Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2017 20:00 Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, segir þær passa nákvæmlega við lýsingar í Vínlandssögunum og kveðst viss um að sjálfur Leifur heppni hafi reist þær. Þetta kom fram í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2. Rústirnar eru á norðurodda Nýfundnalands á stað sem kallast L'Anse aux Meadows en það var ekki fyrr en eftir að fornleifauppgreftri lauk þar sem hægt var að fullyrða að norrænir menn hefðu verið þarna á ferð fyrir þúsund árum, um 500 árum áður en Kólumbus kom til Ameríku.Frá norrænu búðatóftunum á Nýfundnalandi. Aldursgreiningar benda til að þær hafi verið byggðar í kringum árið 1000, á þeim tíma sem fornsögurnar segja að Leifur Eiríksson hafi siglt til Vínlands. Safnbygging L'Anse aux Meadows sést fjær undir klettunum.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Víkingabúðirnar hafa nú verið endurreistar í þeirri mynd sem fornleifarannsóknir gefa af þeim. Á safni á staðnum má sjá muni sem fundust, eins og bronsnál og snældusnúð, sem sannfærðu menn um norrænan uppruna. „Það var fullsannað að þetta væru norræn hús. Byggingartæknin er norræn og munirnir styðja það,“ segir Dale Wells, forstöðumaður safnsins, sem rekið er á vegum þjóðgarða Kanada. „Kolefnagreining sýnir að þau eru um 1000 ára en það var þá sem Vínlandsferðirnar hófust, um 998-1000,“ segir Dale Wells.Ein af smjörhnetunum sem fundust í norrænu tóftunum. Þær gátu aðeins hafa borist þangað með mönnum fyrir þúsund árum og þar sem smjörhnetutré vaxa á sömu slóðum og vínviður þótti ljóst að sagan um Vínland gat staðist.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það voru norsku fornleifafræðingarnir Anne Stine og Helge Ingstad sem uppgötvuðu rústirnar árið 1960 en rannsóknir þar stóðu stóðu yfir í hartnær tuttugu ár. Nokkrar smjörhnetur voru kannski þær fornleifar sem gerðu gæfumuninn en með þeim þótti sýnt að mennirnir, sem reistu búðirnar, höfðu einnig farið um svæði þar sem vínviður óx. Birgitta Wallace var meðal þeirra fornleifafræðinga sem rannsökuðu búðatóftirnar á Nýfundnalandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Meðal þeirra sem rannsökuðu staðinn var Svíinn Birgitta Wallace og hún telur að sjálfur Leifur Eiríksson hafi reist búðirnar. Hún telur fornleifarnar raunar staðfesta frásagnir Íslendingasagna. „Lýsingarnar í Vínlandssögum, einkum í Hauksbók, eru nákvæmlega það sem við höfum í L‘Anse aux Meadows,“ segir Birgitta Wallace. Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, segir þær passa nákvæmlega við lýsingar í Vínlandssögunum og kveðst viss um að sjálfur Leifur heppni hafi reist þær. Þetta kom fram í þættinum Landnemarnir og í fréttum Stöðvar 2. Rústirnar eru á norðurodda Nýfundnalands á stað sem kallast L'Anse aux Meadows en það var ekki fyrr en eftir að fornleifauppgreftri lauk þar sem hægt var að fullyrða að norrænir menn hefðu verið þarna á ferð fyrir þúsund árum, um 500 árum áður en Kólumbus kom til Ameríku.Frá norrænu búðatóftunum á Nýfundnalandi. Aldursgreiningar benda til að þær hafi verið byggðar í kringum árið 1000, á þeim tíma sem fornsögurnar segja að Leifur Eiríksson hafi siglt til Vínlands. Safnbygging L'Anse aux Meadows sést fjær undir klettunum.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Víkingabúðirnar hafa nú verið endurreistar í þeirri mynd sem fornleifarannsóknir gefa af þeim. Á safni á staðnum má sjá muni sem fundust, eins og bronsnál og snældusnúð, sem sannfærðu menn um norrænan uppruna. „Það var fullsannað að þetta væru norræn hús. Byggingartæknin er norræn og munirnir styðja það,“ segir Dale Wells, forstöðumaður safnsins, sem rekið er á vegum þjóðgarða Kanada. „Kolefnagreining sýnir að þau eru um 1000 ára en það var þá sem Vínlandsferðirnar hófust, um 998-1000,“ segir Dale Wells.Ein af smjörhnetunum sem fundust í norrænu tóftunum. Þær gátu aðeins hafa borist þangað með mönnum fyrir þúsund árum og þar sem smjörhnetutré vaxa á sömu slóðum og vínviður þótti ljóst að sagan um Vínland gat staðist.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Það voru norsku fornleifafræðingarnir Anne Stine og Helge Ingstad sem uppgötvuðu rústirnar árið 1960 en rannsóknir þar stóðu stóðu yfir í hartnær tuttugu ár. Nokkrar smjörhnetur voru kannski þær fornleifar sem gerðu gæfumuninn en með þeim þótti sýnt að mennirnir, sem reistu búðirnar, höfðu einnig farið um svæði þar sem vínviður óx. Birgitta Wallace var meðal þeirra fornleifafræðinga sem rannsökuðu búðatóftirnar á Nýfundnalandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Meðal þeirra sem rannsökuðu staðinn var Svíinn Birgitta Wallace og hún telur að sjálfur Leifur Eiríksson hafi reist búðirnar. Hún telur fornleifarnar raunar staðfesta frásagnir Íslendingasagna. „Lýsingarnar í Vínlandssögum, einkum í Hauksbók, eru nákvæmlega það sem við höfum í L‘Anse aux Meadows,“ segir Birgitta Wallace.
Fornminjar Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00 Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Brattahlíð Eiríks rauða var þar sem bratta fjallið er Danskur fornleifafræðingur telur að landnámsjörð Eiríks rauða á Grænlandi sé ranglega staðsett í dag og að Brattahlíð hafi staðið innar við hinn forna Eiríksfjörð. 26. desember 2016 20:00
Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00