíkingar sýndu agaðan og skilvirkan körfubolta í upphafi leiks. Strax frá fyrstu mínútu voru öll völd tekin af Snæfellsstrákunum og uppskáru gestirnir þægilega 19 stiga forystu eftir fyrsta fjórðung. Í öðrum leikhluta hóf Snæfell að hamast meira í gestunum sínum sem leiddi til þess að boltinn fór að ganga verr á milli Suðurnesjamanna. Á sama tíma rötuðu skot heimamanna í auknum mæli rétta leið. Leikurinn virtist þá vera jafnari en áður. Á heildina litið leiddi aukin pressa Snæfellinga á Keflavíkurliðið þó einungis til tilviljanakenndari sóknarleiks beggja liða. Hvorugt lið tók sér tíma til að stilla upp í almennilegan sóknarleik og hélst sú staða það sem eftir var leiksins. Alls urðu leikhlutirnir þrír þar sem bæði lið hentu boltanum einhvern vegin sín á milli án þess að bjóða áhorfendum upp á sérstaklega skemmtilegan körfubolta. Keflvíkingar virtust snemma vera farnir að bíða eftir heimferðinni til að komast úr því hnoðri sem var á boðstólnum í Stykkishólmi og Snæfell átti þrátt fyrir alræmda baráttugleði aldrei möguleika á að vinna þennan leik. Keflavík átti þennan sigur og stigin tvö fullkomnlega skilið þegar flautað var til leiksloka.Afhverju vann Keflavík Keflavík er einfaldlega með betri mannskap en Snæfell að svo stöddu. Munurinn á liðunum var augljós í fyrsta leikhluta þar sem Keflvíkingar höfðu góða stjórn á Snæfelli bæði í vörn og sókn.Bestu menn vallarins Amin Stevens fór fyrir sínu liði og skoraði alls 33 stig auk þess að taka 19 fráköst. Magnús Már átti einnig fínan leik og skoraði 26 stig. Aðrir leikmenn voru ekki eins áberandi en skiluðu því sem þurfti til að sækja tvö stig. Hjá Snæfell ber helst að nefna Árna Elmar Hrafnsson og Svein Arnar Davíðsson. Aðrir áttu einnig ágætis spretti.Tölfræði sem vakti athygli Athygli vekur hversu dreift framlagið er hjá Snæfelli á meðan að tveir leikmenn skera sig úr í liði Keflavíkur þegar litið er yfir tölfræði leiksins. Magnús Már Traustason og Amin Stevens skoruðu samtals 59 stig fyrir sitt lið. Jafnframt tóku þeir 23 af 45 fráköstum liðsins.Hvað gekk illa? Keflavík átti greinilega erfitt með að halda réttu spennustigi í þessum leik. Fljótlega voru menn búnir að átta sig á yfirburðum sínum og hafði það töluverð áhrif á framvindu leiksins. Menn leyfðu Snæfelli m.a. að vinna annan leikhluta (25-22) og var sá þriðji einnig mjög jafn (20-21). Miðað við þá frammistöðu sem Keflvíkingar sýndu í fyrsta leikhluta var það óþarfi.Hjörtur: Góður sigur í baráttunni „Þetta er þéttur pakki sem við erum í og stutt á milli liða. Við vorum svo sem ekkert að spila vel nema á köflum. Það var ekki mikill kraftur í okkur og mér fannst við vera soldið værukærir,“ sagði Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigur sinna manna í kvöld. „Mér fannst á tímabili menn ekki vera með hugan við þetta. Í körfubolta er það þannig að menn verða að leggja sig fram til að vinna.“ Mikill munur var á spilamennsku Keflvíkinga þegar fyrsti og annar leikhluti eru bornir saman og sagði Hjörtur það vera fyrst og fremst vera vegna hugafars í kjölfar forskots. „Við fórum vel í gegnum kerfin og fengum frí skot. Svo verða menn kærulausir því við vorum komnir með eitthvað forskot. Þetta gerist því miður oft í íþróttum. Við fórum að gefa lélegar sendingar og fá verri skot og þá komast þeir aftur í leikinn.“Ingi Þór: Hefðum ekki klukkað þá í stórfiskaleik „Við byrjum þennan leik alveg skelfilega og missum þá fram úr alveg í byrjun,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Keflvíkingar fóru ekki djúpt á bekkin í kvöld og mér finnst það vera kredit fyrir okkur að geta verið í hörkuleik við hörkulið svona kanalausir og án okkar stigahæsta leikmann, Andrée Michelson.“ Nýr erlendur leikmaður sat á bekk Snæfells í kvöld en var þó ekki búinn að fá leikheimild. Reikna má með því að allt verði klárt fyrir næsta leik að sögn Inga Þórs. „Það er dýrt að vera kanalaus í fyrstu þremur leikjum en hann kemur inn fyrir næsta leik. Þetta er strákur sem er hungraður fyrir að fá tækifæri og mun klárlega verja betur körfuna okkar en við höfum verið að gera. En ég er mjög stoltur hvernig við gerðum það hér í kvöld.“
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira