Leikirnir sem beðið er eftir Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2017 13:45 Á árinu sem nú er nýbyrjað er von á fjölda leikja sem margir bíða eftir með eftirvæntingu og óhætt er að segja að árið lofi góðu, eins og yfirleitt. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu leiki ársins. Af nógu er að taka. Þó er vert að vara við að einhverjar af stiklunum hér að neðan gætu vakið óhug.RESIDENT EVIL 7: BIOHAZARDKemur út þann 24. janúar. Sjöundi leikurinn í Resident Evil seríunni er fyrstu persónuskotleikur sem virðist að mestu ganga út á að hræða spilara, eins og alltaf. Tæp 20 ár eru liðin frá útgáfu fyrsta leiksins en þessi leikur gerist fjórum árum eftir atburði Resident Evil 6. Ný aðalhetja er kynnt til leiks sem leitar eiginkonu sinnar. Leitin endar á yfirgefnum búgarði þar sem leikurinn fer fram. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og PC.FOR HONORKemur út þann 14. febrúar. Víkingar, riddarar og Samurai-ar berjast sín á milli. Það er í raun það sem For Honor gengur út á. Um er að ræða fjölspilunarleik með nýrri tegund bardagakerfis þar sem spilarar þurfa að beita mikilli nákvæmni til að fella óvini sína. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og PC. HALO WARS 2Kemur út þann 21. febrúar. Microsoft kom öllum á óvart með kynningu Halo Wars 2 á E3 í fyrra. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða herkænskuleik sem gerist í söguheimi Halo. Upprunalegi leikurinn frá árinu 2009 vakti mikla lukku en lítið er svo sem vitað um HW2. Leikurinn verður gefinn út fyrir Xbox One og PC. HORIZON ZERO DAWNKemur út þann 28. febrúar. Horizon Zero Dawn gerist um þúsund árum í framtíðinni, þegar vélmennarisaeðlur hafa tekið yfir jörðina. Um er að ræða hlutverkaleik þar sem spilarar setja sig í spor hetjunnar Aloy sem veiðir vélmennin með boga og örvum í opnum heimi. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4.TOM CLANCY'S GHOST RECON: WILDLANDSKemur út þann 7. mars. Wildlands er tíundi leikurinn í Ghost Recon seríunni og gerist í stórum opnum heimi, nánar tiltekið í Bólivíu. Þangað eru meðlimir Ghost Recon sendir til að berjast gegn gríðarstórum samtökum fíkniefnabaróna. Hægt er að leysa öll verkefni af hólmi á mismunandi máta, eftir því hvað spilarar vilja. Vinir geta spilað leikinn með þremur vinum sínum eða öðrum spilurum af handahófi. Einnig er hægt að spila leikinn einn og óstuddur. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og PC. SOUTH PARK: THE FRACTURED BUT WHOLEÓtilgreindur útgáfudagur. Fyrri hluti árs. Annar South Park leikurinn fjallar um Coon and Friends ofurhetjugengið sem drengirnir hafa stofnað. Spilarar er enn í hlutverki nýja stráksins sem vill fá að leika við Kyle, Stan, Cartman, Kenny og hina strákana og þarf hann að sanna sig að nýju. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og PC. THE LEGEND OF ZELDA: BREATH OF THE WILDÓtilgreindur útgáfudagur. Fyrri hluti árs. Nintendo vinnur nú að nítjánda leiknum úr Hyrule úr Zelda söguheiminum og er heimurinn sagður vera sá stærsti hingað til. Framleiðsla leiksins hefur tekið langan tíma en nú loksins virðist henni ætla að ljúka. Þrátt fyrir að ýjað hefur verið að því að leikurinn komi út í sumar, er alls ekki víst að það muni takast. Það sem er víst er að eftirvæntingin er mikil eftir þessum. Leikurinn verður gefinn út fyrir Nintendo Switch og Wii U.RED DEAD REDEMPTION 2Ótilgreindur útgáfudagur. Haust. Enn er ekki mikið vitað um Red Dead Redemption 2 en Rockstar eru ekki þekktir fyrir að klúðra leikjum sínum. Það eina sem er vitað er að í stiklunni má sjá sjö kúreka ríða á sjóndeildarhringnum sem gæti verið til marks um uppskipta sögu, eins og í GTA V. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4 og Xbox One.SPIDER-MANÓtilgreindur útgáfudagur. Miðað við það litla sem vitað er um Spider-man virðist sem að Insomniac stefni að því að endurvekja velgengni Spider-man leiksins frá árinu 2002. Eins og þá mun þessi leikur gerast í opnum heimi í New York, en ekkert er vitað um stærð kortsins. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4.KINGDOM COME: DELIVERANCEÓtilgreindur útgáfudagur. Kingdom Come: Deliverance er miðalda hlutverkaleikur án nokkurs konar fantasíu. Leikurinn gerist í Tékklandi árið 1403 og stíga spilarar í spor sons járnsmiðs en innrásarher gerir út af við alla fjölskylduna. Spilarar þurfa því að leita hefnda í stórum opnum heimi sem lítur stórkostlega út. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One, PC og Mac.GOD OF WARÓtilgreindur útgáfudagur. Kratos snýr aftur. Kominn tími til. Eins og með svo marga aðra leiki sem koma út á árinu, liggja ekki miklar upplýsingar fyrir um nýjasta God of War leikinn. Að þessu sinni snýr hann þó ekki að grískri goðatrú heldur norrænni. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4.DAYS GONEÓtilgreindur útgáfudagur. Days Gone er nýr leikur sem var fyrst kynntur af Sony á E3 í fyrra. „Enn einn uppvakningaleikurinn,“ er eflaust eitthvað sem margir hugsa en í fljótu bragði virðist svo ekki vera. Á E3 í fyrra var sýnt tíu mínútna spilun úr Days Gone og er óhætt að segja að hún lofi mjög góðu. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4.DETROIT: BECOME HUMANÓtilgreindur útgáfudagur. Þessi leikur er framleiddur af sömu aðilum og gerðu Heavy Rain og Beyond: Two Souls. Það er ekki mikið sem liggur fyrir um leikinn en spilarar munu setja sig í hlutverk vélmennis. Miðað við stikluna snýst Detroit: Become Human að miklu leyti um valkosti og afleiðingar. Hvað sem leikurinn fjallar um, þá lítur stiklan vel út. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4.MASS EFFECT ANDROMEDAÓtilgreindur útgáfudagur. Nýjasti leikurinn í þeirri geimóperu sem Mass Effect er gerist í öðru sólkerfi en þríleikurinn sem þegar hefur verið gefinn út. Stór hópur geimfara sem tilheyra mörgum tegundum úr sólkerfinu okkar flýðu undan Reaperunum með því að eyða 600 árum fryst í risastóru geimskipi á leið til annars sólkerfis. Í Mass Effect Andromeda munu spilarar vinna að því að finna nýja plánetu sem er kjörin fyrir búsetu til framtíðar. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og PC.STATE OF DECAY 2Ótilgreindur útgáfudagur. Upprunalegi State of Decay er með betri uppvakningaleikjum sem hafa verið gerðir. Framhaldið mun gerast í enn stærri opnum heimi og munu spilarar geta tekið höndum saman til að halda lífi og byggja upp og verja samfélag. Þegar persónur leiksins deyja er það endanlegt og því er mikilvægt að vanda sig og allar aðgerðir hafa afleiðingar. Leikurinn verður gefinn út fyrir Xbox One og PC.QUAKE CHAMPIONSÓtilgreindur útgáfudagur. Það er orðið ansi langt síðan við fengum nýjan Quake leik og biðin hefur verið strembin. Quake Champions er fjölspilunarleikur sem er sagður svipa til Overwatch. Upplýsingar eru ekki á hverju strái en spilarar munu berjast sín á milli á leikvöngum. Leikurinn verður gefinn út fyrir PC.VAMPYRÓtilgreindur útgáfudagur. Vampyr er áhugaverður leikur frá þeim sömu og færðu okkur Rembember Me og Life is Strange. Hann gerist árið 1918 í London og fjallar um læknir sem verður að vampíru og þarf að takast á við breytt eðli sitt og á sama tíma reyna að lækna sig. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og PC. Leikjavísir Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Á árinu sem nú er nýbyrjað er von á fjölda leikja sem margir bíða eftir með eftirvæntingu og óhætt er að segja að árið lofi góðu, eins og yfirleitt. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir helstu leiki ársins. Af nógu er að taka. Þó er vert að vara við að einhverjar af stiklunum hér að neðan gætu vakið óhug.RESIDENT EVIL 7: BIOHAZARDKemur út þann 24. janúar. Sjöundi leikurinn í Resident Evil seríunni er fyrstu persónuskotleikur sem virðist að mestu ganga út á að hræða spilara, eins og alltaf. Tæp 20 ár eru liðin frá útgáfu fyrsta leiksins en þessi leikur gerist fjórum árum eftir atburði Resident Evil 6. Ný aðalhetja er kynnt til leiks sem leitar eiginkonu sinnar. Leitin endar á yfirgefnum búgarði þar sem leikurinn fer fram. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og PC.FOR HONORKemur út þann 14. febrúar. Víkingar, riddarar og Samurai-ar berjast sín á milli. Það er í raun það sem For Honor gengur út á. Um er að ræða fjölspilunarleik með nýrri tegund bardagakerfis þar sem spilarar þurfa að beita mikilli nákvæmni til að fella óvini sína. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og PC. HALO WARS 2Kemur út þann 21. febrúar. Microsoft kom öllum á óvart með kynningu Halo Wars 2 á E3 í fyrra. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða herkænskuleik sem gerist í söguheimi Halo. Upprunalegi leikurinn frá árinu 2009 vakti mikla lukku en lítið er svo sem vitað um HW2. Leikurinn verður gefinn út fyrir Xbox One og PC. HORIZON ZERO DAWNKemur út þann 28. febrúar. Horizon Zero Dawn gerist um þúsund árum í framtíðinni, þegar vélmennarisaeðlur hafa tekið yfir jörðina. Um er að ræða hlutverkaleik þar sem spilarar setja sig í spor hetjunnar Aloy sem veiðir vélmennin með boga og örvum í opnum heimi. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4.TOM CLANCY'S GHOST RECON: WILDLANDSKemur út þann 7. mars. Wildlands er tíundi leikurinn í Ghost Recon seríunni og gerist í stórum opnum heimi, nánar tiltekið í Bólivíu. Þangað eru meðlimir Ghost Recon sendir til að berjast gegn gríðarstórum samtökum fíkniefnabaróna. Hægt er að leysa öll verkefni af hólmi á mismunandi máta, eftir því hvað spilarar vilja. Vinir geta spilað leikinn með þremur vinum sínum eða öðrum spilurum af handahófi. Einnig er hægt að spila leikinn einn og óstuddur. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og PC. SOUTH PARK: THE FRACTURED BUT WHOLEÓtilgreindur útgáfudagur. Fyrri hluti árs. Annar South Park leikurinn fjallar um Coon and Friends ofurhetjugengið sem drengirnir hafa stofnað. Spilarar er enn í hlutverki nýja stráksins sem vill fá að leika við Kyle, Stan, Cartman, Kenny og hina strákana og þarf hann að sanna sig að nýju. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og PC. THE LEGEND OF ZELDA: BREATH OF THE WILDÓtilgreindur útgáfudagur. Fyrri hluti árs. Nintendo vinnur nú að nítjánda leiknum úr Hyrule úr Zelda söguheiminum og er heimurinn sagður vera sá stærsti hingað til. Framleiðsla leiksins hefur tekið langan tíma en nú loksins virðist henni ætla að ljúka. Þrátt fyrir að ýjað hefur verið að því að leikurinn komi út í sumar, er alls ekki víst að það muni takast. Það sem er víst er að eftirvæntingin er mikil eftir þessum. Leikurinn verður gefinn út fyrir Nintendo Switch og Wii U.RED DEAD REDEMPTION 2Ótilgreindur útgáfudagur. Haust. Enn er ekki mikið vitað um Red Dead Redemption 2 en Rockstar eru ekki þekktir fyrir að klúðra leikjum sínum. Það eina sem er vitað er að í stiklunni má sjá sjö kúreka ríða á sjóndeildarhringnum sem gæti verið til marks um uppskipta sögu, eins og í GTA V. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4 og Xbox One.SPIDER-MANÓtilgreindur útgáfudagur. Miðað við það litla sem vitað er um Spider-man virðist sem að Insomniac stefni að því að endurvekja velgengni Spider-man leiksins frá árinu 2002. Eins og þá mun þessi leikur gerast í opnum heimi í New York, en ekkert er vitað um stærð kortsins. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4.KINGDOM COME: DELIVERANCEÓtilgreindur útgáfudagur. Kingdom Come: Deliverance er miðalda hlutverkaleikur án nokkurs konar fantasíu. Leikurinn gerist í Tékklandi árið 1403 og stíga spilarar í spor sons járnsmiðs en innrásarher gerir út af við alla fjölskylduna. Spilarar þurfa því að leita hefnda í stórum opnum heimi sem lítur stórkostlega út. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One, PC og Mac.GOD OF WARÓtilgreindur útgáfudagur. Kratos snýr aftur. Kominn tími til. Eins og með svo marga aðra leiki sem koma út á árinu, liggja ekki miklar upplýsingar fyrir um nýjasta God of War leikinn. Að þessu sinni snýr hann þó ekki að grískri goðatrú heldur norrænni. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4.DAYS GONEÓtilgreindur útgáfudagur. Days Gone er nýr leikur sem var fyrst kynntur af Sony á E3 í fyrra. „Enn einn uppvakningaleikurinn,“ er eflaust eitthvað sem margir hugsa en í fljótu bragði virðist svo ekki vera. Á E3 í fyrra var sýnt tíu mínútna spilun úr Days Gone og er óhætt að segja að hún lofi mjög góðu. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4.DETROIT: BECOME HUMANÓtilgreindur útgáfudagur. Þessi leikur er framleiddur af sömu aðilum og gerðu Heavy Rain og Beyond: Two Souls. Það er ekki mikið sem liggur fyrir um leikinn en spilarar munu setja sig í hlutverk vélmennis. Miðað við stikluna snýst Detroit: Become Human að miklu leyti um valkosti og afleiðingar. Hvað sem leikurinn fjallar um, þá lítur stiklan vel út. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4.MASS EFFECT ANDROMEDAÓtilgreindur útgáfudagur. Nýjasti leikurinn í þeirri geimóperu sem Mass Effect er gerist í öðru sólkerfi en þríleikurinn sem þegar hefur verið gefinn út. Stór hópur geimfara sem tilheyra mörgum tegundum úr sólkerfinu okkar flýðu undan Reaperunum með því að eyða 600 árum fryst í risastóru geimskipi á leið til annars sólkerfis. Í Mass Effect Andromeda munu spilarar vinna að því að finna nýja plánetu sem er kjörin fyrir búsetu til framtíðar. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og PC.STATE OF DECAY 2Ótilgreindur útgáfudagur. Upprunalegi State of Decay er með betri uppvakningaleikjum sem hafa verið gerðir. Framhaldið mun gerast í enn stærri opnum heimi og munu spilarar geta tekið höndum saman til að halda lífi og byggja upp og verja samfélag. Þegar persónur leiksins deyja er það endanlegt og því er mikilvægt að vanda sig og allar aðgerðir hafa afleiðingar. Leikurinn verður gefinn út fyrir Xbox One og PC.QUAKE CHAMPIONSÓtilgreindur útgáfudagur. Það er orðið ansi langt síðan við fengum nýjan Quake leik og biðin hefur verið strembin. Quake Champions er fjölspilunarleikur sem er sagður svipa til Overwatch. Upplýsingar eru ekki á hverju strái en spilarar munu berjast sín á milli á leikvöngum. Leikurinn verður gefinn út fyrir PC.VAMPYRÓtilgreindur útgáfudagur. Vampyr er áhugaverður leikur frá þeim sömu og færðu okkur Rembember Me og Life is Strange. Hann gerist árið 1918 í London og fjallar um læknir sem verður að vampíru og þarf að takast á við breytt eðli sitt og á sama tíma reyna að lækna sig. Leikurinn verður gefinn út fyrir PS4, Xbox One og PC.
Leikjavísir Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira