BMW hættir líklega framleiðslu BMW 3 GT Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2017 15:18 BMW 3 GT. Ein af mörgum útgáfum 3-línu bíls BMW er GT og hefur hann aðeins verið til af einni kynslóð, þó svo hann hafi fengið andlitslyftingu síðastliðið sumar. Hann gæti orðið einn af skammlífustu bílum BMW frá upphafi því mjög líklegt er talið að BMW hætti framleiðslu hans er núverandi kynslóð rennur sitt skeið. BMW hyggst fremur veðjað á 4-línu Grand Coupe bílinn og þykja þeir tveir of líkir til að réttlæta tilvist beggja. Líklega er þó BMW 3 GT praktískari bíll en BMW 4 Grand Coupe þykir þó fegurri með sínum mikið hallandi afturenda. Þá hefur einnig komið til greina hjá BMW að hætta framleiðslu langbaksgerðar 3-línunnar, eða að minnsta kosti að hætta að bjóða hann í Ameríku vegna dræmrar sölu. Búist er við komu nýrrar kynslóðar 3-línunnar árið 2018 og það gæti þýtt síðasta ár BMW 3 GT. Engar áætlanir eru þó uppi um að hætta framleiðslu BMW 5 GT. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent
Ein af mörgum útgáfum 3-línu bíls BMW er GT og hefur hann aðeins verið til af einni kynslóð, þó svo hann hafi fengið andlitslyftingu síðastliðið sumar. Hann gæti orðið einn af skammlífustu bílum BMW frá upphafi því mjög líklegt er talið að BMW hætti framleiðslu hans er núverandi kynslóð rennur sitt skeið. BMW hyggst fremur veðjað á 4-línu Grand Coupe bílinn og þykja þeir tveir of líkir til að réttlæta tilvist beggja. Líklega er þó BMW 3 GT praktískari bíll en BMW 4 Grand Coupe þykir þó fegurri með sínum mikið hallandi afturenda. Þá hefur einnig komið til greina hjá BMW að hætta framleiðslu langbaksgerðar 3-línunnar, eða að minnsta kosti að hætta að bjóða hann í Ameríku vegna dræmrar sölu. Búist er við komu nýrrar kynslóðar 3-línunnar árið 2018 og það gæti þýtt síðasta ár BMW 3 GT. Engar áætlanir eru þó uppi um að hætta framleiðslu BMW 5 GT.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent