„Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 20:35 Myndin sýnir ferð Birnu Brjánsdóttur í miðbæ Reykjavíkur fyrir hvarf hennar og staðsetningu þeirra öryggismyndavéla sem birtar hafa verið myndir úr. Loftmyndir Lögregla telur yfirgnæfandi líkur á því að skipverjarnir tveir, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag, hafi verið í bílnum sem ekið var niður Laugaveginn um það leyti sem síðast sást til Birnu Brjánsdóttur á sömu slóðum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Já, við teljum yfirgnæfandi líkur á því.“ Fyrir liggur að bíllinn sem Grænlendingarnir höfðu til umráða var sá sem dreginn var af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem ótengdur aðili hafði haft bílinn á leigu í sólarhring. Grænlendingarnir tóku bílinn á leigu á föstudegi og skiluðu aftur á laugardegi. Um kvöldið hélt Polar Nanoq úr höfn. Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.vísir/anton brink Yfirheyrslur áfram í kvöld Grímur segir að árangur hafi náðst úr yfirheyrslum yfir mönnunum tveimur í dag en þriðja manni var sleppt úr haldi þar sem hann liggur ekki lengur undir grun. Hinir mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til tveggja vikna en lögregla fór fram á fjögurra vikna varðhald. Var úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar. Grímur segist reikna með að yfirheyrslum verði framhaldið í kvöld en svo haldi menn til síns heima í nótt. Yfirheyrslum verði framhaldið í fyrramálið. Þá sagði Grímur í Kastljósi í kvöld að fólk sem sést hefur á gangi eða hlaupum á Laugavegi í upptökum sem birtar hafa verið úr eftirlitsmyndavélum umræddan laugardagsmorgun ekki tengt málinu. Sjómennirnir tveir hafi ekki verið fótgangandi eða hlaupandi á Laugavegi. Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Gögn benda til misindisverksVísir greindi frá því í dag að við rannsókn lögreglu á bílnum hafi fundist gögn sem bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Þá herma heimildir fréttastofu að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi á laugardeginum sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Sjá meira
Lögregla telur yfirgnæfandi líkur á því að skipverjarnir tveir, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í dag, hafi verið í bílnum sem ekið var niður Laugaveginn um það leyti sem síðast sást til Birnu Brjánsdóttur á sömu slóðum. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Já, við teljum yfirgnæfandi líkur á því.“ Fyrir liggur að bíllinn sem Grænlendingarnir höfðu til umráða var sá sem dreginn var af bílastæði við Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem ótengdur aðili hafði haft bílinn á leigu í sólarhring. Grænlendingarnir tóku bílinn á leigu á föstudegi og skiluðu aftur á laugardegi. Um kvöldið hélt Polar Nanoq úr höfn. Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur.vísir/anton brink Yfirheyrslur áfram í kvöld Grímur segir að árangur hafi náðst úr yfirheyrslum yfir mönnunum tveimur í dag en þriðja manni var sleppt úr haldi þar sem hann liggur ekki lengur undir grun. Hinir mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til tveggja vikna en lögregla fór fram á fjögurra vikna varðhald. Var úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar. Grímur segist reikna með að yfirheyrslum verði framhaldið í kvöld en svo haldi menn til síns heima í nótt. Yfirheyrslum verði framhaldið í fyrramálið. Þá sagði Grímur í Kastljósi í kvöld að fólk sem sést hefur á gangi eða hlaupum á Laugavegi í upptökum sem birtar hafa verið úr eftirlitsmyndavélum umræddan laugardagsmorgun ekki tengt málinu. Sjómennirnir tveir hafi ekki verið fótgangandi eða hlaupandi á Laugavegi. Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag.vísir Gögn benda til misindisverksVísir greindi frá því í dag að við rannsókn lögreglu á bílnum hafi fundist gögn sem bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Þá herma heimildir fréttastofu að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi á laugardeginum sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Sjá meira