„Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 20:35 Myndin sýnir ferð Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur fyrir hvarf hennar og staðsetningu þeirra öryggismyndavéla sem birtar hafa verið myndir úr. Loftmyndir Lögregla telur yfirgnæfandi líkur á því að skipverjarnir tveir, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag, hafi verið í bílnum sem ekið var niður Laugaveginn um það leyti sem síðast sást til Birnu Brjánsdóttur á sömu slóðum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Já, við teljum yfirgnæfandi líkur á því.“ Fyrir liggur að bíllinn sem Grænlendingarnir höfðu til umráða var sá sem dreginn var af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem ótengdur aðili hafði haft bílinn á leigu í sólarhring. Grænlendingarnir tóku bílinn á leigu á föstudegi og skiluðu aftur á laugardegi. Um kvöldið hélt Polar Nanoq úr höfn. Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.vísir/anton brink Yfirheyrslur áfram í kvöld Grímur segir að árangur hafi náðst úr yfirheyrslum yfir mönnunum tveimur í dag en þriðja manni var sleppt úr haldi þar sem hann liggur ekki lengur undir grun. Hinir mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til tveggja vikna en lögregla fór fram á fjögurra vikna varðhald. Var úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar. Grímur segist reikna með að yfirheyrslum verði framhaldið í kvöld en svo haldi menn til síns heima í nótt. Yfirheyrslum verði framhaldið í fyrramálið. Þá sagði Grímur í Kastljósi í kvöld að fólk sem sést hefur á gangi eða hlaupum á Laugavegi í upptökum sem birtar hafa verið úr eftirlitsmyndavélum umræddan laugardagsmorgun ekki tengt málinu. Sjómennirnir tveir hafi ekki verið fótgangandi eða hlaupandi á Laugavegi. Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Gögn benda til misindisverksVísir greindi frá því í dag að við rannsókn lögreglu á bílnum hafi fundist gögn sem bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Þá herma heimildir fréttastofu að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi á laugardeginum sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Lögregla telur yfirgnæfandi líkur á því að skipverjarnir tveir, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag, hafi verið í bílnum sem ekið var niður Laugaveginn um það leyti sem síðast sást til Birnu Brjánsdóttur á sömu slóðum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Já, við teljum yfirgnæfandi líkur á því.“ Fyrir liggur að bíllinn sem Grænlendingarnir höfðu til umráða var sá sem dreginn var af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem ótengdur aðili hafði haft bílinn á leigu í sólarhring. Grænlendingarnir tóku bílinn á leigu á föstudegi og skiluðu aftur á laugardegi. Um kvöldið hélt Polar Nanoq úr höfn. Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.vísir/anton brink Yfirheyrslur áfram í kvöld Grímur segir að árangur hafi náðst úr yfirheyrslum yfir mönnunum tveimur í dag en þriðja manni var sleppt úr haldi þar sem hann liggur ekki lengur undir grun. Hinir mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til tveggja vikna en lögregla fór fram á fjögurra vikna varðhald. Var úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar. Grímur segist reikna með að yfirheyrslum verði framhaldið í kvöld en svo haldi menn til síns heima í nótt. Yfirheyrslum verði framhaldið í fyrramálið. Þá sagði Grímur í Kastljósi í kvöld að fólk sem sést hefur á gangi eða hlaupum á Laugavegi í upptökum sem birtar hafa verið úr eftirlitsmyndavélum umræddan laugardagsmorgun ekki tengt málinu. Sjómennirnir tveir hafi ekki verið fótgangandi eða hlaupandi á Laugavegi. Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Gögn benda til misindisverksVísir greindi frá því í dag að við rannsókn lögreglu á bílnum hafi fundist gögn sem bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Þá herma heimildir fréttastofu að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi á laugardeginum sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira