BMW hættir líklega framleiðslu BMW 3 GT Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2017 15:18 BMW 3 GT. Ein af mörgum útgáfum 3-línu bíls BMW er GT og hefur hann aðeins verið til af einni kynslóð, þó svo hann hafi fengið andlitslyftingu síðastliðið sumar. Hann gæti orðið einn af skammlífustu bílum BMW frá upphafi því mjög líklegt er talið að BMW hætti framleiðslu hans er núverandi kynslóð rennur sitt skeið. BMW hyggst fremur veðjað á 4-línu Grand Coupe bílinn og þykja þeir tveir of líkir til að réttlæta tilvist beggja. Líklega er þó BMW 3 GT praktískari bíll en BMW 4 Grand Coupe þykir þó fegurri með sínum mikið hallandi afturenda. Þá hefur einnig komið til greina hjá BMW að hætta framleiðslu langbaksgerðar 3-línunnar, eða að minnsta kosti að hætta að bjóða hann í Ameríku vegna dræmrar sölu. Búist er við komu nýrrar kynslóðar 3-línunnar árið 2018 og það gæti þýtt síðasta ár BMW 3 GT. Engar áætlanir eru þó uppi um að hætta framleiðslu BMW 5 GT. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent
Ein af mörgum útgáfum 3-línu bíls BMW er GT og hefur hann aðeins verið til af einni kynslóð, þó svo hann hafi fengið andlitslyftingu síðastliðið sumar. Hann gæti orðið einn af skammlífustu bílum BMW frá upphafi því mjög líklegt er talið að BMW hætti framleiðslu hans er núverandi kynslóð rennur sitt skeið. BMW hyggst fremur veðjað á 4-línu Grand Coupe bílinn og þykja þeir tveir of líkir til að réttlæta tilvist beggja. Líklega er þó BMW 3 GT praktískari bíll en BMW 4 Grand Coupe þykir þó fegurri með sínum mikið hallandi afturenda. Þá hefur einnig komið til greina hjá BMW að hætta framleiðslu langbaksgerðar 3-línunnar, eða að minnsta kosti að hætta að bjóða hann í Ameríku vegna dræmrar sölu. Búist er við komu nýrrar kynslóðar 3-línunnar árið 2018 og það gæti þýtt síðasta ár BMW 3 GT. Engar áætlanir eru þó uppi um að hætta framleiðslu BMW 5 GT.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent