Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2017 19:00 Gríðarlegt umfang er í tengslum við veðmálastarfssemi á íslenskum knattspyrnuleikjum og teygir það anga sína inn í leikmannahópa íslenskra liða. Í gær voru niðurstöður rannsóknar kynntar sem sýndu að leikmenn hér á landi eru margir hverjir óhræddir við að veðja á úrslit eigin leikja. 78,1 prósent karlkyns leikmanna höfðu veðjað á úrslit íslenskra leikja á erlendum vefsíðum minnst einu sinni undanfarna tólf mánuði og 28,8 prósent vikulega eða oftar. Í síðarnefnda hópnum hafði fimmti hver veðjað á úrslit eigin leiks. Sjá einnig: Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Það skal tekið fram að erlendar veðmálasíður mega ekki starfa hér á landi og allir samningsbundnir leikmenn KSÍ hafa ekki heimild til að veðja á úrslit neinna leikja hér á landi, þannig að það rýri trúverðugleika leikmannsins eða félagsins.*25 veittu upplýsingar Rannsóknin var gríðarlega umfangsmikil og náði til leikmanna í öllum deildum karla og kvenna hér á landi. Af 2170 leikmönnum svöruðu rúmlega 700 könnuninni. Hún sýndi einnig að tæplega 20 prósent leikmanna þekktu til annarra leikmanna eða þjálfara sem höfðu gefið erlendum veðmálasíðum upplýsingar um eigið lið eða önnur. Sjá einnig: Sjö prósent leikmanna á Íslandi veðja á eigin leiki Enn fremur höfðu 12,9 prósent verið sjálfir inntir eftir upplýsingum um eigið lið. 3,6 prósent, um það bil 25 einstaklingar, viðurkenndu að hafa veitt slíkar upplýsingar.Andri Steinn Birgisson.VísirFlestir þjálfarar lenda í þessu Andri Steinn Birgisson, sem var sjálfur leikmaður í efstu deild karla í fjölda ára, var í fyrra þjálfari Þróttar í Vogum sem leikur í 3. deild karla. Hann segist kannast vel við þetta. „Það virðist vera töluvert um þetta,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. „Ég hef fengið spurningar um þessi mál. Hvort að allir séu klárir í leikinn og þess háttar.“ Andri Steinn segist engar upplýsingar hafa veitt og brýnt fyrir sínum leikmönnum að gera slíkt hið sama. „Ég bað menn um að gefa alls ekki upp byrjunarliðið, hvort sem var daginn fyrir leik eða á leikdag. Ég vona að það hafi verið farið eftir því.“ Hann segist vita vel til þess að aðrir þjálfarar fái svipaðar spurningar. „Ég held að flestir þjálfarar lendi í þessu, sérstaklega í neðri deildunum. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta er hjá stóru klúbbunum.“Íslensk síða veitir upplýsingar Það eru þó ekki aðeins erlendar veðmálasíður sem afla sér upplýsinga um íslensk lið og leikmenn. TipsterTube er íslensk vefsíða sem lætur vita af veðmálum um allan heim, bæði í gegnum vefsíðu sína og smáforrit. Að sögn Sigurjóns Jónssonar, eins eiganda síðunnar, hafa þrettán þúsund aðilar víða um heim skráð sig á hana síðan hún fór í loftið fyrir ári síðan. Þar geta þeir aflað sér upplýsinga um íslenska knattspyrnu, meðal annars af sérfræðingum sem þar starfa. Þá eru fulltrúar tölfræðiveita algeng sjón á íslenskum knattspyrnuleikjum. Magnús Sigurbjörnsson var í níu ár starfandi hjá Running Ball, fyrirtæki sem safnar tölfræðiupplýsingum fyrir veðmálafyrirtæki.Fylgst með öllum leikjum Hann segir að íslenskir knattspyrnuleikir séu vinsælir þar sem þeir séu á dagskrá þegar margar aðrar keppnir eru í fríi. Þar með ná þær að uppfylla ákveðnar þarfir veðmálafyrirtækjanna. „Þetta brúar bilið á milli Evrópu og Suður-Ameríku og gefur veðbönkunum eitthvað sem vantar á því bili. Það er því mikið fylgst með íslenskum leikjum.“ „Það er verið að fylgjast með leikjum niður í fjórðu deild karla, í öðrum flokki karla jafnvel líka og í öllum kvennadeildum líka.“ „Það er í raun fylgst með öllum leikjum sem eru tvisvar sinnum 45 mínútur hér á landi.“ Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni hér fyrir neðan en fréttina sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 eru í spilaranum hér fyrir ofan.* Uppfært 22.45: Í staðalsamningi leikmanna sem KSÍ gefur út stendur í lið 1. d: „Leikmanni er óheimilt að taka þátt í veðmálum innan knattspyrnuhreyfingarinnar eða annarri tengdri starfsemi sem rýrt getur trúverðugleika leikmanns eða félags.“ Í sömu málsgrein stóð áður að ólöglegt væri að veðja á leiki á erlendum knattspyrnusíðum en réttar er að segja að erlendar veðmálasíður mega ekki starfa á Íslandi. Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Gríðarlegt umfang er í tengslum við veðmálastarfssemi á íslenskum knattspyrnuleikjum og teygir það anga sína inn í leikmannahópa íslenskra liða. Í gær voru niðurstöður rannsóknar kynntar sem sýndu að leikmenn hér á landi eru margir hverjir óhræddir við að veðja á úrslit eigin leikja. 78,1 prósent karlkyns leikmanna höfðu veðjað á úrslit íslenskra leikja á erlendum vefsíðum minnst einu sinni undanfarna tólf mánuði og 28,8 prósent vikulega eða oftar. Í síðarnefnda hópnum hafði fimmti hver veðjað á úrslit eigin leiks. Sjá einnig: Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Það skal tekið fram að erlendar veðmálasíður mega ekki starfa hér á landi og allir samningsbundnir leikmenn KSÍ hafa ekki heimild til að veðja á úrslit neinna leikja hér á landi, þannig að það rýri trúverðugleika leikmannsins eða félagsins.*25 veittu upplýsingar Rannsóknin var gríðarlega umfangsmikil og náði til leikmanna í öllum deildum karla og kvenna hér á landi. Af 2170 leikmönnum svöruðu rúmlega 700 könnuninni. Hún sýndi einnig að tæplega 20 prósent leikmanna þekktu til annarra leikmanna eða þjálfara sem höfðu gefið erlendum veðmálasíðum upplýsingar um eigið lið eða önnur. Sjá einnig: Sjö prósent leikmanna á Íslandi veðja á eigin leiki Enn fremur höfðu 12,9 prósent verið sjálfir inntir eftir upplýsingum um eigið lið. 3,6 prósent, um það bil 25 einstaklingar, viðurkenndu að hafa veitt slíkar upplýsingar.Andri Steinn Birgisson.VísirFlestir þjálfarar lenda í þessu Andri Steinn Birgisson, sem var sjálfur leikmaður í efstu deild karla í fjölda ára, var í fyrra þjálfari Þróttar í Vogum sem leikur í 3. deild karla. Hann segist kannast vel við þetta. „Það virðist vera töluvert um þetta,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. „Ég hef fengið spurningar um þessi mál. Hvort að allir séu klárir í leikinn og þess háttar.“ Andri Steinn segist engar upplýsingar hafa veitt og brýnt fyrir sínum leikmönnum að gera slíkt hið sama. „Ég bað menn um að gefa alls ekki upp byrjunarliðið, hvort sem var daginn fyrir leik eða á leikdag. Ég vona að það hafi verið farið eftir því.“ Hann segist vita vel til þess að aðrir þjálfarar fái svipaðar spurningar. „Ég held að flestir þjálfarar lendi í þessu, sérstaklega í neðri deildunum. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta er hjá stóru klúbbunum.“Íslensk síða veitir upplýsingar Það eru þó ekki aðeins erlendar veðmálasíður sem afla sér upplýsinga um íslensk lið og leikmenn. TipsterTube er íslensk vefsíða sem lætur vita af veðmálum um allan heim, bæði í gegnum vefsíðu sína og smáforrit. Að sögn Sigurjóns Jónssonar, eins eiganda síðunnar, hafa þrettán þúsund aðilar víða um heim skráð sig á hana síðan hún fór í loftið fyrir ári síðan. Þar geta þeir aflað sér upplýsinga um íslenska knattspyrnu, meðal annars af sérfræðingum sem þar starfa. Þá eru fulltrúar tölfræðiveita algeng sjón á íslenskum knattspyrnuleikjum. Magnús Sigurbjörnsson var í níu ár starfandi hjá Running Ball, fyrirtæki sem safnar tölfræðiupplýsingum fyrir veðmálafyrirtæki.Fylgst með öllum leikjum Hann segir að íslenskir knattspyrnuleikir séu vinsælir þar sem þeir séu á dagskrá þegar margar aðrar keppnir eru í fríi. Þar með ná þær að uppfylla ákveðnar þarfir veðmálafyrirtækjanna. „Þetta brúar bilið á milli Evrópu og Suður-Ameríku og gefur veðbönkunum eitthvað sem vantar á því bili. Það er því mikið fylgst með íslenskum leikjum.“ „Það er verið að fylgjast með leikjum niður í fjórðu deild karla, í öðrum flokki karla jafnvel líka og í öllum kvennadeildum líka.“ „Það er í raun fylgst með öllum leikjum sem eru tvisvar sinnum 45 mínútur hér á landi.“ Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni hér fyrir neðan en fréttina sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 eru í spilaranum hér fyrir ofan.* Uppfært 22.45: Í staðalsamningi leikmanna sem KSÍ gefur út stendur í lið 1. d: „Leikmanni er óheimilt að taka þátt í veðmálum innan knattspyrnuhreyfingarinnar eða annarri tengdri starfsemi sem rýrt getur trúverðugleika leikmanns eða félags.“ Í sömu málsgrein stóð áður að ólöglegt væri að veðja á leiki á erlendum knattspyrnusíðum en réttar er að segja að erlendar veðmálasíður mega ekki starfa á Íslandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira