Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Svavar Hávarðsson skrifar 6. janúar 2017 07:00 Þingvellir og Gullfoss koma ítrekað fram í umræðunni um fjöldatakmarkanir ferðamanna. Mynd/Kári Jónasson Við erum á þeim tímapunkti í íslenskri ferðaþjónustu að stjórnvöld verða af fullri alvöru að tryggja innviði, stýringu og þannig sjálfbærni til framtíðar. Málið er þríþætt og varðar sjálfbærni náttúrunnar, upplifun ferðamannanna og þolmörk heimamanna á hverjum stað. Þetta eru aðkallandi verkefni stjórnvalda að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, en í viðtali á Morgunvaktinni á Rás eitt á föstudaginn kom fram að hún hefði viljað sjá stjórnvöld og aðra hafa meiri trú á ferðaþjónustunni, að hún sé ekki bóla heldur heilsárs atvinnugrein sem er komin til að vera. Þrátt fyrir umfang og efnahagslegt mikilvægi greinarinnar þá sé athygli stjórnvalda og stuðningur ekki sem skyldi. Í viðtalinu ítrekaði Helga það sem hún hefur lengi bent á, að stjórnvöld verði að taka miklu fastar á þeim verkefnum sem við blasa – tryggja innviðina auk þess sem fjölgun ferðamanna kalli á aukna stýringu bæði innan svæða og á milli þeirra. Það hefur verið haft á orði að hugsa verði um helstu ferðamannastaði landsins eins og leikhús – það sé einfaldlega ákveðinn fjöldi sæta í boði og þeir sem ekki tryggja sér miða verði að koma seinna til að njóta leiksýningarinnar. Er það þetta sem Helga var að vísa til?Helga ÁrnadóttirHelga segir að nota megi slíka samlíkingu. „Það er eðlilegt að greint sé og ákvarðanir teknar í framhaldinu gagnvart þeim fjölda sem hvert svæði fyrir sig þolir á hverjum tíma. Sumir staðir geta verið skilgreindir sem „fjöldaferðamannastaðir“, aðrir frekar ætlaðir færri í einu og svo framvegis. Það þarf sem sagt að skilgreina þolmörkin og stýra samkvæmt þeim. Í þessu samhengi á ég bæði við náttúrulegu þolmörkin sem og hin félagslegu. Eins og það er mikilvægt að tryggja sjálfbærni náttúrunnar þarf einnig að huga að upplifunargildi þeirra sem fara hér um, sem og þolmörkum heimamanna á hverjum stað. Bætt stýring eykur dreifingu og jafnar álag bæði innan svæða og milli þeirra,“ segir Helga. Tölfræðin sem liggur þessu ákalli til grundvallar er mörgum kunn. Gert er ráð fyrir að fjöldi ferðamanna árið 2016 hafi verið ríflega 1,8 milljónir en verði tæplega 2,4 milljónir á nýbyrjuðu ári. Það er alla vega spá Íslandsbanka sem segir að gangi spáin eftir verði fjöldi ferðamanna hér á landi á þessu ári ríflega sjöfaldur íbúafjöldi í landinu. Nokkuð sem afar fáar þjóðir þurfa að takast á við. Rétt er þó að geta þess að áætluð fjölgun mun að mestu koma fram utan háannar samkvæmt farþegaspá Isavia sem dregur enn úr árstíðasveiflunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Við erum á þeim tímapunkti í íslenskri ferðaþjónustu að stjórnvöld verða af fullri alvöru að tryggja innviði, stýringu og þannig sjálfbærni til framtíðar. Málið er þríþætt og varðar sjálfbærni náttúrunnar, upplifun ferðamannanna og þolmörk heimamanna á hverjum stað. Þetta eru aðkallandi verkefni stjórnvalda að mati Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, en í viðtali á Morgunvaktinni á Rás eitt á föstudaginn kom fram að hún hefði viljað sjá stjórnvöld og aðra hafa meiri trú á ferðaþjónustunni, að hún sé ekki bóla heldur heilsárs atvinnugrein sem er komin til að vera. Þrátt fyrir umfang og efnahagslegt mikilvægi greinarinnar þá sé athygli stjórnvalda og stuðningur ekki sem skyldi. Í viðtalinu ítrekaði Helga það sem hún hefur lengi bent á, að stjórnvöld verði að taka miklu fastar á þeim verkefnum sem við blasa – tryggja innviðina auk þess sem fjölgun ferðamanna kalli á aukna stýringu bæði innan svæða og á milli þeirra. Það hefur verið haft á orði að hugsa verði um helstu ferðamannastaði landsins eins og leikhús – það sé einfaldlega ákveðinn fjöldi sæta í boði og þeir sem ekki tryggja sér miða verði að koma seinna til að njóta leiksýningarinnar. Er það þetta sem Helga var að vísa til?Helga ÁrnadóttirHelga segir að nota megi slíka samlíkingu. „Það er eðlilegt að greint sé og ákvarðanir teknar í framhaldinu gagnvart þeim fjölda sem hvert svæði fyrir sig þolir á hverjum tíma. Sumir staðir geta verið skilgreindir sem „fjöldaferðamannastaðir“, aðrir frekar ætlaðir færri í einu og svo framvegis. Það þarf sem sagt að skilgreina þolmörkin og stýra samkvæmt þeim. Í þessu samhengi á ég bæði við náttúrulegu þolmörkin sem og hin félagslegu. Eins og það er mikilvægt að tryggja sjálfbærni náttúrunnar þarf einnig að huga að upplifunargildi þeirra sem fara hér um, sem og þolmörkum heimamanna á hverjum stað. Bætt stýring eykur dreifingu og jafnar álag bæði innan svæða og milli þeirra,“ segir Helga. Tölfræðin sem liggur þessu ákalli til grundvallar er mörgum kunn. Gert er ráð fyrir að fjöldi ferðamanna árið 2016 hafi verið ríflega 1,8 milljónir en verði tæplega 2,4 milljónir á nýbyrjuðu ári. Það er alla vega spá Íslandsbanka sem segir að gangi spáin eftir verði fjöldi ferðamanna hér á landi á þessu ári ríflega sjöfaldur íbúafjöldi í landinu. Nokkuð sem afar fáar þjóðir þurfa að takast á við. Rétt er þó að geta þess að áætluð fjölgun mun að mestu koma fram utan háannar samkvæmt farþegaspá Isavia sem dregur enn úr árstíðasveiflunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira