Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2017 19:45 Við tóftirnar á Nýfundnalandi. Þar fundust rústir átta bygginga, þar af þriggja sem fólk svaf í. Kveikisteinar sem fundust í þessari tóft, úr bergi af Vesturlandi, benda til að hér hafi dvalið fólk frá Íslandi í kringum árið 1000. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. ,,Gaf Leifur nafn landinu eftir landkostum og kallaði Vínland,” segir í Grænlendinga sögu um einn merkasta þáttinn í siglingasögu norrænna manna, landafundina í Ameríku í kringum árið 1000. Fjallað verður um Vínlandsferðirnar í næstu tveimur þáttum Landnemanna í opinni dagskrá á Stöð 2. Þótt Íslendingar hafi sennilega fæstir efast um að Leifur Eiríksson og félagar hafi fyrstir Evrópumanna fundið meginland Ameríku virtist það lengi vera vonlítið að sannfæra aðra um að norrænt fólk frá Grænlandi og Íslandi hafi komið þangað um 500 árum á undan Kólumbusi.Þetta listaverk á útsýnisstað ofan við víkingarústirnar sýnir norræna landkönnuði skoða sig um í ókunnu landi.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fundur húsarústa á norðurodda Nýfundnalands árið 1960, og fornleifarannsóknir þar á sjöunda áratugnum, undir stjórn norsku fornleifafræðinganna og hjónanna Anne Stine og Helge Ingstad, hafa hins vegar eytt efasemdum um að frásagnir Íslendingasagna um landafundina styðjast við raunverulega atburði. Þetta er eini staðurinn í Norður-Ameríku, utan Grænlands, þar sem ótvíræðar sannanir liggja fyrir um veru norræna manna í kringum árið 1000. Staðurinn er kenndur við lítið þorp þar nærri sem heitir á franska vísu L’Anse aux Meadows. Aldursgreiningar sýndu að húsin höfðu verið byggð í kringum árið 1000, þau voru með norrænu lagi og sömu gerðar og hús á Íslandi og Grænlandi frá sama tíma. Þar fór fram járnvinnsla að hætti víkinga, litlir öskuhaugar bentu til tímabundinnar dvalar, auk þess sem ýmsir smáhlutir tóku af allan vafa um að norrænir menn höfðu dvalið þar.Friðrik Þór Halldórsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, myndar yfir víkina þar sem tóftirnar eru. Staðarhaldarar segja eyjarnar úti fyrir og grynningar í víkinni passa við staðháttalýsingar Leifsbúða í fornsögunum.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Staðurinn gat þó ekki hafa verið það Vínland sem sögurnar lýstu því að á norðurodda Nýfundnalands hefur aldrei vaxið vínviður. Þúsund ára gamlar smjörhnetur og trjábútar úr smjörhnetutré, sem fundust í norrænu fornleifunum, gerðu hins vegar gæfumuninn. Hneturnar gátu aðeins hafa borist þangað með mönnum og þar sem þær vaxa við svipað hitastig og vínviður gátu menn ályktað að norrænu mennirnir, sem byggðu búðirnar á Nýfundnalandi, höfðu komist mun sunnar og farið um svæði þar sem vínviður óx.Safn er rekið á staðnum á Nýfundnalandi. Þar hafa víkingabúðirnar verði endurreistar í þeirri mynd sem fornleifarannsóknir gefa af þeim.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Meðal þeirra fornleifafræðinga, sem unnu að rannsókninni, var Svíinn Birgitta Wallace. Hún kveðst trúa því að þetta séu þær búðir sem Leifur Eiríksson er sagður hafa reist og kallaðar voru Leifsbúðir. Þá segir Dale Wells, forstöðumaður safnsins á L'Anse aux Meadows, að lýsingarnar í fornsögunum stemmi ágætlega við staðhætti þar. Í Landnemunum verður saga Vínlandsferðanna rakin, allt frá siglingu Bjarna Herjólfssonar, sem óvart kom að meginlandi Ameríku þegar hann hugðist sigla frá Eyrarbakka til að hitta föður sinn á Grænlandi. Meðal viðmælenda er Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, höfundur bókarinnar um Vínlandsgátuna.Frá norrænu búðatóftunum á Nýfundnalandi. Aldursgreiningar benda til að þær hafi verið byggðar í kringum árið 1000, á þeim tíma sem fornsögurnar segja að Leifur Eiríksson hafi siglt til Vínlands. Safnbygging L'Anse aux Meadows sést fjær undir klettunum.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Þátturinn á mánudagskvöld, 2. janúar, hefst að loknum fréttum, klukkan 19.20, og ber heitið Leifur heppni. Hér má sjá myndskeið úr þættinum. Fornminjar Grænland Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
,,Gaf Leifur nafn landinu eftir landkostum og kallaði Vínland,” segir í Grænlendinga sögu um einn merkasta þáttinn í siglingasögu norrænna manna, landafundina í Ameríku í kringum árið 1000. Fjallað verður um Vínlandsferðirnar í næstu tveimur þáttum Landnemanna í opinni dagskrá á Stöð 2. Þótt Íslendingar hafi sennilega fæstir efast um að Leifur Eiríksson og félagar hafi fyrstir Evrópumanna fundið meginland Ameríku virtist það lengi vera vonlítið að sannfæra aðra um að norrænt fólk frá Grænlandi og Íslandi hafi komið þangað um 500 árum á undan Kólumbusi.Þetta listaverk á útsýnisstað ofan við víkingarústirnar sýnir norræna landkönnuði skoða sig um í ókunnu landi.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fundur húsarústa á norðurodda Nýfundnalands árið 1960, og fornleifarannsóknir þar á sjöunda áratugnum, undir stjórn norsku fornleifafræðinganna og hjónanna Anne Stine og Helge Ingstad, hafa hins vegar eytt efasemdum um að frásagnir Íslendingasagna um landafundina styðjast við raunverulega atburði. Þetta er eini staðurinn í Norður-Ameríku, utan Grænlands, þar sem ótvíræðar sannanir liggja fyrir um veru norræna manna í kringum árið 1000. Staðurinn er kenndur við lítið þorp þar nærri sem heitir á franska vísu L’Anse aux Meadows. Aldursgreiningar sýndu að húsin höfðu verið byggð í kringum árið 1000, þau voru með norrænu lagi og sömu gerðar og hús á Íslandi og Grænlandi frá sama tíma. Þar fór fram járnvinnsla að hætti víkinga, litlir öskuhaugar bentu til tímabundinnar dvalar, auk þess sem ýmsir smáhlutir tóku af allan vafa um að norrænir menn höfðu dvalið þar.Friðrik Þór Halldórsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, myndar yfir víkina þar sem tóftirnar eru. Staðarhaldarar segja eyjarnar úti fyrir og grynningar í víkinni passa við staðháttalýsingar Leifsbúða í fornsögunum.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Staðurinn gat þó ekki hafa verið það Vínland sem sögurnar lýstu því að á norðurodda Nýfundnalands hefur aldrei vaxið vínviður. Þúsund ára gamlar smjörhnetur og trjábútar úr smjörhnetutré, sem fundust í norrænu fornleifunum, gerðu hins vegar gæfumuninn. Hneturnar gátu aðeins hafa borist þangað með mönnum og þar sem þær vaxa við svipað hitastig og vínviður gátu menn ályktað að norrænu mennirnir, sem byggðu búðirnar á Nýfundnalandi, höfðu komist mun sunnar og farið um svæði þar sem vínviður óx.Safn er rekið á staðnum á Nýfundnalandi. Þar hafa víkingabúðirnar verði endurreistar í þeirri mynd sem fornleifarannsóknir gefa af þeim.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Meðal þeirra fornleifafræðinga, sem unnu að rannsókninni, var Svíinn Birgitta Wallace. Hún kveðst trúa því að þetta séu þær búðir sem Leifur Eiríksson er sagður hafa reist og kallaðar voru Leifsbúðir. Þá segir Dale Wells, forstöðumaður safnsins á L'Anse aux Meadows, að lýsingarnar í fornsögunum stemmi ágætlega við staðhætti þar. Í Landnemunum verður saga Vínlandsferðanna rakin, allt frá siglingu Bjarna Herjólfssonar, sem óvart kom að meginlandi Ameríku þegar hann hugðist sigla frá Eyrarbakka til að hitta föður sinn á Grænlandi. Meðal viðmælenda er Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, höfundur bókarinnar um Vínlandsgátuna.Frá norrænu búðatóftunum á Nýfundnalandi. Aldursgreiningar benda til að þær hafi verið byggðar í kringum árið 1000, á þeim tíma sem fornsögurnar segja að Leifur Eiríksson hafi siglt til Vínlands. Safnbygging L'Anse aux Meadows sést fjær undir klettunum.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Þátturinn á mánudagskvöld, 2. janúar, hefst að loknum fréttum, klukkan 19.20, og ber heitið Leifur heppni. Hér má sjá myndskeið úr þættinum.
Fornminjar Grænland Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00